Heimilisblaðið - 15.02.1894, Síða 7
HEIMILISBLAÐIÐ.
S
hvers konar vinnu, og slíkum mönnum ber hún mesta
blessan í.skaut. En mörgum er þessi sannleikur enn
hulinn fjesjóður, og hjá enn fleirum er hann of máttvana
til þess, að hann knýi þá til að leggja nokkuð á sig. Af
því stafar löngunin til að komast í einhverja þá stöðu
eða atvinnu, er sje auðlærð og þó ábatavænleg. Af því
stafar einnig ákefðin að koma hverju verki sem fljótast
af, en hirða ekkert um, hvað illa sem það er gert; að
klófesta verkalaunin áður en fyrir þeim er unnið; að
hremma á lopti hjóm fyrir hollan feng; að falsa varning,
að hafa af mönnum i viðskiptum, að gera sjer að atvinnu
að fleka almenning, að strá sandi í augu manna í lands-
málum. Undirrót alls þessa er sú sannfæring, að sæla og
ánægja felist eigi í vinnunni sjálfri, heldur í því sem
fyrir hana fæst. Þegar beinlínis vaknar áhugi á verk-
inu sjálfu, þegar vjer þreifum á, hvílik ánægja er að
reyna á sig, þegar vjer reynum hvílíkt yndi er að leysa
verk sitt betur og betur at hendi dag frá degi og stund
af stundu, þá fær sannleikur, ráðvendni og trúmennska
að neyta sín til hlitar, og þá verður hreinskiptni bæði
tekin fram yfir hrekkvísi, enda eigi annað látið uppi
haldast.
Sumir kunna að spyrja: Sje það nú áreiðanlegt, að
vinnan hafi yndi og ánægju í sjer fólgna, hvernig stend-
ur þá á þvi, að hver maður sje það eigi og finnur sjálf-
ur ? Til þess eru margar orsakir. Stundum leggja menn
meiri vinnu á sig en líkami og heilsa þolir, og eyðir þá
þreytan allri ánægju. Eða þá að vinnan er þess kyns,
að hún á mjög illa við mann, og verður æ því óbæri-
legri sem lengra lætur. Eða það er nauðungarvinna,
sem enginn liugur fylgir. En aðalorsökin er sú, að vjer
vitum eigi, hver eru frumefni sannrar ánægju og farsæld-
ar. Yjer ætlum að allt slíkt hljóti að koma til vor utan
að, i stað þess að það verður að koma innan að, fæðast
og dafna með sjálfum oss hið innra. Iiið mesta og göf-
ugasta yndi og ánægja skapast og þróast með sjálfum