Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 15

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 15
voru svo lánsamir að segulmagnast af honum. Við brjóstmynd hans á Sal, sem meistarinn Asmundur Sveinsson hefir gert, verður mér hughvarf, þar er leit minni að fortiðinni lokið og allt fundið, fortíð og nútið eitt. Þar dvelst mér, „unz sérhver sorg öðlast vœngi og sérhver gleði fœr mál!“ Við göngum upþ á Suðurvistaloft. „Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar", nú sta^ida allar dyr opnar inn i fortíðina. Við veijum dyrnar á Putalandi þar sem við Jörundur vinur minn Oddsson bjuggum sama^i siðasta skólavetur- inn okltar. Þar er uppi hálfteflt tafl ems og í kvikmynd eftir Ingemar Berg- ma7in. Við segjum ekki orð en setjumst við borðið. Þetta tafl bíður okkar,, hrifur okkur með sér eins og vald örlaganna, við verðum að leika og Ijúka, þvi. Kannski hófst það fyrir rnörgum áratugum. Kannski er okkur sjálfum leikið. EÁtt er vist og undarlegt: Þegar við komum aftur út í sólskinið og 7iútíð- ina höfum við gleymt því hvor vann. Það liafði heldur aldrei skipt máli hvor ynni. Þetta tafl krafðist þess ehis að verða teflt lil enda. Eins og við værum krafðir lausnargjalds. III. Góðir lese7idur! Þegar ritstjórn Munins fór þess á leit við mig, i tilef7ii fjörutíu ára afmœlis blaðsins okkar að ég se7idi linu, valdi ég þessa „stemn- ingu“ af tveimur ástæðum: í fyrsta lagi veg7ia þess að hún er bundin því sem tengir okkur, sem séi skólanum sjálfum. í öðru lagi veg7ia þess að það kynni að vera forvitnilegt fyrir ungl fólk, sem gefur sig hugfangið framtíðinni á vald, að finna eilítinn forsmekk þess sem verða vill þegar líður á ævina. Þá orkar fortiðin stundum ámóta sterkt á hugann og framtíðin gerði áður, ekki sízt endurminningar skóla- og æskuáranna. Eins og nú standa sakir leitið þið framtíðarinnar einnar sem vera ber. En þegar þið gangið um gamla skólahúsið okkar eftir aldarfjórðung, eða svo, munuð þið vafalaust leila löngu liðinnar fortíðar. Þá verða nýjar myndir komnar á veggina á Sal, ný kynslóð í skólann. Þannig teflir timinn sitt ta.fl. Emil Björnsson. MUNINN 15

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.