Heimilisblaðið - 01.09.1926, Qupperneq 22
114
HEIMILISBLAÐIÐ
ið 385,700 bindum fleira í umferð 1925 en
1924. Reyndar var mestur hluti þeirra ekki
heilar biblíur. Pað er andkristin hreyfmg stú-
denta, sem hefir haft skaðleg áhrif í æðri
skólum, en annars hefir salan gengið við-
stöðulaust.
Einsdæmi er það í sögu kaþólsku kirkj-
unnar, að kona hafi hlotið embætti í Yati-
kaninu, höll páfans. Páfxnn, sem nú er, er
nafnkunnur fyrir, hve hann liefir miklar mæt-
ur á gömlum bókum. Hann liefir valið konu
pessa til bókavarðar í höll sinni.
1 Kassel á Pýzkalandi var fyrir skemstu
haldinn fundur um pað, hvað gera skyldi til
útbreiðslu kristindóms á Spáni. Eins og kunn-
ugt er, þá er Spánn háborg kaþólsku kirkj-
unnar gegn frjálsri boðun fagnaðarerindisins
og útbreiðslu heilagrar ritningar á inóður-
málinu. Kirkjan hefir haldið pjóðinni í svo
mikilli fáfræði, að fæstir kunna að lesa og
skrifa. Á fundinum í Kassel voru lagðar frain
skýrslur frá mörgum pýzkum prédikurum á
Spáni, og allir voru þeir á einu máli um pað,
að starfið tæki par hröðum framförum. I
Madrid var fyrir nokkru haldinn alpjóðafund-
ur; á pann fund komu 9 prédikarar eða
stöðvarstjórar á Spáni; samþykti fundurinn,
að stofna skyldi sameiginlegan lútherskan
prestaskóla á Spáni. Fundurinn í Kassel félst
á pað, og fari svo, að öll pau lönd, sem taka
pátt í útbreiðslu evangeliskrar kristni á Spáni,
samþykki petta, svo sem England, Norður-
Ameríka, Iíolland, Sviss og Frakkland, pá er
stórt framfaraspor stigið, er verða mun eink-
ar mikilvægt fyrir »evangelisku kirkjuna á
Spáni«. .
»Kirkjuleg sönglist er auðvitað vopn á
móti oss«, segir Hartvig í »Guðleysunni«
(»Apeisten«) núna síðast. »Hvers vegna? Af
pví að kirkjusönglistin er frá þeim tíma, sem
hafði augun á hinu eilífa, en jafnaðarmenska
vorra tíiná hefir augun á hinu jarðneska«. —
Hvernig fer nú fyrir J. Sebast. Bach!
Evangeliskur kristindómur á Rússlandi. —
Altaf ei' hann á framfaraskeiði. Margir Rúss-
ar af öllum stéttuin pjóðfélagsins hallast að
evangeliskum söfnuðum, sem par hafa stofn-
aðir verið, og biblían breiðist nú óðum út
og er lesin af kappi. Par sannast orðtakið
gamla: »Blóð píslarvottanna verður útsæði
kirkjunnar«.
Mepódistar hafa alt til þessa greinst í
marga flokka. En nú er pað samþykt á
kirkjufundi í New-York, að stærstu söfnuðir
Mepódista renni saman í eitt. Petta gerðist á
hinu milda Westleyanska sambandspingi fyrir
skeinstu. Voru 440 atkvæðí rneð, en 124 á
móti. — Gleðilegt tákn tímanna og dæmi til
að breyta eftir.
Glæpsamlegt athæfi barna hefir farið hröð-
um skrefum vaxandi síðan 1914, sagði S.
Gagel prófessor í fyrirlestri, sem hann liélt í
vísindafélaginu rússneska í Berlín nú fvrir
skemstu. 1914 urðu ein 9 af 1000 brotleg
fyrir hegningarlögunum, en 1921 voru þau
orðin 71 af 1000. Eftir pví sem ráðstjónxin
skýrir frá, og fer hún pó varlega í sakirnar,
pá eru 2,9 miljónir eða nálega 3 miljónir
barna á vergangi. Próf. Gagel hélt pví fram,
að höfuðorsökin til pessa ægilega ástands
væri pað, hve ráðstjórnin rússneska hefði
gengið rakleitt og vægðarlaust að pví óhappa-
verki, að uppræta heimilislífið og gamalt
siðalögmál pjóðarinnar, par á rneðal að af-
nema hjónabandið.
Gandhí, hinn heiinskunni foringi indversku
stjórnfrelsishreyfingarinnar, var settur í fang-
elsi; en pá tók hann með sér tvær bækur:
Bhagavadgíta, Hávamál Indverja, og Nýja-
testamentið. Pó að eigi væri hann skírður til
kristinnar trúar, pá áleit lninn Nýja-testa-
mentið pá beztu andlegu fæðu, sem hann
hefði notið löngu dagana og næturnar í fxing-
elsinu. Blóðsúthellingar vill hann ekki, heldur
vinna sigurinn með pví að pola ilt, en til
pess parf rnikla sálarraun að þola, og í raun
og veru er þessi aðferð engu síður pung t