Good-Templar - 01.03.1901, Blaðsíða 3

Good-Templar - 01.03.1901, Blaðsíða 3
31 bóklegum fræðum, lieldur á bað að undirbúa hina vaxandi kynslóð undir líflð, gera börnin að góðum og nýtum borgurum í rnannfólaginu. Jr’íl kemst hófsemiskenningin í hinn æðsta sess; í öilu eiga menn að gæta meðalhófsins. Þetta er aðal- siðferðisreglan, sem rikir um aldamótin 1800. En þessi stefna átti sér eigi langan aldur. Hún reyndist yflrleitt ávaxtalítil og varð brátt að rýma sess fyrir nýjum hugsjónum. Þjóðirnar tóku hver af annaii að hrista af sér ófrelsis-klafana, sera þær höfðu verið hneptar í um margar aldir, og af því leiddi, að réttur og gildi einstaklihganna óx. En þá uxu og jafnframt skyldurnar, og var því óhjákvæmilegt, að fara að hugsa meira unr uppehlið, svo að hver einstaklingur gæti lært bæði að neyta róttar síns og rækja skyldur sínar. Afleiðingai' læssara breytinga á högum og lmgsanastefnu þjóðanna hlutu íneðai annars að verða umbætur á siðferðis- ástandinu eða í öllu íalli tilraunir til að umbæta það. Og i þessu efni var einmitt og er enn þann dag í dag útrýming áfengisnautnarinnar eitt aðalatriðið. Þá kemur lika bindindis- hreyflngin sterkari og víðtækari en nokkru sinni áður. Hún á upptök sín 1 Ameríku og berst þaðan smátt og smátt út um alian hinn mentaða lieim, enda þótt htið kveði enn að henni í ýmsum löndum álfu vorrar. En þegar svo er kornið, að bindindissstefnan heflr gagntekið tiltölulega mikinn hluta ein- hverrar þjóðar, þá fyrst er þess að vænta, að veruiegt, tillit verði tii hennar tekið við uppeldi unglinganna, og sérstök bind- indisfræðsla veitt í skólunum. Nokkur af þeim rikjurn, þar sem bindindismálið er lengst a veg komið, hafa nú bindindisfræði sein sérstaka námsgrein í barnaskólunum, þannig er það t. d. í ýmsurn ríkjum í Banda- ríkjunum, Svíþjóð og Noregi. En á meðan almenningur aftur á móti liflr í þeirri trú, að hófdrykkja só ekki að eins skað- laus, heldur jafnvel meira verð, meiri dyg'ð en algert bindindi —, á ineðan svo er ástatt, þarf eigi að búast við bindindis- fræði senr sórstakri, lögboðinni námsgrein í skólunum. Danir standa, sem kunnugt er, ofarlega á blaði sem drykkjuþjóð, enda þekkist engin bindindisfræðsla i skólum þar; en árið 1899 kom áskorun frá nál. 300 kennurum þar o. 11. til stóttar- bræðrá þéirra um að stemma stigu fyrir vinnautninni með þeim í'áðum, er þeir kynnu að álíta heppilegust, bæði með

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.