Good-Templar - 01.03.1901, Blaðsíða 6

Good-Templar - 01.03.1901, Blaðsíða 6
34 Sóra Hjörleifur Einarsgon skrifar mér yngri í anda en nokkru sinni fyr. Prófastinum sárnar að ekki hefir hepnast að koma upp nýrri stúku í Húnavatnssýslu, sem. við höfðum gert okkur vonir um. Það mun vera einasti ósigurinn, sem Reglan hefir beðið á vetrinum. Næstum allir óska eftir ýms- um atburðum, og það hefir verið reynsia mín að minsta kosti, að menn bíða þeirra þess óþolinmóðari sem þeir verða eldri. Ástæðan mun vera sú, að þess fleiri sem árin vei'ða, þess minui verða líkumar til þess að lifa það a,ð óskirnar uppfyllist. — Prófasturinn lætur vei af Úndínu nr. 46, enda mun það mega, og getur þess, að bæði bindindismenn og þeir sem drekka of mikið vilji nú helzt aðflutningsbann. Hann endar bréfið með þessum orðum: „Alt verður að gera — einskis má láta ófreistað til þess að það (aðflutningsbannið) komist á innan mjög,fárra ára. Ef allir Good-Templarar strengja þess heit., eins og aðrir Jómsvíkingar, þá mundi það duga.“ Séra Hjörleifur Einarsson hefir rótt fyrir sór. Ef allir G.-T. gerðu þessa heitstrenging, þá hættum við aö tjalda búðir á kjörþingum með þeim sem standa móti okkur að málum. Minna lið en okkar hefir oft unnið jafnmikinn sigur. Regian og bindindismálið hefii' marga af áhrifamestu mönnunum á iandinu með sér, og innan sinna vebanda. Ef samskonar heitstrenging, sem Jómsvíkinga héidi okkur saman, þá hefðum við engan Hjörungavog fyrir framan okkur, (og liöfum liann heldur ekki nú framundan okkur), því brennivínið er ekki lier- foringi sem jafnast við Ilákon jarl. Maður sem allir þekkja. Hann er réttur og sléttur verkmaður, fátækiega, en þó þokkalega búinn og gengur að vinnu sinni á hverjum morgni. Þegar dagsverkinu er lokið, kemur hann heim, snæðir kvöld- verð, og hvað svo? Hann hefir starfað í verksmiðjunni eða búðinni allan iiðlangan daginn, oftast nær steinþegjandi, og nú þarf hann að iótta sér upp og tala við menn; en h.vertáhann að fara og hver vill tala við hann? Sumir af lesendum vorum hafa séð mann þennan; aðrir liafa séð félaga iians, sem véi' viljum nefna Eirík, enda þótt

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.