Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 35

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 35
HAUSTKOMA Ég dunda við að festa skrúfu með nögl hægri þumalfingurs í glugga fjallabílsins. Það er orðið nær aldimmt. Allir virðast í bili ■uppgefnir á að syngja vísur dr. Sigurðar Þórarinssonar. Ég hætti að ólrnast í skrúf- unni, hugsa sem svo, að hver verði að hafa sína lausu skrúfu. Sæti mitt er við hiið bíl- stjórans. Þegar ég hreyfi fæturna, heyri ég notalegt sullhljóð, og í skini mælaborðsljós- anna sé ég strigaskóna mína rennandi blauta. Ég hafði hrasað á bakka silfurtærrar ör- æfalindar, sikömmu áður en haldið var heim á leið, og rekið fæturna ofan í. Þá var enn þá nokkurn veginn bjart, en sólin samt far- in að nálgast jörðina aftur. Ég dró fæturna snögglega upp á malarrönd meðfram gras- bakkanum, því að vatnið var ískalt. En ég sat áfram á bakkanum. Mér fannst sem ég sæi landið í kringum mig með öðrum aug- um en þeim, er ég horfði á fræga eldgíga og illþefjandi drullupytti fyrr um daginn. Ég tók eftir því, að gróðurinn, þar sem ég sat og hinum megin við lækinn, var tekinn að sölna talsvert. Haustið nálgaðist óðum, eða réttara sagt var komið. Nú mundu karlarn- ir fara að stinga puttunum ofan í vatnskassa bílanna sinna á morgnana, þegar þeir væru búnir að pissa upp við skúrinn, þeim megin, sem ráðskonuglugginn var ekki. Nú færi að styttast í veru stelpnanna á hótelinu, og fjörið dytti niður í benzínsöluskúrnum. Þar hafði Lína eytt meiri hlutanum af sumar- kaupinu sínu í kókosbollur og Egils appel- sín. Það var undarlegt, hvernig Lína gat alltaf verið jafn kát og hispurslaus. Hún lifði lífinu svipað og máríuerlan. Hún var á sífelldu iði og virtist aldrei hægja neitt á sér til þess að hugsa. Samt var hún ekkert þunnildi. Hún var a. m. k. vel að sér í hin- um nauðsynlegustu kvennagreinum, hún vissi alltaf, hvenær það var óhætt. Nei, httn mundi áreiðanlega ekki sitja neins staðar og hugsa með rennandi blauta fætur líkt og spói eða einhver annar vaðfugl. Ég var viss um, að henni væri sama um haust. Af hverju ekki annars sama urn haust? Var ekki öllum sama um haust? Alveg var mér sama. Fyrir mig táknaði haustkoma það, að nú tæki Menntaskólinn til starfa að nýju, og til þess var ég farinn að hlakka síðari hluta hvers sumars. Og heima fannst mér alltaf fallegast á haustin, gaman að smala, þegar lítið var af fé og hægt að virða fyrir sér gal- tóma jörðina, eins og nýhreinsaða eftir næturhéluna. En sumum er hálfilla við haustið og líkja því við elli og undanhalds- tímabil. Ég mundi, að það var stundum eins og hálfgerður glímuskjálfti í pabba á haust- in, áður en hann tækist á við hamhleypu- gang vetrarins. Kannske ég hafi farið ein- hvers á mis við að óttast ekki haustið og vet- urinn, vera ekki háður árstíðum. Eg hrekk upp úr hugrenningum mínum við að missa naglaklippur á gólfið, en ég hafði ósjálfrátt tekið þær úr vasanum og byrjað að herða skrúfuna í gluggakarmin- um. Þotmes III. Vel sagt Lífeðlisfrœði í 6. s. b. Friðrik Dan. spyr Steindór: „Hvernig stendur á jrví, að maður fer að hósta, þegar maður er að verka úr eyrun- um?“ íslenzka i 6. s. b. Gísli Jónsson (um jötnana og Þór): „Það er greinilega frarn komið, að jreir irriteruðu hann stórlega.“ muninn 35

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.