Muninn

Årgang

Muninn - 20.01.1972, Side 1

Muninn - 20.01.1972, Side 1
LITLI- IUUNIIMIM 7. TBL. - FIMMTUDAG 20. JAN. 1972. Heimavistarmál Aðfararorð Mikið annríki er nú á meðal vor skólanema. Hol- skelfa prófa ríður yfir okk- ur með öllu sínu umstangi. Það var því með nokkrum ugg að við réðumst í þetta 7. tbl. Litla Munins. Það kom lílca á daginn að lítið varð úr próflestri meðan á vinnu þið það stóð. (Þegar þetta er skrifað var verið að reka smiðshöggið). Óánægjuraddir hafa kom- ið fram, vegna seinkunnar á útgáfu Feita-Munins. Er því til að svara, að prentara- verkfall kom í veg fyrir út- gáfu fyrir jól, en hins vegar hið stórkostlega annríki eftir jól. Gera má ráð fyrir að á- lag verði frekar farið að minnka um næstu mánaða- mót og verður þá farið að vinna af fullum krafti við hann. Vinna við Feita-Muninn er geysilega mikil og því vart að búast við að hann komi út fyrr en um eða upp úr miðjum febrúar. Búast má við að hann verði mikill að efni til sökum þess að þetta verður fyrsta útgáfa bókmenntaverka MAinga á þessum vetri. Helztu aðstandendur þessa blaðs, auk mín eru: Maggi Snædal, f.h. halls, Tóti Matt, Stebbi Stef, Bjössi Garð og Einsi Pjakkur. Ábyrgðar- menn eru Hermann Óskars- son og f.h. halls. S.R.Í. PS. Ég týndi spanjólunni minni um helgina og er ekki nema hálfur maður síðan. Ó, sjáið aumur á mér aum- um. og reynið að útvega mér nýja. Summi. - - HVAÐ ER HEIMA- VIST OG HVER ER TILGANGUR HENNAR? Eins og aðstæður eru í dag, er heimavist bæði heimili og vinnustaður þeirra, sem þar búa. Heimavistin er rekin af ríkinu til þess að hinn mikli fjöldi nemenda, sem utan af landi kemur, geti fengið hús- næði hér meðan á námi stend- ur. Leigan fyrir herbergi er mjög lág yfir veturinn, og ætti því heimavistin að vera eftir- sóknarverðari en herbergi úti í bæ. En er það svo? NEI! — Það er staðreynd, að allflestir, sem eiga þess kost, búa úti í bæ, kjósa það heldur, þrátt fyrir verðmismun. Einnig er það eftirtektarvert, að þrátt fyrir stöðuga fjölgun í skól- anum, fer þeim stöðugt fækk- andi, sem æskja þess að búa á vist og er heimavistin alls ekki fullskipuð nú. - - HVERJAR ERU ÁSTÆÐURNAR? Þar sem heimavist er bæði heimili og vinnustaður þeirra, sem þar búa, hljóta allar regl- ur vistarinnar og framfylgd þeirra að miðast við þetta tvennt. Að vísu skal það viður kennt, að sumar reglur vist- arinnar eru miðaðar við áður- greint, en það skiptir í sjálfu sér engu máli, sé framfylgd þeirra jafnslæleg og á sér stað á Heimavist Menntaskólans á Akureyri. Sífellt ónæði ríkir allan þann tíma, sem ætlaður er til lestrar, og eiga vistar- búar að sjálfsögðu sök á því. En hitt er öllu einkennilegra, að húsbóndi lætur sjaldan eða aldrei sjá sig innan veggja heimavistar á þessum tíma. Enn sem komið er er heima vistinni lokað kl. 11.30 á hverju kvöldi, og eftir það er tekið fyrir öll samskipti kynj- anna. Helztu rök skólameist- ara, hæstráðanda heimavist- ar, fyrir þessum aðskilnaði eru þau, að með því að fjar- Framhald á bls. 10. Hvar var húsbóndi heimavistar? Ul\l VISTARRÁÐ I fyrravetur var mikil óá- nægja ríkjandi meðal nem- enda varðandi stjórnun vist- arinnar, en eins og öllum er kunnugt mega vistarbúar ekki sofa saman í herbergi séu hlut aðeigandi af gagnstæðu kyni. Þessi óánægja var einnig uppi fyrir tveimur árum og nægir að nefna það, að stolið var hurðinni að Miðgarði, en þá bjuggu þar stúlkur. í fyrra gerðist það, að tveir eða þrír menn gengu á fund skólameistara og vistarvarðar og greindu frá óánægju vistar- búa og lögðu fram tillögur, sem verða kynnu til úrbóta. Þessar fundarsetur urðu til nokkurra úrbóta, því að vist- arbúum, sem var ófrelsið helzti þyrnir í augum, fengu því framgengt að mega dvelja utan vistar eftir skóladansleiki án sérlegs leyfis toppanna. — Gegn þessu urðu menn að draga niður í öllum