Muninn - 01.03.1961, Page 16
BJORGVIN GUÐMUNDSSON
IN MEMORIAM
Björgvin Guðmundsson tónskáld og fyrr-
um söngkennari við M. A. lézt þann 4. jan.
sl. Fjölmenn og virðuleg útför hans var
gerð frá Akureyrarkirkju 18. janúar. Um
morguninn fór fram minningarathöfn ,,á
Sal“. Skólakórinn söng lög eftir Björgvin,
og Þórarinn Björnsson skólameistari flutti
minningarræðu, og mælti hann m. a. á
þessa leið:
„ ... Það er auðkenni þeirra, sem eitthvað
hafa til brunns að bera, að þeir þola það, að
um þá sé sagt satt, að taldir séu bæði kostir
þeirra og gallar. Og Björgvin þolir slíkt
vel, enda var hann sjálfur manna hrein-
skilnastur. Ég mun því segja, að kennsla
hafi ekki látið Björgvin vel. Meðal annars
var hans heita og viðkvæma listamannslund
of ör og ekki nógu þolinmóð. Söngkennsla
mun og flestri kennslu erfiðari, að minnsta
kosti eins og henni befir verið hagað hér.
Kennarinn hefir ekki við að styðjast aðhald
neinna einkunna, og nemendur auk þess
ýmsir lítt skynbærir á svo sérstæða grein
sem tónlist. Hér við bættist, að Björgvin
hafði sjálfur lítið sótt skóla og hafði ekki
á þeim neina oftrú, svo að vægt sé orðað, og
mun hafa talið hverjum manni hollast að
bjargast sem mest sjálfum, eins og hann
hafði sjálfur orðið að reyna. Ég hygg því,
að hann hafi skort trúna á það, að tón-
fræðsla í venjulegum kennslustundum, eins
og þeim var háttað, væri til mikillar nyt-
semdar. En hins er bæði ljúft og skylt að
geta, að þeir, sem söng unnu og voru í
skólakórnum hjá Björgvin, munu minnast
margra sælla og glaðra stunda frá samvist-
um við Björgvin og senda nú áreiðanlega
hlýjar kveðjur og þakkir, þegar hann er
borinn til hinztu hvíldar.
. . . Það er hlutverk listamanna, ef þeir
eiga það nafn skilið, að skapa varanleg and-
leg verðmæti. sem leggist í sameiginlegan
menningarsjóð þjóðarinnar, þar sem þjóðin
á eins konar gulltryggingu fyrir því bezta
í sjálfri sér. Því miður skortir mig öll skil-
yrði til þess að dæma verk Björgvins af
kunnáttu, en það er hugboð mitt, að Björg-
vin hafi verið einn þeirra gæfumanna, sem
auðnast að auðga þennan dýrasta sjóð þjóð-
arinnar. Þess vegna mun þjóðin geyma nafn
Björgvins í þakklátri minning.
Auk tónsmíða fékkst Björgvin allntikið
við ritstörf. Hann hefir skrifað minningar
sínar, og er fyrra bindi, mikil bók, þegar
komin út fyrir nokkrum árum, en hið síð-
ara enn óprentað. Leikrit samdi hann,
Skrúðsbóndann, og oft kornu greinar eftir
liann í dagblöðum, bæði um tónlist og ann-
að. Var Björgvin ritfær vel og mun hafa
verið létt um að skrifa, enda var honum oft
mikið niðri fyrir. Átti hann gnótt kjarnmik-
illa orða og óvæntra samlíkinga. Datt mér
aldrei annað í hug en lesa það, sem Björg-
vin skrifaði. Af því stóð hressandi gustur,
þó að sumar fullyrðingar gætu orkað tví-
mælis.
„Stíllinn, það er maðurinn", segja Frakk-
ar. Ætla ég, að það hafi sannazt á Björgvin.
Skrif hans voru eins og tal hans og eins og
maðurinn sjálfur. Hann var allra manna
hreinskilnastur og talaði aldrei neina tæpi-
tungu. Hann var litríkur maður og sérstæð-
ur persónuleiki, sem fór ódeigur sína slóð
og lét aldrei ánetjast af múgsefjun tímans,
enda var honum fátt rneiri hneykslunar-
hella en einmitt sá nútímadraugur. Munu
ýmsum finnast götur Akureyrar tómlegri
eftir, þegar þess er ekki lengur von að mæta
Björgvin á förnum vegi og heyra óvenju-
lega orðræðu hans. Úr afli hans gátu hrokk-
ið ýmsir neistar. Björgvin þótti margt mið-
ur fara í menningu nútímans, og var hann
ekki myrkur í máli um slík efni. Kvað hann
upp harða dóma og hlífði engum, hvorki
6S m u N I N N