Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1952, Blaðsíða 9

Muninn - 01.12.1952, Blaðsíða 9
MUNINN Við lögðum ai stað árla morguns og fórum ríðandi. Við vorum þrír bræður saman og riðum geyst. Ferð- inni var heitið vestur á hálsinn, þar sem lómurinn átti sér sumarlieim- kynni, og fífan og störin uxu í mýrum og fenjum, milli svartra liolta. Þetta var annar sunnudagsmorgun septem- bermánaðar 1952. Veður var hlýtt og milt. Sunnangolan strauk vanga okkar mjúkum höndum og bar að vitum beiskan ilm af sölnandi gróðri jarðar. Öðru hverju gægðust geislar sólarinn- ar gegnum höfug ský austurhiminsins og slógu gliti á regndropana, sem lágu í grasinu en liurfu nú óðum fyrir vindi og sól. Hestarnir voru fullir fjörs og hlupu létt og örugglega yfir holt og deigjusund. Það skvampaði liressilega í vatninu, er þeir ösluðu yfir stærstu keldurnar, þessar skólplitu leirkeldur, sem liðuðust um hálsinn þveran og endilangan. í einni slíkri keldu ætluðum við að' heyja stríð dagsins, vopnaðir hinum þúsund ára gömlu verkfærum ís- len/kra bænda, orfi og hrífu. Við ætluðum að hjálpa granna okkar og góðkunningja við heyskap á engjum lians, en engjar jarðarinnar, sem hann bjó á, voru forblautar leir- keldur, og þar eð hann var einyrki og frumbýlingur í þokkabót, var hey- fengur hans afar lítill, ekkert nema tuggan af túninu, sem fóðraði varla tvær kýr. Því var þessi ferð farin. Eftir hálfrar stundar reið náðum við áfangastaðnum, forblautu en greiðfæru keldudragi ntilli tveggja lágra holta. Þetta var sá akur, sem erja skyldi. Við stigum af baki og sprettum af hestunum, heftum þá síðan og slepptum á beit. Hófúin við síðan sláttinn í sundinu. Ekki var slægjan glæsileg, mestmegnis sina ,en það lítið var af nýju grasi, var mikið sölnað, enda orðið áliðið sumars. En sundið var loðið og greiðfært. Við hugguðum okkur því við liið forn- kveðna, ,,að allt er hey í harðindum". Skömmu el tir að við hófum sláttinn, í september fjölgaði á teignum. Þar voru komnir bændur og húskarlar frá tveim næstu bæjum. Þeir ætluðu einnig að veita granna sínum aðstoð. Vorum við þá sjö saman auk einyrkjans, sem hjálp- ina þáði. Slógum \ ið af kappi til há- degis, og bar fátt til tíðinda fram eftir morgninum. En er hádegi var í nánd, fórum við að liugsa til málsverðar og gengum upp í annan holtjaðarinn, settumst liver á sína þúfu og mauluðum nesti okkar. Tóku flestir vel til matar síns, þó að kaldur væri og ekki fínt fram- reitt þarna í holtinu. Meðan matazt var, spjölluðum við um heima og geima, tíðarfar, lieyskap, stjórnmál og síðast, en ekki sízt, hinar væntanfegu göngur fram um heiðar. Allir hefðum við fúsir tekið okkur í munn orð Jón- asar: „Eins mig fýsir alltaf þó, aftur að fara í göngur." Um þessi efni var rætt fram og aftur góða stund, unz einn félaganna varp- aði fram þeirri spurningu, hvort ekki væri von kvenfólks á teiginn, aumt væri að vera kvenmannslaus á engjurn héilan dag og það ekki skemmtilegri engjum en þessu bölvuðu feni. Var þessari spurningu lians svarað með ýmsum athugasemdum um hollustu lians við hið fagra kyn, en áður langt leið upplýstist þó, að von væri þriggja blómarósa upp úr hádeginu, og bráð- lega rættist sú von. Að málsverði loknum var liði skipt. Héldu fimm karlmannanna áfram slætti, en stúlkurnar þrjár og við þrír karlmenn, fórum að raka, og var sá kvenholli í þeim hópi. Fátt bar til tíðinda við rakstur- inn, nema livað ein daman óhreink- aði illa fótabúnað sinn, þegar gras- rótin brast undan fótum hennar og hún sökk ískyggilega djúpt í vilpuna, sem undir bjó. Við rökuðum forblauta ljána í rast- ' ir og söxuðum, bárum síðan föngin út í jaðrana. Þetta var erfitt verk og sóðalegt, því að sundið var blautt og heyið einnig, og allt löðraði af leir. Um miðjan dag færði bóndinn okk- ur kaffi. Kom liann með það á flösk- um geysimörgum, sem hann reiddi undir sér í poka. Settumst við þá að kaffisumbli í holtinu, og var glatt á lijalla. En ekki var til setunnar boðið, og skömmu seinna voru allir komnir til vinnu sinnar. Var unnið af kappi lram í rökkurbyrjun, og stóðst það á endum, að þá liöfðu sláttumennirnir lokið við allt, sem slægt gat talizt, og við rakstrarfólkið rökuðum upp. Ár- angur dagsins virtist í fljótu bragði mikill, en sá \ ar þó galli á gjöf Njarð- ar, að eftir var að koma lieyinu lieini í kot einyrkjans, og það var mikið verk og erlitt, því að ekki yrði það ílutt öðruvísi en á klakk, að sið for- feðra vorra, slíkur var vegurinn um hálsinn. — En það er önnur saga. Að loknu verki fórum við að ná liestum okkar og búast af stað heim- leiðis. Kvaddist nú fólkið, og liélt hver til síns lieima. Við bræðurnir vorum mun lengur á heimleiðinni en á engjarnar uni morguninn, enda var komið myrkur og vegurinn ógreiðfær. Ferðin gekk þó slysalaust, og náðum við lieini lieilu og höldnu. Við vorum þreyttir eftir erfiðan dag, en glaðir þó og ánægðir yfir góðu dagsverki. — Engin gleði er sannari þeirri, sem vel unnið verk veitir. Sá, sem þekkir ekki þá gleði, veit ekki, hvers virði lífið er. Ö. Z. BRIDGE Þann 27. f. m. fór fram tvímennings- keppni í Bridge í skólanum. Þátttaka var all sæmileg eða tólf pör. Efstir í þessari keppni urðu: Vilhjálmur Þórhallsson og Rafn Hjaltalín með 74 stig. Sverrir Georgsson og Lárus Jónsson með 68i/o stig. Kjartan Ólafsson og Jón Guðjóns- son með 65 stig. Ottó Jónsson og Jón Árni Jónsson með 6014 stig. Björn Arason og Björn Halldórsson með 5614 stig.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.