Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 42

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 42
/ íþróttastarfsemin í skólanum verður með svipuðu sniði í vetur og hina undanfarna vetur. Að venju var strax byrjað á skóla- mótinu í knattspyrnu. Búið er að leika fjóra leiki, en tveir eru eftir. Að þessum fjórum leikjum loknum hefur 6. b. hlotið 4 stig, 5. b. 2 stig, 4. b. 2 stig og 3. b. ekkert. Eftir eru leikir milli 6. b. og 5. b. og milli 4. b. og 3. b. Litlir möguleikar virðast nú vera á því að ljúka mótinu í haust. Verður þá að geyma þessa tvo leiki til vorsins, jregar snjóa leysir. Æiingar í körfubolta hófust strax af full- um krafti. Má það ]xikka því, að leikfimis- húsið var nú tilbúið til notkunar Jregar í haust. Búið er að halda eitt hraðmót, þar sem 3., 4. og 5. bekkur sendu sitt liðið hver, en 6. bekkur sendi þrjú. Vann x-lið 6. bekkjar eftir harða og tvísýna keppni. I ráði er að halda fleiri slík liraðmót, þegar tæki- iæri gefast. Það vildi svo heppilega til, að hægt var að fá Einar Bollason, ]djálfara hér á Akureyri, til þess að þjálfa skólaliðið hér tvisvar í viku. Má búast við að þetta geíi góðan árangur, þar sem mikill áhugi er fyr- ir hendi. Handboltinn er varla kominn af stað enn þá, þar sem stutt er síðan tímum var raðað niður í skemmuna. Að venju virðist vera mikill áhugi fyrir honum, og vel hefur ver- ið mætt á æfingar. Ætla má, að skólaliðið verði ekki jafn sterkt og í fyrra, en þó er aldrei að vita, hvað gerist, þegar áhuginn er fyrir hendi og vel er æft. Sundmót skólans var haldið laugardaginn 21. október. Vann 5. bekkur það með yfir- burðum. Þess ber þó að gæta, að tvo beztu sundmenn 6. bekkjar og einn tir 3. bekk vantaði, og setti þetta óneitanlega svip sinn á mótið. Skólinn virðist hafa á sterkri sund- sveit að skipa í ár. Flestir okkar fremstu sundmanna frá því í fyrra eru enn þá í skól- anum og margir efnilegir 3. bekkingar hafa bætzt við. Æfingar í blaki eru þegar liafnar af full- um krafti. Er í ráði að halda hraðmót fljót- lega, sem líklega verður búið, þegar þetta er lesið. Þessi skólaíþrótt okkar hefur alltaf átt miklum vinsældum að fagna, og er von- andi, að svo verði einnig í vetur. Haldið var frjálsíþróttamót í haust niður á Akureyrarvelli. Keppt var í langstökki, hástökki, kúluvarpi, spjótkasti, 100 m hlaupi og 1500 m hlaupi. Þátttaka var ekki nógu góð í flestum greinum, eins og oft vill brenna við. Þetta var stigakeppni, og sigr- aði 6. bekkur naumlega. I ráði er að halda innanhússmót hér í leikfimishúsinu innan skamms, og eru allir, sem áhuga hafa á inn- anhússgreinum, hvattir til þess að vera með. Hnitið er stöðugt að ryðja sér meira og meira til rúms hér í skóla. Eru nú fleiri hnittímar í leikfimishúsinu en nokkru sinni fyrr. Hraðmót í hniti verður lialdið strax og menn fara að komast í æfingu, sem verður vonandi fljótt. Skíðaiðkan byrjar ekkert að ráði fyrr en eftir áramót. Aðstaða skíðamanna verður nú stórum betri með tilkomu skíðalyftunn- ar, sem nýbúið er að reisa. Eins og sjá má, þá er mikið af mótum á döfinni. Undanfarin ár hafa þessi íþrótta- mót oft rekizt harkalega á við aðra félags- starfsemi. Þetta verður að reyna að fyrir- byggja með því, að félögin hafi samráð um starfsemi sína rneira heldur en áður hefur verið. Læt ég svo lokið þessu spjalli. 1. nóvember 1967. Tiyggvi Guðmundsson. 42 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.