Muninn

Volume

Muninn - 01.01.1969, Page 19

Muninn - 01.01.1969, Page 19
Arnfinnur gengur eftir rykugum vegin- um. Þessi fjandans hiti ætlar allt að drepa. Arnfinnur er búinn að ganga lengi í dag. Hann ákveður að staldra örlítið við og hvíla sig bak við tré, sem stendur þarna við veginn. Hann hallar sér upp að trénu, og brátt er hann steinsofnaður. Þegar hann vaknar aftur, sér hann þá félaga, Mikka mús og selinn Snorra, standa álengdar og pískra eitthvað saman. Mikki mús er með dökk hippagleraugu. „Eigum við að sálgreina hann, eins og ég gerði við negrana í Ameríku“? tístir músin. „Æi nei, ég nenni því ekki“, svarar sel- urinn og geispar letilega. „Eigum við ekki heldur að láta hann beygja einhverja latneska sögn“? „Jú, á Amerísku", tístir rnúsin. Þeir ganga nú til Arnfinns. „Æi viltu nú ekki taka þennan tyggi- gúmmíóþverra út tir þér góði og reyna frek- ar að beygja þetta fyrir mig?“ segir selurinn letilega og réttir honurn sögnina. „Þetta get ég aldrei beygt", svarar Arn- finnur. „Maðurinn er geðbilaður", tístir músin. „Æi hver fjárinn, nú er hann Andrés Önd að koma“, segir selurinn og bendir á rykmökk, sem nálgast þá óðfluga. Út úr rykmekkinum kemur gul Skóda- bifreið, sem stanzar á fleygiferð með hundr- aðogtíumetra bremsuförum á sekúndu. „Jáh, hvað, hvað gengur eiginlega á ]iérna“? segir öndin, og lioppar út ttr bif- reiðinni. „Æi, við vorum nú bara að láta hann beygja latneska sögn“, geispar selurinn. „Já, og það meira að segja á Amerísku", bætir músin við. „Já, hvað á svona lagað eiginlega að þýða“? spyr öndin reiðilega og hvessir aug- un á músina. „Það er ekki nema með margra ára períóðu, að maður rekst á svona rustíkúsa eins og ykkur. Og þú, sjálfur sel- urinn Snorri kemur með svona gerviafsak- BIRK JONES: Arnfinnur r I Undralandi anir. Við skulum koma og tala við kóng- inn“. Þeir stíga nú inn í bifreiðina, og öndin ekur í loftköstum, unz þeir staðnæmast hjá stórri hvítri höll með mörgum turnum. Þarna útifyrir húka nokkrir reykjandi kett- ir og mjálma ámátlega. „Hllss, hefur nú helvítið hann Sveinn frá Egilsstöðum verið að skvetta vatni á kattar- skammirnar“? segir öndin og brosir útundir bæði eyru. Arnfinnur snýtir sér í skeggið, og þeir ganga inn um ímyndaðar dyr á höllinni. Þeir ganga nú gegnum alls konar rangala og völundarhús, unz þeir koma að stórum sal, þar sem allt er hálfdimmt af reyk. „Er kviknað í hérna“? spyr Arnfinnur. „Hllss, nei, nei, kóngurinn er bara í vondu skapi“, svarar öndin. Þarna inni eru margir samankomnir, þarna er skeggjuð kráka með gleraugu, og þarna eru hérin, refurinn, dvergurinn Rauðgrani, úlfurinn og fíllinn Júmbó. Fíll- in hlýtur að vera kóngurinn, því að hann situr í hásæti og er með kórónu á höfðinu. „Herra Júmbó; selurinn og músin voru MUNINN 63

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.