Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1969, Blaðsíða 13

Muninn - 01.01.1969, Blaðsíða 13
roppi ð niður eítir „Bezt að taka daginn snemma“, tautaði hann, smeygði sér í kyrtilinn og sveipaði um sig skikkjunni. Hann greiddi vandlega úr skegginu fyrir framan spegilinn og snyrti það af nákvæmni, nú var hann til- búinn. Hann gekk út úr herberginu, niður stigann, gegnum tóman salinn og út að hliðinu. Hann tók gulllykilinn af snagan- um, stakk honum í skrána og opnaði svo hliðið. Enginn var fyrir utan, það höfðu komið svo fáið upp á síðkastið, ,,ja ekki veit ég hvernig jietta endar allt saman. Ég verð líklega að fara sjálfur niður eftir og litast um, kannski mæti ég einhverjum á leiðinni". Hann kallaði inn í gættina: „Ég læt lyk- ilinn á snagann Pétur, og mundu svo eftir að láta snjóa svolítið í dag, helzt fyrripart- inn, það er svo dæmalaust langt síðan ég hef séð snjó. Ég býzt við að koma seint, svo það er bezt, að þú kveikir á stjörnun- um líka. Það er farið að skyggja svo snemma, enda kominn vetur“. Síðan skellti hann hliðinu í lás og tölti á leið niður eftir. Leiðin var löng og torsótt, svo að hann sá fram á að þetta dygði ekki, en flýtti sér að regnboga, sem hann sá álengdar, settist klofvega á hann og renndi sér svo niður. I fyrstu fór hann hægt, en svo stöðugt hrað- ar og hraðar, hraðar og hraðar. Hviss allt í einu sat hann á jörðinni hann hafði bara verið nokkuð fljótur. í fjarska sá hann borg, „ætli það sé ekki bezt að ég fari til borgarinnar“, hugsaði hann. Á leiðinni byrjaði að snjóa. „Já Pétur stendur fyrir sínu, honum er óhætt að treysta". í útjaðri borgarinnar sá hann konu, sem leiddi lítið barn sér við hlið. Hann brá yfir sig huliðs- hjálmi og færði sig svo nær þeim. „Nei, sjáðu snjóinn mamma“, sagði barnið. „Gaman, garnan, nú koma bráðum jól og þá fæ ég margar, margar gjafir, er það ekki mamma? Og þá kemur jólasveinninn með stóra pokann sinn“. „Mamma skal biðja jólasveininn að koma með stóran, stóran pakka handa þér“. Konan og barnið gengu framhjá. Maðurinn með skeggið, sem hafði rennt sér eftir regnboganum horfði á eftir þeim, svo tautaði hann í skeggið, „bezt að sjá eitthvað fleira“, og gekk svo af stað ei- lítið lotnari en áður. Það hélt stöðugt áfram að snjóa, skaflar voru farnir að myndast við húsin og börn- in tóku þessu með mikilli gleði. Þau ærsl- uðust og köstuðu snjó hvort í annað. Gamli gráskeggurinn að ofan brosti í kampinn og fylgdist ánægður með. Nokkrir strákar tóku sig til og fóru að kasta á vegfarendur, jafnt fólk og farar- tæki, og skennntu þeir sér konunglega, þegar kúlurnar smullu á bílunum, svo að bílstjórarnir hrukku við. Brúnin var farin að þyngjast á gráskegg, og einmitt þá köstuðu allir strákarnir á sama bílinn í einu, sem var að koma upp brekku þar hjá. Við stýrið sat miðaldra maður með dálítið yfirskegg og gullspang- argleraugu, hann ók þarna upp brekkuna og átti sér einskis ills von. Hann var að fara heim í hádegismatinn og hlakkaði til að færa syni sínum stóran aflangan pakka, sem innihélt flunnkuný skíði, keypt hjá honum Finni Hinrikssyni, strákurinn átti jú afmæli í dag. Bang, bang, bang, kúlurnar smullu allar í einu á bílnum og sumar lentu á fram- rúðunni. Ein af þessurn kúlum var með Framhald á blaðsíðu 68. MUNINN 57

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.