Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 37

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 37
ílát nokkurt, er var við hlið líkneskisins og líktist skaftpotti að lögun. Síðan dró hann hendina varlega upp úr pottinum, og var sem hann hefði innibyrgt eitthvað í lófa sínurn, því næst slæmdi hann hendinni eld- snöggt yfir höfuð og háls krjúpandi stúlk- unnar og lét innihald lófans renna niður og öskraði um leið: „RECEPTIO!“, og tóku þá hinir prestarnir að góla með áðurlýstum hætti og hættu ekki fyrr en æðsti prestur- inn öskraði: „M. A.!“ samtímis og hann sleppti rennvotri stúlkunni. Nú var hún ekki lengur busi að dómi efribekkinga, þessi frumstæða athöfn hafði hamflett hana. Nú var hver businn eftir annan vígður á alveg sama hátt, að undantekinni smá at- hugun á gáfnafari sumra, er prófað var með spurningum, og fengust sjaldan rétt svör, en það vakti mikla kátínu meðal áhorfenda, sem orðnir voru svo „uppstrílaðir“ af spenningi, að líkast var sem þeir væru að horfa á nautaat. Þeir nöguðu á sér neglurn- ar, klifruðu upp á borð og stóla og jafnvel hlógu. Mjög var nú gengið á lið busanna, fáir óvígðir eftir. Vígsluprestarnir voru búnir að missa sinn drungalega helgisvip, og hrökk jafnvel út úr þeim stöku fimm-aura brandari annað slagið, sem allir hlógu að, nema busarnir. „Hvað er það, sem er rautt og gengur upp og niður?“ spurði einn af prestunum þann er vígja skyldi. „Ha?“ sagði businn. „Rautt, upp og niður, ha?“ „Tómatar í lyftu, tómat- ar í lyftu“, hvísluðu hinir busarnir til að bjarga félaga sínum frá ævarandi skömm. „Já,“ sagði businn. „Auðvitað eru það tómatar í lyftu, ha?“ „Hreinræktaður þvættingur," sagði æðsti presturinn. „Það er tunga í lafmóðum hundi, drengur.“ „Já, auðvitað," sagði businn og skamm- aðist sín auðsýnilega fyrir vankunnáttu sína. Síðan var hann vatni ausinn. Síðasti businn gekk nú fram og sagði til nafns síns, og eftir að hafa gatað á gáfna- prófinu, var hann vatni ausinn. Og nú fyrirfinnast engir busar í M. A. G. S. - Muninn 1927-37 Framhald af bls. 7. Muninn m. a. skemmtunum í Latínuskólan- um gamla. Þar var haldin árlega mikil há- tíð á afmælisdegi Kristjáns 9. Danakonungs, og mættu til hófsins landshöfðingi og amt- maður, prýddir heiðursmerkjum, og biskup hempuklæddur. Þóttu þessar skemmtanir hinar virðulegustu. Nú verður breyting á stjórnartilhögun blaðsins. Ábyrg ritstjórn situr í stað rit- stjóra. Stjórnina skipuðu: Halldór Halldórsson, kennari, Friðfinnur Olafsson, Kári Sigurðs- son, Sigurður Sigurðsson, Örlygur Sigurðs- son. Blaðið er fjölritað næstu tvö árin og ber sterkan svip Örlygs. Hann dregur þar upp hverja myndina annarri spélegri af lærifeðr- um og nemendum, og eru myndir hans um skeið drjúgur helmingur blaðsins. I heild er efnið létt og skemmtilegt og alvörumál látin sitja á hakanum. Læt ég svo lokið að segja frá bernsku Munins. Alda Möller. STÖKUR Ung ég vildi verða fræg af vísum snjöllum yrkja sæg. Át svo það, sem Óðinn skeit. Afleiðingin. . . .? Stutt og feit. Sprundum eftir fýsnir fann, fráleitt heima situr. Fundum- heitum -ástar ann ekki reynist vitur. Z MUNINN 37

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.