Good-Templar - 01.07.1902, Blaðsíða 9

Good-Templar - 01.07.1902, Blaðsíða 9
81 vilja, en kaupa það alls ekki af þeim. Þetta er að vísu erfið- ari leið og seinfarnari, en hún er eðlilegri og happadrýgri. Bindindi útbreiðist æ meir og meir, og bindindishugmyndin hefir rutt sér til rúms hjá fjölda manna, sem standa fyrir ut- an allan bindindisfélagsskap. Útlit er því fyrir, að bindindi út- breiðist miklu meir á næstu 5 árum, en það heflr gert á síð- ustu 5 árum. Munu þá flestar og ef til vill ailar áfengisverzl- anir á landinu lagðar niður, og það án iagaboðs. Þessi leið er seinfarnari; það veit eg vel. En á það legg eg ekki svo mikla áherzlu. Betra að vinna lengui' og vinna vel. Eða verð- ur það eins góð bindindismenska að hætta að drekka vín, af því ómögulegt er að veita sér það. eins og hitt, að hafna því, þar sem það er á boðstóium? En vínið er eitur, alstaðar skaðlegt og mesta mein þjóð- ar vorrar, segja menn. Hví skyldi þá ekki hiklaust útrýma því á hvern þann hátt, sem hægt er? Þegar þjóðin skilur þetta, þegar hún trúir því, að það sé satt, þá þarf ekki að útrýma áfengisnautninni með lögum, þvi öilum er eiginlegt að vilja hið bezta fyrir sig kjósa. Pað sem því bindindismönnum ber að gera, er að út- breiða þekkinguna á þessum skaðlega drykk og kenna mönn- um bindindi. Það er alls ekki óárennilegt að standa í bind- indisliðinu nú á tímum og horfa á, hvernig Bakkus hopar fyrir atlögum bindindismanna, og mundi margur fremur kjósa að halda bardaganum áfram í sömu stefnu eftirleiðis, heldur en að eiga að fara að halda vörð við rifur þær á bannlögunum, sem Bakkusarvinir mundu reyna að smjúga í gegnum með anker sín. Óneitanlega er það frægðatorð fyrir Göod-Templanegluna, verði vinnautninni bygt út úr landinu með lögum. En það er miklu fegra frægðarorð, að henni hafl verið bygt út án laga- boðs með frjálsum samtökum, og væri vel tilvinnandi að biða nokkur ár eftir slíkum sigri. Mér virðist það óþarft trúieysi á þessu góða málefni að ímynda sér, að í þjónustu þess þurfl að beita öðrum vopnum en þess eigin: trúnni, voninni og kærleikanum. !E. @. *

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.