Muninn - 01.01.1952, Síða 4
22
MUNINN
Blakmót karla
Blakmóti karla lauk 15. desember
síðastl. með sigri 4. bekkjar S., a-liðs.
Lið þetta var skipað rnjög jöfnum
og góðum mönnum, sem ekki láta
bugast, þó að á reyni. Það sýndu þeir
bezt í úrslilaleiknum við 6. bekk M.,
sem þeir unnu. Þeir unnu alla keppi-
nauta sína og hlutu 28 stig, og eru þeir
vel að sigrinum komnir.
Liðið var skipað þessum mönnuin:
Sverrir Georgsson,
Friðleifur Stefánsson,
Sigurður Sigurðsson,
Sveinn Jónsson,
Vilhjálmur Einarsson,
Örn Baldvinsson.
Sex efstu liðin urðu þessi:
1. 4. S. a 28 stig
2. 6. M. 26 stig
3. 5. M.A. 24 stig
4. 3. A. 22 stig
5. 5. S. a 20 stig
6. 6. S. a 18 stig
Blakmót kvenna
Blakmót kvenna hófst í íþróttahúsi
M.A. 10. janúar s.l. Sjö lið tóku þátt
í mótinu, eitt frá hverjum bekk skól-
ans nema öðrum bekk, sem sendi tvö
lið til leiks. Áhugi virtist vera ntikill
fyrir mótinu, ekki sízt meðal piltanna,
sem fjölmenntu flest kvöld mótsins í
íþróttahúsið. Þetta var annað kvenna-
blakmótið, senr haldið er hér í skólan-
um, og virðist áhugi fara vaxandi fyrir
þessari góðu íþrótt meðal kvenfölks-
ins. Margir af leikjum mótsins voru
mjcg jafnir og spennandi, og var það
oft aðeins tilviljun, hvort liðið bar sig-
ur úr býtum.
5. bekkur fór með sigur af hólmi í
þetta skiptið. Liðið var þannig skipað:
Maja Sigurðardóttir,
Stefanía Stefánsdóttir,
Rannveig Gísladóttir,
Birna Þórarinsdóttir,
Þórey Guðmundsdóttir,
Jóhanna Valdimarsdóttir.
Einstök lið:
6. bekkur:
Liðið var mjög misjafnt, en náði oft
góðunr leik, þegar Jrað var í „stuði“.
Var leikurinn við 4. bekk bezti leikur
Jreirra. Annars áttu þær oftast í harðri
baráttu við keppinauta sína og töp-
uðu eða unnu flesta þeirra með nijög
fáum boltum. Bezt léku Erna og
Hanna Gabriels.
.5. bekkur:
Þetta var vafalaust heilsteyptasta
liðið, sem kom fram á mótinu. Hefir
orðið mikil framför hjá því frá Jrví í
fyrra. Eru þær vel að sigrinum komn-
ar, því að flesta leikina unnu þær með
yfirburðum. Beztar voru Stella, Birna
og Rannveig.
4. bekkur:
Samleikur var mjög lélegur í liðinu,
og höfðu stúlkurnar yfirleitt lítið vald
ylir boltanum að Jóhönnu undantek-
inni, sem var stoð og stytta liðsins.
Sýndi hún beztan leik á þessu móti.
Kristín var einnig allgóð í vörninni.
3. bekkur:
Liðið var nokkuð jafnt, en óheppn-
in virtist elta Jrað. Hefðu stúlkurnar
gjarnan mátt vera hreyfanlegri á vell-
inum. Beztan leik sýndi Anna Kvaran.
2. bekkur a.:
Þetta lið var mjög jafnt, og vörnin
ágæt. Voru stúlkurnar vel hreyfanleg-
ar og höfðu mikinn baráttuvilja, en
hann verður ætíð að vera fyrir hendi,
ef ná skal góðum árangri. Beztan leik
sýndu Guðbjörg, Bryndís og Svala.
2. bekkur b.:
Leikur Jressa liðs var oft mjög léleg-
ur, einkum var vörnin nrjög í molum.
Virtist leikendur skorta mjög æfingu
í samleik.
Gæti þetta lið vafalaust náð mun
betri árangri, ef vel væri æft, því að-
efnin vantar ekki í góða leikendur.
Beztar voru LJnnur og Anna.
1. bekkur:
I Jressu liði var baráttuviljinn næg-
ur, og sýndu stúlkurnar oft mikinn
dugnað og þrautseigju. Verða þær
vafalaust mun framar á næsta blak-
móti, ef Jrær æfa vel. Beztan leik
sýndi Jónína Helgadóttir.
Einn leikur er nú eftir af mótinu og
er því ekki ennjrá hægt að birta loka-
úrslitin. X -J- Y.
LEIÐRÉT TIN G:
I síðasta blaði voru ranghermd föð-
urnöfn Jrriggja manna í knattspyrnu-
liði 4. bekkjar, Magni Guðnason á að
vera Guðmundsson, Skúli Steingríms-
son á að vera Steinjrórsson og Loftur
Guðmundsson á að vera Magnússon.