Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 23

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 23
Annáll skóla er mjög góður, skrifaður af Jóni Hlöðver Áskelssyni. Vísukorn eitt, skemmtilega vitlaust, birtist í einu blaðinu. Það er eftir íón og heitir „Um reykingar í skólanum". Hestamennska er mikið stunduð í hreppum austur sbr. vísuna Haltur ríður hrossi, sem er ort þar. Hef ég svo ekki meira að segja um fjársvik. Ritstjórinn, Friðrik Guðni, skrifar ekki mikið í blaðið sjálfur, en fyrir bragðið bregður blaðið e. t. v. upp sannari mynd af andlegu ástandi menntaskólanema, heldur en þegar einn maður setur mestan svip á blaðið. Heldur er daufara yfir blaðinu næsta vet- ur, þ. e. a. s. létt efni mjög af skornum skammti. Það, sem helzt sker sig úr, eru skrif ritstjórans, Páls Skúlasonar, sem fjalla mikið um heimspekileg efni, hleypidóma- laus og hógværðin sjálf holdi klædd, en engu að síður er víða rnikið sagt og vel. Auk leiðara hans má nefna þýðingu á bókar- kafla eftir Camus. Gunnar Stefánsson gerir og margt vel, og má þar nefna grein hans, „Hvers mega sín orð ljóðsins", þar sem hann ræðir framtíð íslenzkrar ljóðlistar. Gunnar á einnig nokkur ljóð í blaðinu. í öðru tölublaði birtist fræðileg grein um vinnslu áls, og fylgja skýringarmyndir auk mikils fjölda efnajafna, og er það í eina skiptið, sem ég veit til, að hreinar fræði- legar greinar birtist í blaðinu. Auk jressa má nefna grein Jóhannesar Vigfússonar um ríkjandi stefnur í tónlist og „Tregðulcigmál andans“, viðtal við Þóri Sigurðsson. Ég hef hér að framan rætt nokkuð um blaðið út frá ritstjórunum, Jtví að mér hef- ur virzt, að yfirbragð blaðsins fari mjög eftir þeim. Sú er alveg sérstaklega raunin með Gunnar Stefánsson. Hann setur lang- mestan svip á blaðið með ljóðum sínum, greinum og leiðurum, en leiðarar Gunnars eru þeir lengstu, sem ég hef séð í Munin, spanna alls 14 blaðsíður. Gunnar kemur víða við, og bera leiðararnir svo og önnur skrif hans því vitni, að hann er mjög fær maður í meðferð íslenzks máls. Ekki er á mínu færi að kveða upp neinn dóm um ljóð Gunnars. Þau eru nokkuð sérkennileg og með Jrjóðlegum blæ, Jrví að Gunnar stuðlar oftast ljóð sín. Sama sagan er varðandi |)ennan árgang og marga aðra, að létt efni fyrirfinnst varla. Lausavísnaþættir eru að vísu með fjörugra móti og hagyrðingar góðir, t. d. Ragnar Aðalsteinsson og Hjálmar Freysteinsson. Af öðrum, sem eiga efni í blaðinu má nefna íón (Jón Björnsson), sem um Jressar mundir var einn snjallasti skriffinnur skól- ans, en ritaði einkanlega í Gambra. Þá er komið að 39. árgangi, }r. e. a. s. blaðinu í fyrra undir stjórn Jóseps Blöndal. Blaðið var með léttasta móti, en húmorinn var Jtó lielzt til gosalegur, og þótti mér hon- um um of beint gegn einstökum mönnum í skólanum, samanber Jráttinn „Skyggnzt um í skólalífi“. Kvæði voru Jrar nokkur af létt- ara taginu, t. d. kvæði Jóseps ritstjóra. En vönduð kvæði alvarlegs efnis birtust einnig, t. d. „Martin Bohrmann" eftir Gunnar Frí- mannsson og „Hafið“ eftir Ragnar Aðal- steinsson. Þá á Grettir Engilbertsson góð kvæði í blaðinu. Sömuleiðis hlaut Grettir 1. verðlaun í smásagnasamkeppni Munins, og birtist verðlaunasagan „Spámaður al- mættisins“ í öðru tölublaði. Grettir þýddi einnig smásöguna „Síðastur heim“ eftir Tarjei Vesaas, og Eyjólfur Friðgeirsson sög- una „I dag er föstudagur" eftir Hemingway. Viðtöl eru nokkur og hvert öðru betra. Annállinn er ágætur, ritaður af Gunnari Frímannssyni. Loks má geta minningar- greinar um Rúnu í Barði, sem Þórarinn Björnsson skólameistari skrifar, hlýleg og falleg grein eins og vænta mátti. Jón Kristjánsson. MUNINN 23

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.