Heimilisblaðið - 15.02.1894, Side 8
4
H EIMILISBL AÐIÐ.
oss, en fæst eigi að föngum til frá öðrum. Það er satt,
að dyggileg og heiðarleg vinna aflar oss viðurlífis, vina,
virðingar og jafnvel auðs eða frægðar eða frama; en
hún gerir miklu meira; hún eykur raátt vorn og megin,
eflir sálarþrek vort, gerir oss glatt í geði, veitir oss virð-
ingu fyrir sjálfum oss, eykur manngildi vort og glæðir í
oss þann lífsyl, er enginn hlutur fær oss firrtan.
Vjer ættum að ljúka upp þessum hamingjulindum
fyrir æskulýð vorum, kenna honum að vænta sjer yndis
og ánægju i því að iðja það sem honum er ætlað, að
bragða á því, hve inndælt er að vinna verk sitt prýðilega,
kenna honum að hafa gaman af að leita á brekkuna, að vera
engum hlut fegnari en að kljást við örðugleika og sigrast
á þeim. Æskan er einkar-næm við slíkum áhrifum og
auðunnin til að þýðast þau; en ef vjer hirðum eigi um
að beita þeirn, heldur brýnum iðni og ástundun fyrir
æskulýðnum eingöngu fyrir sakir hlunninda þeirra og
hagsmuna, er þeir mannkostir muni ávinna eptirleiðis, —
ef vjer samsinnum því, að það sje liart og óskemmtilegt
að vinna, og hvetjum æskulýðinn til þess af því það sje
skylda, þótt leiðinlegt sje, eða af þvi að nauðsyn beri til,
þó illt sje, þá er eigi að kynja, þótt hann taki í þann
strenginnn og sneiði sem mest hjá að leggja slíka þraut
á Sig. (Eptir amerísku blaðij.
-------3S£-
y Gaman.
Kennarinn : »Hvað er það, að stjórna geði sínu?«
Pilturinn: »Það er þegar kennari verður fokvondur og hann
sárlangar til að lúberja pilt, en gjörir það þó ekki«.
Nýi presturinn: »Hann Jón granni yðar segir, að þær sjeu
efnislausar, ræðurnar mínar«.
Granni Jóns: »Þjer skuluð ekki taka neitt mark á því, prest-
ur minn; hann hefir aldrei neina meiningu sjálfur, hann Jón; hann
lepur bara eptir það sem hann heyrir alla aðra segja«.