Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1952, Blaðsíða 10

Muninn - 01.12.1952, Blaðsíða 10
8 MUNINN Heyrt og séð í skólanum Kl. var um það bil 6 laugardags- síðdegi nokkurt. Ég var önnum kafinn \ ið að lagfæra á mér andlitsföllin, með þefríkri Luxsápu úr K. E. A., ásamt silfur„plettaðri“ handrakvél og öðrum ómissandi tækjum. Bárust þá að eyr- um mínum angurværir tónar eirbjöll- unnar rniklu, Arvarðarnauts. Ég skétf kjálkadúnurtirnar burtu á mettíma, þreif vasahrífuna báðum höndum og tvíhenti hana af þvílíku afli í hárflók- ann, að rafsíur hrukku í loft upp, skorðaði hársveipinn með slíkri lip- urð, að undrun sætti, arkaði síðan inn á Sal. Þar var fjöldi mikill að höfðatölu, og í höfði hverju glytti í tvö eftirvænt- ingarfull augu. Ég litaðist um eftir sæti, ekkert til. Mér varð þegar 1 jóst, að hér var eitthvað óvenjulegt á l’erð- um, því að hér var all-álitlegur hópur aðkomandi manna. Ég blimskakkaði augunum í átt að fundarstjórasæti. Þar sat aldraður, virðulegur maður með „Parker" ritfjöður í hendi og rak skyggnur undan gleraugum, gull- spengdum. Virtist hann önnum kafinn við ýmiss konar skriffinnsku, nokkuð torráður á svip, rétt sem hann væri á öndverðum meiði við flesta aðra fræði- menn, hvað og ekki var ósennilegt. Þá hóf sig sá hinn virðulegi maður úr sæti og hvað orð vera óbundið. Var það og þegið með þökkum, og tókust brátt hinar fjörugustu umræður. Mjög þótti mér þar þrengt að einum fundar- gesta, tígulegum á velli og höfðingleg- um. Af fasi lians og allri framgöngu þóttist ég skilja, að hér væri einhver ríkisins útsendari á ferð. — All-álitleg- ur hópur, ef hver ríkisins gæðingur hefði til að bera slíkt líkamlegt at- gervi, en auðvitað má ekki gleyma því andlega. — „Því í óksöpunum eru allir svona vondir við vesalings manninn?“spvr ég sjálfan mig og horfi fullur hluttekn- ingar á gljásveitt andlit píslarvottsins. En það virtist ekki tekið tillit til hugs- anna minna, því að rifrildið magnaðist stöðugt, og stóryrði gerðust æ gífur- legri. Mér til nokkurar furðu virtist :sá hinn umdeildi maður láta þetta lítt á sig fá, hann talaði alltaf jafn rólega og hispurslaust, — og var í því frernri flestum andstæðinga sinna — rétt eins og hann væri að leggja blessun sína yfir einhvern bölvaðan Gordíons-laga- hnútinn í viðbót. Smátt og smátt fór ég þó að skilja samhengið í allri þess- ari stóryrðastöppu. Mér skildist, að þessi hinn tígulegi maður væri svara- maður einhverra lagafyrirmæla, sem kvæðu á um jrað, að nú mættu íþrótta- kempur menntskælinga leggja niður skottið og snauta tit í horn. Bágt átti ég að trtta því, að slíkur maður, með s\o góðmannlegt andlit, með slíkan Olympíulíkama, bæri slíkan ósóma upp á vasann. En eftir því sem tíminn leið og stóryrði ukust, varð nrér æ ljós- ara, að svo rnundi vera. Skerandi vein skelfdi hljóðhimnu tnína, — görn gaiilaði. Ég leit á klukk- ttna, hún var að verða átta. Ekki furða, að garnir „grétu“. Ég leit í kringum mig. Hvert andlit var afmyndað stór- kostlegri æsingu og eftirvæntingu. Hvergi brá fyrir hinum angurværa „sextanfsvip, sem gerir tíðast vart við sig um þennan tíina