hljóðflutn ingstækjum á tímabilinu 16.30 — 19.00 dag hvern, einn ig samþykkti nefndin, sem sennilega var valin af skóla- meistara, fyrir hönd vistar- búa, að ekki yrði um fleiri leyfisveitingar að ræða. Þetta ákvæði er nú reyndar marg- hrotið eins og öllum er kunn- ugt. Rúsínan í pylsuendanum var síðan sú, að stofnað var svokallað vistarráð, sem skyldi vera ráðgefandi stofn- un til aðstoðar vistarverði við mat og dómsúrskurði í aga- brotamálum vistarbúa. Þetta vistarráð kynni í sumum til- fellum að vera hliðhollt nem- endum og ætti að geta litið eftir því að öll mál fengju Framhald á bls. 9. Sá óhugnanlegi atburður átti sér stað aðfaranótt mánu- dagsins 17. janúar síðastliðinn á Heimavist MA, að einn vist- arbúa af Miðgarði var beittur þvílíku ofbeldi, af syni hús- bónda heimavistar, að vistar- búar fara eflaust að verða ugg andi um öryggi sitt þar innan veggja. Aðdragandi þessa máls var sá, að eftir kl. ellefu, en þá skal næði ríkja skv. vistarregl um, voru Miðgarðsormar og Jötunuxar eitthvað órólegri en gengur og gerist á þessum tíma sólarhrings. Ástæðurnar voru sumpart þær, að vistar- vörður framkvæmdi ekki manntal þetta kvöld, eins og venja er til, heldur gerði það 6. bekkingur nokkur, sem býr á vist. Sonur vistarvarðar og 6. bekkingurinn komu niður, til að þagga niður í áðurgreind um aðilum, en tókst ekki sem bezt upp og virtist hvorugur aðilinn sætta sig við aðgerðir VIÐTÖL Á VIST Þar sem ákveðið hefur ver- ið að taka vistina til ræki- legrar athugunar, datt okkur í hug að fara af stað með segulbandið, og hér er er ár- angurinn: Þórður Þorkelsson: Sp.: Hvers vegna er þú á vist? Svar: Ég hélt að dvölin hér á vistinni yrði ágæt og þess vegna fannst mér heillaráð að búa á vist. Sp.: Nú ertu búinn að vera á vist í þrjá mánuði, hvernig líkar þér dvölin hérna? Vild- irðu heldur fara út í bæ eða viltu vera hér áfram? Svar: Ég vildi heldur fara út í bæ. Hér er næstum ógern- ingur að læra, en það sem heldur manni hér er félags- skapurinn. Sp.: Finnst þér næðið ekki nóg hér til dærdóms og ann- ars slíks? Svar: Það er varla neitt. Maður verður helzt að fara niður á Amt, það er varla hægt að læra hér á bókasafn- inu. Næst hittum við að máli Sigurð Marteinsson: Sp.: Hvað finnst þér um útivistarleyfin? Svar: Mér finnst þau nægi- lega mörg, en það mætti hafa næturvörð þær nætur, sem úti vistarleyfi eru gefin, þannig að hægt væri að komast inn á vist, ef maður væri húsnæð- islaus. Sp.: Hvernig finnst þér næð ið hér? Svar: Það er ekkert næði hér. Maður getur ekki lært, nema þegar aðrir læra, og mað ur getur ekki farið að sofa fyrr en aðrir fara að sofa. Sp.: Hvað finnst þér um persónulegt öryggi hérna á vist inni? Svar: Það hefur að vísu ekki komið mér illa, að vist- arvörður geti gengið hér um að vild, en mér finnst það mjög óheppilegt. Framhald á bls. 2. Húsbóndinn á heimilinu. hins. Smám sajna.n tíndust -menn þó í herbergi sín og er sonur vistarvarðar birtist skömmu seinna, var síðasti maðurinn að loka herbergis- hurð sinni. Skipti þá engum togum, að margnefndur sonur vistarvarðar ruddist inn í her- bergi og jafnframt heimili þessa aðila, sem aldrei hefur gerst brotlegur við vistarregl- ur, þreif til hans, grýtti honum á handlaug, síðan út úr her- berginu og færði hann með valdi og hinum ferlegustu fantabrögðum upp í íbúð vist- arvarðar, þar sem hann sat undir yfirheyrslu tæpa klukku stund. Athyglisvert er, að hús bóndi heimavistar var ekki viðstaddur þessa yfirheyrslu, og mátti skilja á sumum, að hann væri vart í ástandi til þess. Hvar var húshóndi heima- vistar, er þetta átti sér stað? Hafði sonur hans umboð til að fara með vald hans? Er réttlætanlegt að beita í- búa heimavistar slíku ofbeldi á heimili þeirra? Einar Steingrímsson. Björn Garðarsson.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.