Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1969, Síða 17

Muninn - 01.01.1969, Síða 17
Ummi (snýr sér að Guðlaugi): Þú ert úr Reykjavík. Af hverju komstu hingað norð- ur? Germ: Ja, flugvélin fór nú hingað. Vandræðaleg þögn í nokkrar mínútur. Ummi svipast um og ber augum plötuum- slag utan af plötu með Jimí Hendrix. Æskir þess að platan sé sett á grammi- fóninn. Germ: Eigum við að tala um lokunar- tíma sölubúða? Aframhaldandi þögn. Skarl: He. Germ: Mér finnst Akureyringar allt öðru- vísi en annað fólk. Hafið þið tekið eftir hvað kallar á Akureyri tala mikið við kell- ingar á Akureyri. Ef kall sér kellingu á götu, fara þau strax að tala saman um sandinn og snjóinn og húsin og fólkið og stóru ritgerðina og málbein, Stebbi mál- bein. Heyrirðu það? Skarl: He. Germ (sýpur kaffi og býður brauð): Þetta sést bezt niðri á pósthúsi. Ef kall kemur inn með bréf og mætir kellingu sem er að fara út með bréf fara þau að tala saman. Ég held að þetta sé vegna þess að Akureyr- ingar vinna of mikið. Þeir eru allir, þessir gömlu, skorpnir og skakkir og bjagaðir af of mikilli vinnu. Er það ekki Stebbi? Skarl: He. Ummi sér blaðsnepil á gólfinu og tekur hann upp. RITGERÐAREFNI: 1. Hitnda- og kattamenning á Akureyri. 2. Bílskúramenning á Akureyri. 3. Kellingar á Akureyri. -f. Stúkan Andvari no. 176. 5. Friðrik Þorvaldsson og húsið lians. Germ: Skólabróðir Stebba skildi þetta eftir. Hann ætlaði að skrifa stóru ritgerð- ina um eitthvað af þessu, en fékk það ekki. MUNINN 61

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.