sólarhringsins. „Hún fær líklega fylli sína, skarntunn- an stt arna, í kvöld,“ hugsa ég, fullur trega, en innst í hugarskoti mínu sé ég þúsundir sællegra svína, öll þanin éit af ,,sextant“, tóma skarntunnu og — undarlega brosmild Skælingaandlit, eins og sæju þau á bak svö.rnum óvini. En hvorki er hér staður né stund til hugaróra. Nú taka hinir ókunnu menn að hella af skálum vizku sinnar, og mér til undrunar leggjast þeir á sveif með Skælingum, gegn stóra, fall- ega manninum. Þó reis þar einn upp, sent var nokkuð torskilinn og loðinn i allri sinni tölu. Virtist hann reyna að troða einhvern gullinn meðaheg, og fór jxi fyrir honum, eins og oft vill verða, að hann gerði engum til hæfis. Fundarstjóri lagði og drjúgt til mál- anna, og var jrað allt spaklegt, er hann mælti, enda studdist hann jrar mjög við Eglu. Umræður héldu áfram drjiiga stund enn, og virtist enginn endir ætla á að verða. Var orðið stöðugt þrælbundið, og fengu það færri en vildu, og kenndu sumir fallega manninum þar um. Óvíst er, hver endir hefði á orðið, ef sá hefði ekki upp í pontuna troðið, sem \arpaði Jreim ægiljóma yfir hnútukastasamkundu jressa, að ætíð mun í minnurn haft. Fríhendis varp- aði hann slíkum vetnissprengjum að hinum gjörvilega rnanni, að rnestu ólíkindi Jróttu mér, að liann skyldi undir Jrví rísa. Ég titraði eins og lauf í \ indi undir eldræðu þessari. — í óra- fjarlægð sá ég gulan slojjj) — brenni- steinssýru — efniskolun — gat — mörg göt — sundurtætta flík. Ég Jrreif um höfuð mitt, heilagrauturinn botnvelt- ist, allt hjaðnaði og staðnanði og myndaði að lokum einn beinharðan konstant. — Hugartransinn féll, og umhverfið skýrðist. Ræðumanni var fylgt úr jrontu með áköfurn fagnaðar- látum, sem aldrei ætluðu að taka enda. Fögnuðu Skælingar þar bæði góðum kennara og manni, og munu þeir ætíð minnast lians með hlýhug og virðingu fyrir Jrað, hversu skelegglega hann barðist fyrir rétti þeirra gegn van- hugsuðum lagaákvæðum. Stóri mað- urinn var alltaf jafn rólegur og prúð- mannlegur, og með styrkri röddu söng hann hið fagra kvæði Guðmundar: „Ég vil elska rnitt land“, í lok fundar- ins ásamt flestum viðstöddum. Já, við skulum elska land okkar, og elska Jrað allt. Sem betur fer hrærast mann- skepnur utan Reykjavkur enn, sem vilja halda á rétti sínum. Megi Jreint fjölgandi fara! Enda Jrótt nokkuð sé nú um liðið frá atburði Jressum, væri hann ekki ljós- ari í hug mér, Jrótt hann hefði gerzt í gær. Þó er annað atvik mér engu órík- ara í lmga, sein ég mun nú skýra nokk- uð frá. Mér hafði orðið reikað upp eftir „Ástarbrautinni" einn gétðviðrisdag, eftir hádegið. Eigraði ég nokkra stund þarna á malartorginu framan við kvennahöllina, án nokkurs tilgangs. Tíðgotið varð mér nokkuð augunum upp í hallargluggana og brá þar ósjaldan fyrir fögru vífi, og þótti mér Jtað ekki miður. En skyndilega varð ég var við, að jörðin skalf undir fót- um mínum. Ég sneri mér við leiftur- snöggt, og sjá: straumar Skælinga runnu að h\ aðanæva. Mikill ys gerðist og Jrys og háreysti eigi all-lítil. Straum- stefnán var mjög í eina áttina, að við-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.