Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1926, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.09.1926, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ 113 Kristileg1 hringsjá. 1 Bandaríkjunum eru nú um 12 miljónir svertipgj'a, og standa ekki hvítum mönnum að baki; að minsta kosti standa þeir hvítum mönnum fyllilega jafnfætis í allri kaupsýslu. I porpinu Ewanikap í Nigeria var enginn maður kristinn í síðastliðnum aprílmánuði. En í páskavikunni komu pangað trúboðskonur nokkrar frá porpinu Beníu og prédikuðu fagn- aðarerindið fyrir porpsbúum. Peir voru pá nýbúnir að halda skurðgoði sínu árshátíð sína. Þorpsbúar hlýddu á, og báðu pær að vera hjá sér nokkra daga. Fám vikum síðar voru peir búnir að brenna goðið, og nú má svo heita, að allir porpsbúar séu kristnir. Kristniboðsfélag Pjóðverja í Rínfylkjúnum segir, að prátt fyrir bolsjevisma og andkristi- legar lireyfingar, séu opnar dyr fyrir fagn- aðarerindið í Kína. Aldrei hafa að undanförnu jafnmargir verið skírðir og árið sem leið. Brezka biblíufélagið hefir ávalt haft víð- förula menn í pjónustu sinni. Einhver hinn víðförjasti á vorum dögum heitir Roome; hann ér framkvæmdarstjóri félagsins í Austur- Afríku. Hann hefir ferðast alls um 120,000 kílómetra. Fimm sinnum héfir hann ferðast yfir pvera Afriku, frá Indlandshafi til Atlants- liafs, og fimm sinnum frá norðri til suðurs, eftir henni endilangri. Meiri hlutann hefir bann farið á járnbrautum, en 40,000 kílóm. fótgangandi eða á hjóli. Á pessum mörgu ferðum sínum hefir Roome komist í kynni við 300 kynkvísla parlendra manna og grandgæfilega kynt sér mállýzku hverrár kynkvíslar, til pess að veita félaginu hjálp f peim efnum. Alls er nú búið að pýða hiblíuna á 332 afríkskar mállýzku; En flest- ai’ pær pýðingar eru enn í hardritum, og eingöngu kristniboðunum til afnota. Ymsir trúarflokkar enskir og ameríkskir, eins og aðventistar, guðspekingar, kristileg vísindi o. fl., hafa áformað stórfelt trúboð í Rússlandi, og hafa látið prenta ógrynni af ritum til sölu og útbýtingár; ætla peir að senda pað pangað sem pjóðin hefir mestan áhugann á trúmálum, til pess að veiða par sálir, sem ekki eru orðnar staðfastar í trúnni og fáfróðar. En merkilegt er pað, að ráð- stjórnin rússneska hefir sett blátt bann fyrir innflutning allra slíkra rita. Einu bækurnar trúarlegs efnis, sem hægt er að senda pang- að, eru biblían og rússnesk biblíujátning, sem Rússlands-trúboðið hefir gefið út; er aðalsetur pess í Wermingerode. Til sjúkrahússins í Kyota í Japan, sem alt til pessa hefir verið harðlokað fyrir fagnað- arboðskapnum, sendi parlendur kristinn prest- ur son sinn tæringarveikan. Ilinum unga manni var stranglega bannað að t.ala um trú sína. Hann lét aldrei neina ópolinmæði né kvörtun til sín heyra, og var sífelt viðbúinn að hjálpa öðrum, pó að peir væru ekki veikl-- aðri en hann sjálfur. Peir spurðu hann pá, hvaðan hann hefði petta hugarfar, og er hann lét pað uppi, pá sagði hann við kristni- boðann: »Sé pet.ta kristindómur, pá viljutn vér fá meira af honum«. Ef Heródes Antipas mætti nú líta upp úr gröf sinni, pá mundi hann ekki pekkja gamla aðseturstaðinn sinn, Tiberías. Dr. Herbert Tarance veitir par nú forstöðu allstóru kristni- boðs-sjúkrahúsi; eru par sjúklingar af 14 pjóðum í einu, t. d. Gyðingar, Persar, Italir, Frakkar, Englendingar, Drýsar frá Sýrlandi m.fl. »Near East Relief« heitir amerískt-evrópiskt hjálparfélag í Austurlöndum (Litlu-Asíu), sem stofnað var fyrir flóttamenn o. fl. Nú er pað orðið stórfeldur trúboðsskóli og pví um líkt. Par eru nú 7000 börn, bæði til framfæris og kenslu, pó að pau eigi heimili, og 20,000 börn, sem eru heimilislaus og alveg á veg- um félagsins. Flest eru börnin frá Ameríku. Prátt tyrir borgarastyrjöld og ræningja- flokka í Kína liefir brezka biblíufélagið kom-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.