Good-Templar - 01.07.1902, Page 3

Good-Templar - 01.07.1902, Page 3
75 hann kom í stúkuna, þóttist hann verða fyrir allmiklum von- brigðurn. Að vísu stafaði þetta þó meðfram af því, að Páll var ókunnugur, og hafði því ekki enn gert sér fullljósa grein fyrir störfum og tilgangi félagsins. Innan skamms fór svo, að Páll tók að fá óbeit á félags- skapnum, og átti það einkum rót sína að rekja til þeirra hvata, er höfðu knúð hann til að ganga í félagið. Hann hafði ekki gert þab af fúsum og frjálsum vilja, heldur fyrir bænastað ann- ara, enda reyndi hann ekki að fegra neitt bindindismálið í sín- um augum. Gramdist honum nú við Pétur, að hann hefði með þrábeiðni sinni fengið sig til að ganga í félagið og hrósað því um of. Lauk svo, að hann gekk úr stúkunni og gerðist nú ákafur mótstöðumaður bindindismálsins, sem hann hafði þó áður hlutlaust látið. Út úr þessu varð megnasta óvild milli þeirra Péturs og Páls. Hafði Pétur þannig orðið til þess að baka sjálfum sér óvild og fjölga mótstöðumönnum bindindismálsins. Yarð hann og smám saman leiður á að vera i stúkunni. Hann sótti ekki fundi, og þá sjaldan, hann kom þangað, heyrði hann þar aldrei nein uppörfandi orð, er hvettu hann til að starfa, enda gerði hann það ekki utan funda. Hann skorti veruiegan áhuga á bindindismálinu, og svo fór um síðir, að hann sagði sig úr stúkunni og varð málefninu fremur til skaða en gagns. Ef menn væru sjálfir fyrir alvöru með, þyrftu þeir ekki að biðja vini sína eða vandamenn að ganga í félagið. Þeir mundu gera það sjáfkrafa, er þeir sæu, hve góð áhrif fundar- sóknín og félagsskapurinn í heild sinni hefði á aðra. Þeir mundu þá segja: „Það hlýtur að vera mjög skemtilegt og gagnlegt að vera i stúkunni, úr því að þú ert svo ánægður, þegar þú kemur heim af fundum. Eg ætia nú að verða þess- arar sömu ánægju aðnjótandi og ganga í félagið". Þannig mundu félögin brátt fá marga nýta meðlimi, sem alls ekki yi’ðu fyrir neinum vonbrigðum, eins og Páll. Ef menn hefðu sjálfir lifandi áhuga, mundi það hafa áhrif á aðra út i frá, svo að þeir gengju í féiagið af fúsum og frjálsum vilja, en ekki fyrir fortölur annara. Mundi það reynast affarasælla og skapa al- mennari áhuga, eri búast má við að öðrum kosti. Menn verða að vera annað hvort með-eðá, móti, ekki hálf- volgir. Af tvennu iJlu er betra að vera eindregið á móti, held-

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.