Muninn - 01.03.1961, Side 23
LAUSAVISNAÞATTUR
Enn hefur Lausavísnaþátt. Bar svo við
snemma á þorranum, að Muninn bauð
nokkrum vísnasmiðum til kaffidrykkju á
vertshúsi, og skulurn vér nú lutga að upp-
skerunni. Einn upphóf raust sína svolát-
andi:
Sá, sem einn á breiðu baki
borið getur ábyrgð þunga,
má ei æðrast, þó að þjaki
jnotlaus rógur, meinskæð tunga.
Og hélt áfram:
Þú varst reykur, þú varst lygi,
þú varst blekking tóm,
há og brött sem himnastigi,
hrund með karlmannsróm.
Þorsteinn sneri sér að Rögnvaldi:
Aður fyrr ég orti ljóð
undir fornum hætti.
Og hann svaraði:
Þorsteinn eltir fíngerð fljóð
með fumi og handaslætti.
Þar komst eldur í púðrið, og Þorsteinn
svaraði:
Kátlegan á kvæðahryssu
keikan Rögnvald ber.
Fretar níði úr fólskubyssu
og fælir undan sér.
Björn Teitsson gerist vífinn:
Vér skulum tæpast ætla oss
æðri hlut né meiri,
en að þiggja kvenmannskoss
og kannski atlot fleiri.
Hirti þótti fáir mættir:
Þá skal beita þungu straffi,
þegar færi gefst,
sem ekki þiggja þrælsterkt kaffi,
þegar vakan hefst.
Mælti þá einhver til hans:
Renna ofan í ritstjórann
regin firn af kaffi.
Fleira drukkið hefur hann,
sem hefst á vaffi.
Skjótt skipast veður í lofti, og hreppa-
pólitíkin lét ekki á sér standa; Óttar segir:
Sé ég nú að sverfur að
Suður-Þingeyingum.
Björn svarar:
Nýtist illa nýlegt tað
frá Norður-Þingeyingum.
En Þorsteinn' vildi hafa botninn svona:
En engum hefur auðnazt það
að ógna Reykvíkingum.
Þessu svaraði Óttar:
Þið skuluð ekki gera grín
að góðum Þingeyingum.
Lítt á okkur lastið hrín
né leir úr Reykvíkingum.
Björn yrkir:
Ilia lýðinn leikur hríð,
land er víða þakið fönn.
Fær mér kvíða fárleg tíð,
fiskistríð og hagabönn.
Óttar sendi nú Hirti tóninn:
Hjörtur metur sjálfan sig
sýnu meir en hina.
M U N I N N 75