Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1925, Side 7

Heimilisblaðið - 01.10.1925, Side 7
HEIMILISBLAÐIÐ 135 inn það fyrir, að Drottinn muni gera enda á sabbat-dögum og tunglkomudögum. Og Páll postuli vitnar, að með krossdauða Krists hafi sabbat-dagur Gyðinga verið úr gildi numinn ásamt öðrum helgisiðum lögmálsins, sem ætlaðir voru Gyðingum einum, þangað til Kristur kæmi og væri upprisinn. Sbr. Efes. 2, 14—15. o. s. frv. Gal. 5, 1.; Kol. 2, 16 38. En nú kann einhver að segja: „En nú talaði Guð sabbat-boðorðið, ritaði það á stein- töfluna og lét leggja það í örkina til geymslu- o. s. frv. þessvegna er það æðst allra boðorð- anna“. þetta ber Jesús til baka, því að hann til- færir æðsta boðorðið tvíliðað, sem Móse hafi i'itað, en ekki á steintöfluna. Sbr. Matt. 22, 36—40 og 3. .Mós. 19, 18. og 5. Mós. 6, 5. Með þessu fellur sú staðhæfing Aðventu- TOanna um sjálfa sig og verður staðleysa. 39. Eigi sabbat-dagurinn að verða haldinn á nýju jörðinni, eins og Aðventumenn halda fram, þá verður líka að halda tungskomu- úagana þar heilaga. (Jes. 66, 22—23). Halda Aðventumenn tunglkomudaga nú? 40. Drottinn gaf Gyðingunum sabbat-dag- inn að sambandstákni milli sín og þeirra. Hvernig gæti hann þá gilt fyrr alla? 41. Dagurinn átti eingöngu að vera handa »niðjum þeirra“ (2. Mós. 31, 16), á sama hátt og reykelsi (2. Mós. 30, 8), brennifórn (2. Mós. 29, 42), friðþægingin (2. Mós. 30, 10) og öll önnur lög Gyðinga, sem nú eru úr gildi numin. 42. Aðventumenn tilfæra allmörg orð þeirra spámannanna Jesajasar, Jeremíasar °8’ Esekíels, sem ofanígjöf við Gyðinga fyrir hvíldardagsbrot þeirra, þessa ofanígjöf heim- færa þeir svo umsvifalaust til kristinna ftianna. þegar minst er á „lsrael“, „altarið", »bi’ennifórnina“, „Jei’úsalem“ o. s. frv. í sumum ritningarstöðum, þá kalla Aðventu- menn það vera líkingar eða óeiginleg oi’ð. Með því móti einu að beita ritningunni og skýi-a hana svona, tekst Aðventumönnum að Hnna kenningu sinni nokkui’n stuðning. 43. Hvíldardagur Gyðinganna átti að fyr- irmynda Ki’ist (Kól. 2, 16—17.) og hvíldina í Kristi (Hebr. 4, ■ 1—10). þessvegna getur hann ekki verið stofnaður til að vei’a sið- ferðilega bindandi fyrir allai 44. Ef Guð hefði eigi sett sabbat-daginn, þá væri engin skylda að halda hann. En sið^ ferðilegar meginreglur gilda, þó að þær séu ekki fyrirskipaðar. 45. Samkvæmt orðum Jesú er það fei’nt, sem er mikilvægara á sabbat-degi en hvíldin: 1) Að seðja hungur sitt (Matt. 12, 1—4.; 2) Að prestar færi fórnir (Matt. 12, 5.; 3) Að bjai’ga lífi dýi’a (Matt. 12, 11—12.; 4) Að barn sé umskorið (Jóh. 7, 22—23.). En ef sabbat-boðorðið væi’i siðfei’ðilegt, eins og t. d.: þú skalt ekki stela, ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum, þá mætti það ekki rýma fyrir því, sem Jesús telur hér mik- ilvægara. 46. Kristur hefir hvergi skipað, að menn skuli halda hvíldardag Gyðinga. 47. Öll hin boðorðin 9, eru endurtekin í Nýja testamentinu: 1) Post. 14, 5.; 2) 1. Jóh. 5, 21.; 3) Jak. 5, 12.; 4) Efes. 6, 12.; 5) Róm. 13, 9.; 6) 1. Kor. 6, 9., 10.; 7) Efes. 4, 28.; 8) Kól. 3, 9.; 9) Efes. 5, 3. En sabbats-boðorðið er hvergi ítrekað. 48. Nýja testamentið er í’eglan fyrir breytni kristinna manna, en ekki Gamla testamentið. Ef því kristnir menn ættu að halda hvíldardag Gyðinga, þá hlyti það að vera boðið í Nýja testamentinu. En það ei' ekki. Sabbat-boðorðið væri þá eina boðorðið, þar sem kristnir menn ættu að haga sér eft- r Gamla testamentinu. Gefið gaum að þessu! 49. 1 Nýja testamentinu er hvergi lýst blessun yfir sjöunda deginum. 50. þar er heldur engri blessun heitið, þeim, sem haldi hann heilagan. 51. þar eru heldur engar reglur gefnar fyr- ir því, hvernig eigi að halda hann heilagan. 52. Ekki er þar heldur minst á neina hegn- ingu fyrir það að halda hann ekki. 53. Og þar er heldur engin ofanígjöf við

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.