Muninn - 01.01.1969, Blaðsíða 20
að láta manninn beygja þessa sögn“, segir
öndin og réttir fílnum sögnina.
„Huh, bölvaðir hundakropparnir", svar-
ar fíllinn reiðilega. „Var ég ekki búinn að
margbanna ykkur að láta ókunnuga beygja
þessa sögn“?
,,Ja, strangt tekið er þessi sögn óbeygjan-
ieg, af því að ef við setjum hana inn í aðra
jöfnu Njútons, þá fáum við, að M einn er
sama sem pí“, ségir Rauðgrani.
„Já þegi þú Rauðgrani“, öskrar fíllinn.
„Mér kemur ekkert við, hvað þessi fjand-
ans Njúton hefur sagt. Það er stórhættulegt
fyrir ókunnuga að beygja jressa sögn. En
hvað heitir þú annars heillakarlinn"?
„Arnfinnur lieiti ég“, svarar Arnfinnur.
„Arnfinnur, það mun vera komið úr
frumgermönsku", segir úlfurinn. „Það ætti
þá að vera AharnfiðaR á gotnesku, og auk
heldur ætti það þá að þýða Arnfjöður“.
„Hmm, ha, er það“? svarar hérinn. „Segj-
um við svona? Nei þetta segir maður ekki.
Ich habe in Deutschland gewesen, og mað-
ur heyrir Jretta aldrei nokkurn tíma þar“.
„Jæja, nóg um það, nú ætla ég að sýna
honum fúnksjónirnar mínar“, segir öndin.
„Þetta er fallegasta fúnksjónin mín. Hún
heitir Ellen X“.
„Nei heyrðu mig nú“, segir Rauðgrani,
„væri ekki frekar, að hann liti á garmana
mína“?
„Eða sveppina mína“, gargar krákan.
Refurinn hallar sér nú að héranum, glott-
ir lymskulega og segir:
„Heyrðu góði, það er smjö- smjö smjör
í klukkunni þinni“.
„Nú, er það? Hmm, þetta var nú annars
bezta tegund af smjöri. Er Jrað ekki“? svar-
ar hérinn.
„Var þetta ekki stjörnuklukka"? spyr
Rauðgrani.
„Jú, og hún gekk alltaf vitlaust“, svarar
refurinn lævíslega. „Getur þú nokkuð út-
skýrt það Rö- Rö Rauðgrani minn“?
„Já, deklínasjónin var vitlaus, en ég setti
hana í jöfnu Maxwells, svo að hún ætti að
vera rétt núna“, svarar Rauðgrani og ræskir
sig fimmtíuogeinusinni.
„Þú ættir ekki að reykja svona mikið
Rauðgrani minn. Ég er viss um, að þú hef-
ur ekkert gott af því“, segir fíllinn.
„Þú ættir að koma með mér upp á fjöll
á Fordinum, að tína sveppi“, gargar krákan.
„Já, en þessi pípa er byggð úr elastískum
gormum, eftir einstæðiskenningu Hafstæns,
svo að strangt tekið ætti reykurinn, sem
kemur úr henni að liafa negatívt gildi og
vera heilsubætandi“, svarar Rauðgrani með
ískaldri ró blómatöffsins.
„Já, en ég sé enga pípu“, andmælir Arn-
finnur.
„Hún er bara ímynduð“, segir öndin.
„Það existera engir elastískir gormar, svo
að við verðum bara að byggja hana úr
ímynduðum gormum“.
„Já, en hvernig er hægt að reykja úr
ímyndaðri pípu“? spyr Arnfinnur.
„Jú, það er einfalt“, svarar öndin, „við
reykjum bara ímyndað tóbak, búið til úr
muldum kvaðratrótum“.
„Viltu meira kaffi, heillakarlinn"? spyr
fíllinn.
„Ég lief ekkert kaffi fengið“, svarar Arn-
finnur.
„Nú, Jrá geturðu ekki talað um að fá þér
meira kaffi. Þú ættir j).i frekar að fá þér
niinna kaffi“, segir fíllinn og sýpur á kaffi-
könnunni.
„En hvers vegna fljúga allir [jessir diskar
nerna einn“? spyr Arnfinnur og ljendir á
nokkra diska, sem sveima yfir borðinu.
„Júh, það er af Jrví að við borðum allir
af fljúgandi diskum nema úlfurinn. Hann
trúir ekki, að þeir séu til“, svarar öndin.
Selurinn er nú sofnaður í einurn stólnum
og hrýtur hástöfum. Refurinn hallar sér að
músinni, glottir lævíslega og segir:
„Komdu nú hérna mýsla mín, og segðu
mér eitthvað um sve- sve- svertingjana í
Ameríku".
„Ég er búin að segja Jrér alla svertingja-
brandarana, sem ég kann“, svarar músin.
64 MUNINN