Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1925, Page 8

Heimilisblaðið - 01.10.1925, Page 8
136 HEIMILISBLAÐIÐ þá, sem brjóta hann og' ekkert bann gegn því að vinna á þeim degi. 54. í Gamla testamentinu er víða varað við því að vanhelga sabbat-daginn og þar eru mörg blessunarfyrirheiti gefin þeim, sem halda hann heilagan. En í Nýja testament- inu er ekkert slíkt að finna. 55. Kornelius, hinn óumskorni heiðingi, hélt ekki hvíldardag Gyðnga, en samt snér- ist hann til kristni, veitti heilögum anda við- töku og var skírður (Post. 10, 25—28:; 44 48.; 11, 1—3.). 56. Flestir þeirra, sem Páll kristnaði, voru heiðingjar,. sem eigi héldu hvíldardag Gyð- nga; en þó verður þess hvergi vart í bréfum postulans, að hann kenni þeim að halda hann. 57. En hann segir þeim skýlaust, að þeir skuli ekki fást um dóm þeirra manna, sem vilji fá þá til að halda hvíldardag Gyðinga (Kól. 2, 16.). 58. Hann kallar þá „trúarveika", sem halda hvíldardag Gyðinga (Róm. 14, 1—6.). 59. Ilann er hræddur um þá, sem héldu þá daga heilaga (Gal. 4, 10—12.). 60. Eftir upprisu Drottins er þess hvergi getið, að kristnir menn hafi haldið samkom- ur sínar á hvíldardegi Gyðinga. 61. Hvarvetna þar sem minst.er á hvíldar- dag Gyðinga eftir upprisuna, eiga Gyðingar hlut að máli, annaðhvort að því er guðsþjón- ustu þeirra snertir eða samkundu eða þær samþyktir þeirra, sem þá eru úr gildi gengn- ar. Lesið Post. 13, 14., 15.; 27, 42—45.; 15, 21.; 16, 13.; 17, 19.; 18, 4. Kol. 2, 16. þetta eru þeir einu staðir, þar sem minst er á hvíldardag Gyðinga eftir upprisuna. 62. Aðventumenn fullyrða, að Páll postuli hafi prédikað á hverjum hvíldardegi Gyð- mga í hálft annað ár (Post. 18, 1., 11.). En það eru alger ósannindi. Versin 6. og 7. sýna, að hann yfirgaf samkunduna til þess að boða heiðingjum trú. 63. Páll prédikaði fyrir Gyðingum á hvíld- ardegi þeirra, af því að það var samkomu- dagur þeirra. Af sömu ástæðu prédika Að- ventumennirnir fyrir oss á sunnudögum. 64. Deilan harða, sem hófst milli Páls post- ula og gyðing-kristinna mótstöðumanna hans (Kól. 2, 16.; Gal. 4, 10—11.; Róm. 14, 5., 6. sýnir, að hann hélt ekki hvíldardag Gyðinga. 65. Gyðingar kölluðu sjöunda daginn venjulega „sabbat“ á líkan hátt og vér köll- um hann nú „laugardag“. En þó að hann sé blátt áfram kallaður „sabbat“-nafninu eftir krossdauða Krists, þá sannar það ekki, að hann hafi verið haldinn heilagur þá, eins og áður. „Hvítasunnudagurinn“ (Post. 2, 1) „prestadæmið“ (Hebr. 7, 12), „dagar hinna ósýrðu brauða“ (Post. 13, 3.), „tunglkomu- dagar“ o. s. frv. er líka nefnt hvað fyrir sig með sínu almenna nafni, enda þótt það alt væri úr gildi gengið með dauða Krists. 66. Hjá Páli, Jakobi, Pétri, Jóhannesi og Júdasi er aðeins einu sinni minst á sabbat- daginn beinlínis og í þetta eina skifti (Kól. 2, 16.) er það tekið fram, að hann sé ekki ætlaður kristnum mönnum. En hvað þetta er ólíkt því, sem Aðventumenn rita. 67. I Nýja testamentinu eru oft nefndar ýmsar syndir, en hvíldardagsbrot er hvergi nefnt á nafn eða brot á hvíldardegi Gyð- inga. Hvernig stendur nú á því, ef það brot er jafn ægilegt, eins og Aðventumenn segja það sé? 68. Jesús hélt sjálfur hvíldardag Gyðinga! Já, en hann hélt líka ,,páskahátíð“ þeirra (Lúk. 22, 8). og hátíð hins ósýrða brauðs (Jóh. 7, 2, 10., 14.) og alla helgisiði Gyðinga. Hversvegna halda Aðventumenn þá ekki líka, fyrst Jesús hélt þá? 69. í Matt. 24, 20. er ekki verið að benda á sabbats-helgina eða helgihald sabbat-dags- ins. Jesús hefir þar eingöngu í huga flótta lærisveina sinna og frelsi þeirra, þá er Jerú- salem yrði herkvíuð. Ef flótti þeirra yrði um vetur, þá mundu þeir þjást af kulda, og yrði hann á hvíldardegi Gyðinga, þá mundi hliðum borgarinnar verða lokað, svo að þeir gætu ekki komist undan. 70. Konurnar héldu hvíldardag Gyðinga eftir dauða Jesú (Lúk. 23, 56.). Já, því að

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.