Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1969, Síða 21

Muninn - 01.01.1969, Síða 21
„Það gerir ekkert til. Þú segir mér þá bara aftur,“ segir refurinn og færir sig nær músinni. Hann sleikir út um í laumi, og loks hallar hann sér alveg niður að mús- inni og gleypir hana. „Hmm, svona gerir maður ekki“, segir hérinn. Neineineinei. Er það? Er þetta ekki ljótt“? „Var ég ekki búinn að margbanna þér að gleypa nemendurna"? öskrar fíllinn reiður. „Það getur verið stórhættulegt." „Nú er komið að ragnarökum", segir úlfurinn. „Við verðum að ná honum aftur. Hann var með alla sveppina mína“, gargar krákan. „Það er einfalt, við hliðrum bara mús- inni um einhvern vektor, á, og hvernig ger- um við það? Já, Rauðgrani, fylgist þú ekki með“? segir öndin. „Ja, jú, samkvæmt einstæðiskenningu Hafstæns er hægt að líta bæði á músina og refinn sem sjálfstæð tregkerfi, sem þá ætti að vera hægt að hliðra, hvoru með tilliti til annars", svarar Rauðgrani. „Gott, ágætt, þá gerum við það“, segir öndin og hliðrar músinni út úr gini refsins. „Aldrei skal ég segja þér svertingjabrand- ara aftur“, segir músin. „Það er allt í lagi. Þeir eru leiðinlegir", svarar refurinn snúðugt. „Jahérna, þetta er eitt það mesta ævin- týri, sem ég hef lent í, og hef ég þó oft kom- izt í hann krappan", segir músin og þurrk- ar svitann af enninu. „Fáðu mér beinið mitt Gunna“, segir krákan við músina og hlær hryssingslega í skeggið á sér. „Hann meinar sveppina“, skýtur hérinn inn í. „Eg held, að ég sé að kvefast“, segir Rauð- grani. „Það er bezt, að ég leggi mig í hinu al- gilda rúmi Njútons“. „Já gerðu það. Ég ætla að experimentera svolítið“, svarar öndin. „Ég ætla að snúa planinu um órígó“. Hann dregur upp sveif og byrjar að snúa planinu með sívaxandi hraða. Fúnksjónir, gormar og sveppir þeytast út í buskann. Allt þeytist út í buskann. Ekkert er eftir nema tréð, sem Arnfinnur hafði hallað sér upp að. Hann stendur upp og heldur áfram söngunni. Ö O Frá leikfélaginu Félagatala L.M.A. jókst til muna í ár, og hafa félagar aldrei verið fleiri en nú. Flest- ir félaganna eru úr 3. bekk og er ánægju- legt að vita, hversu gífurlegur áhugi \ irðist ríkja þar, en mun minni áhugi ríkir í efri bekkjium skólans. I ár verður sett upp leikritið Romanoff og Júlía eftir Peter Elstinoff. Það er gáska- fullur gamanleikur, þrunginn ádeilu. Höf- undur leikritsins er kunnur þúsundþjala- smiður í leiklistarheiminum. Leikstjóri okkar í ár er ung og dugandi hstakona, Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Hún útskrifaðist úr Leikskóla Þjóðleik- hússins árið 1964 og hélt síðan til Parísar, þar sem hún nam leiklist við L’Eroles du Mime et Theatre Jacques Leroq og tók þaðan burtfararpróf árið 1966. Kæru skólafélagar! Margir ykkar álíta L.M.A. vera einhvern klíkuhóp. Það er misskilningur. í augum margra er óréttlátt á hvern hátt valið er í leikritið. Ég vil fyrir hönd L.M.A. gera lítillega grein fyrir því. — í þessu leikriti eru 13 persónur, þannig að augljóst er, að allir geta ekki verið með sem leikendur. Við reynum að velja úr fólk, sem að okkar áliti er hæfast til þeirra hluta. En engin leiksýning er byggð upp af leikurunum ein- um, þar koma margir fleiri við sögu, og þeir sent að tjaldabaki vinna eru ekki síð- ur mikilvægir en hinir, sem á sviðinu ern. Þetta vona ég að l’ólk taki til athugunar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. MUNINN 65

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.