Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1952, Blaðsíða 15

Muninn - 01.12.1952, Blaðsíða 15
MUNINN 13 dálítið aftur úr. Líður nú svo, unz við komnm niður á brúnina, að ég liefi náð hinum. I'yrir neðan okkur ólgar Glerá, og er á henni einn staður, sem er greiðfær yfirferðar. Leggja nú félag- ar mínir af stað niður gilið, einn og einn. Loks erum við eftir uppi á brún- inni, Jón Halls og ég. Körpum við nú lengi um, livor okkar skuli leggja fyrr af stað niður, og verður úr, að hann skal fyrst. Eftir augnablik er Jón horfinn, og ég sé hann, eins <jg blátt strik, renna niður snarbratta hlíðina. Þetta er ægilegur hraði. Ég fyllist skelfingu, er ég sé, ltvað verða vill. bað síðasta, sem ég sé er, að Jón miss- ir stjórn á skíðum sínum, og er ég lít við aftur, sé ég, hvar Jón er að burðast hundblautur upp úr ískaldri Glerá. Hjartað berst ótt í brjósti mér. „A slíkt einnig fyrir mér að liggja?“ hugsa ég. ,,Nei, aldrei.“ Og með varkárni tek ég að leta mig niður brattann, skref fyrir skref. Það var að vísu varla skíðamannslegt, en því fór nú betur, að félagar niínir voru önnum kafnari kringum Jón en svo, að þeir væru að veita mínum klaufalegu limaburðum athygli. Ég kemst nú loks niður og fæ þær fréttir, að Glerá liafi gleypt eitt- hvað af skíðaútbúnaði Jóns. Er nú ekkert ráð vænna fyrir Jón, en að fara til skálans og þurrka spjarir sínar. Drattaðist hann nú heim á leið þungbúinn og aftursiginn, og lak úr honum bleytan. \'ið héldum nú áfram göngu okkar og tókum stefnuna á Skíðastaði. Atti þar að bíða Baldur Ingólfsson, inað- urinn, sem gárungarnir sögðu að hefði „Mountain Madness”. Og sá varð raunin á. Við Skíðastaði hafði Baldur hreiðrað um sig. Sat hann nú þarna og hvolfdi í sig nesti sínu. ,,/Etlar allur þessi hópur á S-s-s-úlur?“ sagði liann með svo fagurrödduðu þýzku essi, að ég nærri klökknaði. Og allir gáfu já- kt ætt svar. Er nú lagt af stað hina löngti leið að hinu langþráða marki, Súlum. Með jöfnum hraða í glaða sólskini og blíðu mjakast þessi einfalda röð áfram. Seg- ir nú lítið af för okkar, fyrr en hæsta hjallanum er náð. Er þá veður tekið að versna, og telur fararstjórinn ekki ráð að dvelja lengi uppi, ef við ættum að finna skíði okkar, en þau geymdum við neðar í hlíðinni. Er nú borðað nesti, og að því búnu haldið niður aftur. Var það ærið skringileg sjón að sjá þær aðfarir. Ymist \eltust menn. hlupu, hoppuðu og skoppuðu á allan mögulegan hátt. Loks náðum við til skíða okkar, og voru þau nti spennt á. Leið nú ekki á löngu, J>ar til hríðin var svo dimin, að eigi sá handaskil. Varð ]n í liver að reyna að rekja slóð Jjess, er á undan fór. Var svo stanzað öðru hverju til þess að taka manntal. Loks kom svo, að einn vantaði. Var það Haukur Melax. \Tar Jrá að vörmu spori settur á laggirnar leitarflokkur. Var þar foringinn Baldur. En flokk- urinn \ar \ arla kominn af stað, þegar mannvera sást koma út úr hríðinni. Þóttust menn þar kenna Hauk. Var nú haldið áfram um stund, fór ég næst á eltir Baldri, og dró hvorki sundur með okkur né saman. Allt í einu sé ég, að Baldur stöðvar sig, og í sama mund rekur hann upp org. Með snarræði vind ég mér út úr slóðinni með Jaeim afleiðingum, að ég stingst á höfuðið niður í gjótu, og lá mér um stund við andhlaupi. En brátt bráði þó af mér, og tók ég þá að grennslast um, hvað gengið hafði að Baldri. Komst ég að því, að snjór hafði setzt á gleraugu lians og blindað hann. Brátt varð ég viðskila við hópinn, en heyrði þó við og við hró og köll félag- anna, og skildist mér á þeim, að fylk- ingin hefði riðlazt. Allt í einu heyri ég hljóð utan úr dimmunni, sem mér þykir kunnugt. Auðvitað höfðu heima- menn orðið smeykir, er liríðin skall á. Höfðu Jreir nú tekið Útgarðshornið, en Jjað er horn, sem notað er til þess að gefa til kynna matar- og kaffitíma, og tekið að þeyta Jwð af öllum mætti. Ég gekk nú á hljóðið og náði brátt t~-- — M U N I N N Útgefandi: Málfundafélagið „Huginn". Ritstjórn: Arni Kristjánsson, Asdis Jóhannsdóttir, Jón Cuðjónsson. Prentstjórn: Jón Hallsson, Ólafur Einarsson, Sigurpáll Vilhjálmsson. Prentverk Odds Bjömssonar h.f. skálanum, og voru J>á félagar mínir fyrir nokkru komnir heim. Hlógu heimamenn að ásjónu minni, og skal mig ekki undra, J»\ í sjálfur varð ég hálfsmeykur, J»egar einhvcr góðgjarn náungi rétti mér spegil og bað mig að líta í hann. Var ég orðinn þreyttur af göngu, og héngu í hári mínu snjó- flygsur. Svo yfirbugaður var ég af Jjreytu, að ég gekk brátt til náða, enda var farið að lnima. Svaf ég í einum dúr til morguns. Er ég var vaknaður um morguninn, gekk ég út á hlað ásamt nokkrum heimamönnum og sýndi |»eim J»rek- virkið, leiðina, sem ég (ásamt félögum mínum) hafði farið daginn áður. Gat ég J»á ekki að því gert að taka orð skáldsins í munn mér og sagði: „Sjáið tindinn! Þarna fór ég. Ejöllunum ungur eiða sór ég, enda gat ei farið hjá því, að ég kæmist upp á tindinn. Leiðin er að vísu varla vogandi, nema hraustum taugum, en mér fannst bara bezt að fara beint af augum.“ Skiðagarpur. £ ? $ £ I I & £ í £ „EGYPTINN“ ;kemmtilegur. er s GlecY ? il'. 1 f ileg jol, nemenclur. <■ <? -5- f ? i\'- t 1 I * é uuixryi'UALnu vjLJtjj i».iwi\i\aawiNnif l | 1 £ £ BOKAFORLAG ODDS BJORNSSONAR

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.