Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 13

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 13
HERRANOTT A AKUREYRI Alltaf gleður Jsað norðlenzkt hjarta, þegar góðir gestir koma sunnan yiir fjöllin til að vökva menningargarðinn við Pollinn. Og að þessu sinni hefur M. A. gilda ástæðu tii að þakka fyrir sig, því að mér hefur skilizt, að leikför Hen'anætur M. R. til Akureyrar á dögunum hafi verið óslitin sigurganga og öllum til ánægju. Og Jaað er gott til Jress að hugsa, að fyrsta leikför M. R. til Akur- eyrar tókst svo vel, ekki sízt af því að búið var að slá hópnurn varnagla, áður en upp var lagt: Akureyringar væru dálítið seinir til að brosa. En á frumsýningu fengu þau að eigin sögn „gott hús,“ og ég vænti þess, að svo hafi einnig verið um hinar sýning- arnar tvær. Viðfangsefni Herranætur á þessu herrans ári var brezkættaður garnan- leikur eftir Benn W. Levy, sem sótt hefur efnið í hinn auðuga goðsagnaheim Grikkja, en þangað virðist sífellt mega leita til fanga, þótt annað forgangi. Vitanlega lrefur höf- undur svo lagað ,,temað“ í hendi sér að eig- in geðþótta. Mér fannst þetta bráðskemmti- legur leikur, og bar margt til. í vitund margra, sem misjafnlega vel hafa lesið sín klassísku fræði, er goðaheimur Grikkja og Rómverja og heimsglorían við suðlægar strendur óhugnanlega steinrunnin, köld og dauð. En svo gerðist það í leikhúsinu eitt vetrarkvöld, að ungir og áhugasamir menntaskólanemar, fullir af lífsfjöri og leikgleði, sýndu okkur þessa veröld í nýju ljósi svo skemmtilega og eftirminnilega, að virðulegir borgarar veltust um af hlátri í sætum sínum. Glensið hafði yfirhöndina, en ósviknar sannleiksörvar flugu þó við og við út í salinn, eins og vera ber. Hlutföllin milli Joess eilífa og stundlega voru hin ákjósanlegustu. Köld og hrein tign hins óbrotgjarna marmara ríkti á sviðinu til beggja handa í rnynd Jieirra Seils og Heru. En aftur á rnóti gat enginn varizt brosi, þegar Jjessi goðkynjuðu hjónakorn fóru að kíta um sambúðina eða létu til sín taka á vettvangi dagsins. Já, svipbrigði Seifs voru ákaflega mannleg, og man ég það ekki rétt, að Hera fengi glóðarauga? Annars var aldrei ætiun mín að gerast leikdómari, — aðeins að þakka komuna. Þess vegna læt ég nægja að minna á, hve leiknreðferðin var heilsteypt og jöfn og vandfundnir „dauðir punktar." Þeir félagar Herakles og Þesevs stóðu sig með prýði í erfiðum hlutverkum, báðir ófullkomleikanum liáðir, en bættu hvor annan upp, eins og vina er vandi. Hinar hugprúðu Skjaldmeyjar gerðu hlut kvenlegs yndisþokka mikinn og góðan, en geisuðu ótæpilega, þegar í harðbakkann sló. Má því að lokum segja, að allir, sem að þessari leiksýningu stóðu, hafi lagzt á eitt til að gera hana eftirminnilega. Leik- skráin var stór og vönduð og ómetanleg til að kynna menn og málefni í stuttri heim- sókn. Og eins og góður maður sagði: Ekki sakar að geta þess, að þýðingin er verk nem- enda sjálfra, Tómasar Zoéga og Stefáns Benediktssonar. Hún er kjarngóð og nátt- úrumikil, — nánast af skagfirzkum toga. Ég orðlengi þetta ekki frekar. En ef ein- hverjum úr M. R. skyldi berast Muninn í hendur, er rétt að taka Jretta fram: M. A. þakkar ykkur af heilum hug þessi nem- endaskipti og þessa leikför. Við þökkum ykkur hlý orð um M. A. og ánægjuleg kynni. Og þó að undirritaður verði ekki til þess að segja um það síðasta orðið, þykir mér ótrúlegt, að kollegar ykkar fyrir norð- an spilli fyrir því, að þið komið í aðra heim- sókn með Herranótt. Ég býst við, að ykkur hafi þótt bæjarblöðin okkar fáorð um fyr- irtækið. En þennan pistil birtum við í góðri trú. Þið vitið þá, að einhver hefur brosað. Með Jrökk fyrir komuna. Hjörtur Pálsson. M U N I N N 65

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.