Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.03.1961, Qupperneq 17

Muninn - 01.03.1961, Qupperneq 17
háum né lágum, og sást þá stundum lítt fyrir. En mitt í þrumuveðrinu brá oftast fyrir glampa gamansemi og góðsemi, líkt og tákni þess, að að baki allra skýja vaki kærleikans eilífa sól, og þökk sé Björgvin fyrir þau sólbros. Þau hafa átt sinn þátt í því á undanförnum árum að lýsa og hýrga þennan norðlæga stað . . . .“ Við ber, að okknr mönnum hlotnast þær gjafir, sem ekki verða metnar til þeirra verðmæta, er mynda uppistöðuna í hvers- dagsskoðun okkar, ekki launaðar með öðru en því jafnvirði sínu, sem okkur er ókleift að inna af höndum. Andspænis þess konar gjöfum stöndum við höggdofa, um hugina fer óljós grunur þess, að við höfum skynjað leiftur þeirra veralda, sem okkur muni seint auðnast að líta augum. En jafnframt verð- um við þess vör, að gjafirnar hafa veitt okk- ur byr undir vængi, borið okkur ofar, á vit umræddum veröldum. Við drúpum höfði í orðlausri þökk, —betri menn en fyrr. Þann 4. janúar síðastliðinn andaðist Björgvin Guðmundsson tónskáld í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hefði hann orðið sjötugur á þessu ári, fæddur 26. apríl 1891 að Rjúpnafelli í Vopnafirði. Ekki er ætlunin að rekja hér í löngu máli æviatriði Björgvins, en þeim hefur hann gert góð skil í Minningum sínum. Björgvin ólst upp í Vopnafirði til tvítugs- aldurs, en fór þá utan ásamt fjölskyldu sinni og settist að í íslendingabyggðum vestan hafs. Mun tónlistarhneigð hans hafa ráðið mestu um þá breytni, en honum mun hafa verið ljóst, að lítill yrði frami hans á því sviði, ef hann ekki hleypti heimdrag- anum. Vestra dvaldist Björgvin óslitið til ársins 1926. Kvæntist hann þar árið 1923 Hólm- fríði Frímann, sem ættuð er úr Keldu- hverfi, en fædd í Vesturheimi. Á þessum ár- um samdi Björgvin óratóríurnar „Streng- leikar" og „Friður á jörðu“ við ljóð Guð- mundar Guðmundssonar auk helgikantöt- unnar „Adveniat regnum tuum“, er hann að áeggjan séra Rögnvaldar Pétnrssonar samdi við Biblíutexta og tileinkaði kirkju- félagi Unitara, en það átti aldarafmæli árið 1925. Kantatan var flutt í Winnipeg að hausti þess árs, og urðu þeir tónleikar til þess, að íslendingar vestra bundust samtök- um um að styrkja Björgvin til tónfræði- náms í London. Dvaldi hann síðan þar í borg um tveggja ára skeið og stundaði nám við Royal College of Music. Þangað sendi Stephan G. Stephansson honum Þiðranda- kviðu sína, en við hana samdi Björgvin síð- ar óratóríuna „Örlagagátan", sem er >eitt hans mestn verka. Síðasta stórverk sitt samdi Björgvin, er hann var kominn til Winnipeg á ný árið 1929. Var það kantatan „íslands þúsund ár“ við Alþingishátíðarljóð Davíðs Stefánssonar. Um þessar mundir var Björgvin boðin söngkennarastaða við Menntaskólann á Ak- ureyri svo og við barnaskóla staðarins. Tók hann því boði og fluttist alfarinn heirn til íslands haustið 1931. Var hann síðan söng- kennari við Menntaskólann allt til ársins 1957, er hann lét af störfum sökum van- heilsu. Á Akureyri samdi Björgvin og gaf út fjölda sönglaga og smærri verka, og þar stofnaði hann Kantötukór Akureyrar, er frumflutti mörg verk hans. Ennfremur tók hann nú að leggja stund á skriftir og samdi meðal annars leikritið Skrúðsbóndann af austfirzkri þjóðsögu og æviminningar sínar, M U N I N N 69

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.