Good-Templar - 01.03.1901, Blaðsíða 1

Good-Templar - 01.03.1901, Blaðsíða 1
OOÐ-TEM01 J u BLAÐ STÓR-STÖKU ISLANDS A.F I. 0. G. T. V. ÁHG. REYKJAVÍK, MARZ 1901. BLAÐ. Bindindisfræðslan i skólunum, i. Áfengisnautnin er, eins og menn vita, alt að því jafn- gömul nmnnkyninu. Frá fornöldinni eru til margar frásagnir um það, að menn neyttu víns og urðu ölvaðir. í biblíunni er þannig talað um víndrykkju Nóa og síðar, í sögu Gyðingaþjóð- arinnar, eru ýmsir meiri háttar menn þjóðarinnar skýrt og skorinort ávitaðir fyrir þennan iöst. Um ýmsa þjóðhöfðingja fornaldarinnar er þess getið, að þeir voru meira eða minna hneigðir til drykkjuskapar, t. d. Kambyses og Alexander mikli. En sé það víst, að áfengisnautnin sé gömul, þá er hitt eins víst, að bindindishugmyndin er henni jafngömul eða því sem næst. Skaðsemdaráhrif óhóflegrar vínnautnar liggja svo í augum uppi, að þeir hlutu þegar að verða margir, sem álitu víndrykkjuna, að minsta kosti ofdrykkjuna, bæði svívirðilega og skaðlega. Lessi skoðun var þegar í fornöld svo víðtæk og eindregin, að víðsvegar í heiminum voru heilar þjóðir, sem al- gerlega afneituðu állri áfengisnautn, en sumstaðar voru það sérstakar stóttir rnanna, og aistaðar þar sem vínnautn var eigi bönnuð, er óhætt að fullyrða að einstakir menn hafa risið öndverðir gegn henni. Og hvervetna þar sem bindindishug- myndin hefir rutt sér meira eða minna til rúms, þar hafa menn að sjálfsögðu talið það hvað mest áríðandi að innræta æskulýðmun, hinni uppvaxandi kynsióð, bindindissemi og við- bjóð við drykkjuskap. íbúar borgarinnar Spör.tu á Grikklandi gátu sér ódauðleg- an orðstír fyrir hreysti sína og harðfengi, og má þetta víst að

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.