Muninn - 01.01.1969, Síða 6
skapraunar. Hann lítur snúðugt á mönnnu
sína, og stendur síðan hægt á fætur. Hann
hefur verið fremur seinn á sér uppá síð-
kastið. En það er sjálfsagt bara þessi langa
innivera, hugsaði móðir hans. Drengurinn
hefur varla komið rit fyrir hússins dyr í
viku. Ef til vill lagaðist skapið örlítið við
að koma út undir bert loft. —
— Niður úr kjallaranum heyrðust ham-
arshögg. Einhver var að smíða. Kalli opnar
kjallaradyrnar uppá gátt, og kallar háum
rómi: „Konda sækja vatn Palli“. Ekkert
svar. Drengurinn kallar enn hærra, og end-
urtekur sömu orðin. Hamarshöggin halda
áfram. Þá er þolinmæði Kalla á þrotum, og
hann öskrar af öllum mætti: „P-a-l-l-i, ertu
heyrnarlaus“? Hamarshöggin hætta. Andlit
Palla birtist neðan úr kjallaranum: „Var
einhver að kalla“? „Það er mikið að þú
heyrir maður, ég er búinn að æpa á þig í
hálftíma. Við eigum að sækja vatn. Náðu
í fötuna um leið og þú gengur“. Ivalli var
orðinn æstur. Honum blöskraði heyrnar-
leysi bróður síns. Þeir voru nú komnir út
á hlað, og nú blasti sveitin við þeim. Hún
var nú bara skrambi falleg sveitin þeirra,
þegar það gat loksins stytt upp. Að horfa
niður á engjarnar, var eins og að horfa á
málverk, þar sem allt er kjurt. Túnin voru
á litinn eins og grænn ostur, og var ofur-
lítil dalalæða hér og þar. Annars var mynd-
in ákaflega skýr. —
— Grasið var ennþá vott eftir rigninguna,
og það myndaðist far eftir fótspor þeirra,
er þeir gengu niður túnið. Þeir báru fötuna
á milli sín. Hún sveiflaðist til í höndum
þeirra, svo að ískraði dulítið! Þetta var
gömul fata. —
— Nú voru þeir komnir niður á veginn,
sem lá niður að brunninum. Það hafði létzt
á drengjunum brúnin, og þeir voru komnir
í bezta skap. Meira að segja farnir að segja
hvor öðrum brandara. En það höfðu þeir
ekki gert lengi. Þeir höfðu ákaflega sér-
o o o
kennilegan luimor þessir litlu drengir.
„Imyndaðu þér prestinn í samfestingi
Smá-
sagnasamkeppnin
Skilafrestur í smásagnasamkeppni
Munins rann út 20. des. síðastliðinn.
Höfðu þá borizt alls 12 sögur all mis-
jafnar bæði að gæðum og frágangi.
Dómnefnd, skipuð Friðrik Þorvalds-
syni, kennara, Bárði Halldórssyni,
kennara og Sigurði Jakobssyni, þótti
engin saga verð fyrstu verðlauna, en
veittu sögu Þórgunnar Jónsdóttur 6.—
A. „Skuggi“ 2. verðlaun og sögu Jóns
Georgssonar 6.—X. „Gömul sagau 3.
verðlaun.
Óskum við hér með sigurvegurum
til hamingju.
Ritnefnd.
50 MUNINN