Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 8

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 8
Fornar dyggbir (Auld lang syne) Fornar dyggðir fyrnast ei — nú freyðir vin um borð. — Fornar dyggðir fyrnast, ei, né fyrstu tryggðaorð. Þœr öldnu veigar ylja sál, sem á slíkt minja-gull. Nú dreypum við á döggum þeim og drekkum tryggða-full. Við gengum fyrr um grœna hlið og gáðum út á mar. En sólin kvaddi Ijósan lund og leiti á milli bar. Við deildum áður gleði og glaum, og gáfum hjarta og mund. Og þó var eins og alla skorti orð á kveðju-stund. Við lögðu-m uþp i leitir fyrr þó léttan hefðum mal. En vegir skiptust, — eftir er ég einn á Langadal. Þó feli skýin sumarsól og syrti að um stund, með hjartað fullt af gleði og grát ég geng á vinafund. Þœr öldnu veigar ylja sál, sem á slikt minja-gull. Nú dreypum við á döggum þeim og drekkum tryggða-full. Karl ísfeld þýddi. Muninn, 3. tbl. 5. árg. Kvæðið er hér tekið upp eins og það birtist síðar í kvæðabók Karls „Svartar morgun- frúr“. jVluninn flýgur Flýgur hrafninn, fróðleik safnar, fer um kveld að heimaeldi, ber oss Ijóð úr lýðasjóði, er loga bjarta kveikja í hjarta. Draumaveldis dýrðareldur dreifir birtu i hugarsorta. Andans gull, sem aldrei sþillist, okkur fœri Muninn kceri. Svifðu hátt, til himinsáttar, hafðu langa dagsáfa?iga! Þú skalt kynda eld i anda, efla dug og þrek i huga! Fœrðu okkur allt, sem stœkkar andans sjóði, Muninn góði! Heillavœttir ásaættar, okkar blaði fylgi úr lilaði! Óskar Magnússon frá Tungunesi. Muninn. 1. tbl. 3. árg. 8 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.