Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1961, Side 15

Muninn - 01.03.1961, Side 15
HIN RIKA ÞJOÐ í glæstum sölum situr þjóð með sællegt holdafar. Og fæðu nóga og fötin góð, þú finnur ætíð þar, vínið dýrt og vindlingsglóð og veizlur dýrlegar. FAGRA MÆR f ljósrauðu stefi hins litríka mána er líf þitt, sem töfraglit, og langt úti í geimnum við lognskyggða ána ljær golan því draumsins þyt. I lárviðarkórónu ljóðrænnar nætur er líf þitt sem demant skær, og ástfanginn blærinn því unað lætur og óm, sem er hreinn og tær. Minn draumur er andvarp, sem dauðvona líður eða dunar sem úfinn sær. Mitt hjarta að eilífu er borg, sem bíður, bíður þín fagra mær. Og lífið þar er ljúft og sælt og laust við hörmungar. Við siðferðið er dólað dælt og drepnir tittlingar. í danshúsunum öli er ælt og allt til skemmtunar. En þó er fólksins saga sú það sorg í hjarta bar, en blóð og sviti, bjargföst trú því byggðu hallirnar. En börnin sorgir bergja nú af bikar auðlegðar! Þ. Geirsson. Þ. Geirsson. MUNINN 67

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.