Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1952, Blaðsíða 4

Muninn - 01.12.1952, Blaðsíða 4
2 MUNINN Rúna FJ' við leggjum leið okkar upp í skóla í fyrra lagi einhvern morguninn, verð- ur á vegi okkar gömul kona, sem hlýt- ur að vekja athygli okkar. Kristrún Júlíusdóttir lieitir hún fullu nafni, en fæstir jrekkja hana undir öðru nafni en Rúna í Barði. Hún er komin á fæt- ur lyrst allra til að líta eftir, að allt sé í röð og reglu, þegar skóladagurinn liefst. Hún er ekki rnikil fyrir manna að sjá, hún Rúna. Lítil er hún vexti, hrukkótt og sinaber af margra áratuga striti og vosbúð. En hún ber höfuðið liátt, eins og sá einn getur, sem veit sig bera lneinan skjöld. Hrukkótt and- iitið ljómar af mannkærleika og ró- lyndi. Margur, sem lífið virðist hafa gelið meira, nrætti skammast sín fyrir luntasvipinn, jiegar hann ber liann saman við gleðina í svipnum hennar Rúnu. Það fer um okkur straumur hlýju og jiakklætis, jiegar við sjáum Rúnu við starf sitt, og með undrun hugsum við til þess, að jiessi gólf hefur hún verið að þrífa og fægja á hverjum degi í 40 ár. Hér höfum við séð hana höggva klaka og skafa snjó úti í for- stofunni í mestu vetrarkuldunum, séð liana óhreinka hendur sínar við að ræsta jiann aur, sem við berum inn á óskammfeilnum fótum okkar. Og aldrei kvartar Rúna. Okkur finnst hún heyra skólanum til, og hætt er við, að hér yrði öllu téimlegra, ef Riina hyrfi úr sögunni. Það er mér stórlega til efs, að við gerum okkur grein fyrir, hve mikinn þátt Rúna á í því að gera þennan skóla að heimili okkar. Um hvern hlut hefur hún farið ástúðlegum liöndum, og <)II störf hennar bera vott um óeigingirni og alúð. Þessum veggjum og stigum hefur hún gefið sál með umhyggju sinni og móðurhug. Það er einmitt vegna þess arna, sem okkur þykir svo vænt um skólann. Við kunn- um auðvitað að meta tignarlegt ylir- bragð hans og traust }:>að og skjól, sem hann veitir okkur. En Jiað er einmitt sálin, sem við elskum, sálin, sem Rúna í Barði liefur átt svo mikinn þátt í að skapa. sjötug En hvað er um Rúnu sjálfa að segja? Að sjálfsögðtt er hún hér að vinna fyrir daglegu brauði sínu, en engu að síður er starf hennar rækt á öðrum grundvelli líka. Rúna er ekki ein þeirra, sem kastar höndum til verka sinna til j>ess að geta notið lífsins í ró og næði á eftir. Við sjáum, að hún vinnur verkin vegna þeirra sjálfra, hún hefur tekið ástfóstri við ]>au og lagt sál sína í þau. Þótt starfið virðist ekki vera mikilfenglegt, er það hennar líf. Hin sanna móðurumhyggja fær hér útrás, tilhneigingin til að vinna að Jrví í kyrrþey, að öðrum geti liðið betur. „Og hægri höndin veit ekki af því, sem hin vinstri gefur.“ En hvað hefur Rúna borið úr býtum í stað jiess, sem hún hefur látið í té? í fljótu bragði virðist Jrað ekki vera ýkja mik- ið, en engu að síður hefur hún salnað jieim auðæfum, sem enginn getur frá henni tekið. Hún hefur áunnið sér þakklæti og virðingu fjölda manna. Og luin hefur öðlazt fleira. Hún er hamingjusöm með hlutskipti sitt, sem okkur jiykir s\ o fáskrúðugt. Hún hefur öðlazt liina sönnu hamingju, með því að gefa öðrum jiá hlýju, sem hún hef- ur svo mjög farið varhluta af sjálf í lífinu. Vinur. Arfur feðranna Rís úr hafi foldin friða, fönnuni skrýdd d efstu tindurn, grænir dalir, grös til hliða, gull i tæruni fjallalindum. Ósnortin til efstu brúna, ung ogfersk með glœstum láðum, heilsar ferðalangnum lúna, likt og móðir syni þráðum. Svella bárur brims d knerri, braka viðir stafna’ d milli. Fyrirlieit d fleytn hverri frelsis, þó að sjóinn trylli. Stýra hetjur storms í vestur að ströndu, þar sem frelsið býr, fagnandi sd frómi gestur framandi að dyrum ktiýr. Breiðir út faðminn fjalladisin, — fagnar nýjum landnemum, býður þeim að brjóta isinn, búa að frelsishugsjónum. Hrista af sér konungsklafa, klingja guðaveiga skdlum, teyga landsins svala safa, sverja eið að frelsis mdlum. Hugprúðar til lieiðursverka het.jur Alþing sóttu heirn, sættust þar við konungs klerka, er kynntu trúna einu þeim. íslands byggðar bdru hróður borgunum við Svartahaf, sarna hvort var sögufróður sverða- eða jötunn gaf. En friðaröldin leið til loka, lýður tók sér voþn i hönd, einn skal fyrir öðrum þoka, ætta hrukku ’in stcrku bönd. Sóttu titt i konungs kynni kaþparnir með illum róm, skeyttu ei, þótt eldur brynni undir þjóðar helgidöni. Hlekkjum oks d landið læddi lævís Noregskonungur, herti fjötra brdtt, svo blæddi benjasjórinn straumþungur. Sortinn lagðist likt og mara lasta yfir frónska byggð, drengir Idgu dropnir þara, dauðir fyrir konungs sigð. Aldir liðu ógnum strdðar, orpnar ryki kvalarans. Heimti stundir þjóðin þrdðar, þolgóð hóf ’inn tryllta dans. Öflugt fram til sigurs sóttu synir frækins landnámsmanns, brennheitar þeir bdðu d nóttu bænirnar til skaparans. Frelsið unnu fræknir garpar, framsæknir i hverri þraut, islenzkt. hjarta aldrei varpar dst d landi sinu’ d braut. Minnztu þess nú, islenzk æska, að upphefja þinn frjdlsa róm. Þitt er tdknið gleði og gæzka, gættu’ að þjóðar helgidóm. H r a f n.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.