Heimilisblaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 2
122
HEIMILISBLAÐI.Ð
fengið að njóta í lífinu, um trú pína og kær-
leika í föðurhúsunum.
Á jóladaginn er hiinininn opinn fyrir Drotni.
sem er að koma af himni niður til okkar. Á
annan í jólum, Stefánsdegi, er himininn op-
inn fyrir lærisveinum, sem eru að koma heim.
---—•><=><•——-
Sjáið manninn!
Aldrei eru jólaminningarnar jafn dýrlegar,
eins og pegar pær eru skoðaðar í ljósi langa-
frjádags og páska.
Sjáið manninn!
Sjáið hann, sem barn í jötunni. Sjáið hann
klæddan tötrum. Sjáið berfætta drenginn við
heimilisverkin og í vinnuklefa timburmannsins.
Sjáið hann, pegar liann pvær fætur læri-
sveinanna, og pegar æstur lýðurinn ætlar að
grýta hann. Sjáið liann, yfirgefinn af öllum,
í óvinahöndum, með pyrnikórónu á höfði.
Iíeyrið, liann biður um svaladrykk, hangandi
á krossi, milli tveggja ræningja. — Sjáið Guðs
lambið, sein ber syndabyrði mannanna!
En sýnin breytist. Hann, sem fæddist í jötu
og hvergi átti höfði sínu að að halla, hann
gnæfir yfir allar kynslóðir. Illustið á hann,
hvernig liann spáir um eyðingu Jerúsalems-
borgar, og hvernig hann segir fyrir sigurvinn-
inga fagnaðarerindisins. Sjáið, hvernig hann
— með gegnum stungnar hendur — breiðir
út faðminn og býður hvíld öllum preyttum
og pjáðum; og heyrið huggunarorðin hans,
sem bergmála í höll og hreysi. Sjáið hann,—
sein Gyðingar útskúfuðu, — miðdepil menn-
ingarinnar, og í duftinu við fætur hans krjúpa
hinir mestu og göfugustu af maiinanna sonum.
Sjáið, hvernig pyrnikórónan, sem honum
var fengin í háðungar skyni, gerir hann að
konungi allra konunga, — hvernig liann ber
blómsveig ódauðleikans á blóðugu enni!
Sjáið, hvernig menningin fylgir merki hans,
og hvernig peim pjóðum hrakar, sem brjóta
ölturu hans.
Pó að efahyggjunni tækist. að afmá alt hið
yfirnáttúrlega, sem Biblían greinir, pá mundi
pó dásamlegasta kraftaverkið standa eftir:
Opinberun Krists, staðfest af veraldarsögunni
og reynslu einstaklingsins.
1‘að er hið mikla fagnaðarefni jólapna.
Á. Jóh.
Eftirtektarverðurvitnisburður
um íslenzka aldarandann.
»Eimreiðin« flytur meðal annars pessi há-
alvarlegu ummæli eftir S. Nordal prófessor:
»Nú lifum vér á mikilli mannúðaröld. Ilér
er ekki tekið hart á neinu. Menn eru alveg
vaxnir upp úr peirri ónærgætni að sjá veru-
legan mun á góðu og illu, hvítu og svörtu.
Pað hvíta er kallað ljósgrátt, til pess að særa
ekki pað svarta, sem er kallað dökkgrátt eða
grátt. Yfir pjóðfélaginu liggur ein allsherjar
pokuslæða. Hún er kölluð fögrum heitum:
kærleikur, fyrirgefning og skilningur, — en
er í raun og veru allsherjar-blæja heigul-
skapar og makræðis. Hér parf norðanstorm,
yfir stjórnmál, fjármál, löggæzlu, almennings-
álit og siðferði, ef vér eigum að halda heil-
brigði vorri«.
Hér er réttilega skorið á kýli — en pyrfti
pó að gera pað betur, og pá ekki að skilja
trúmálin eftir, pví að hvergi eru óheilindi
háskalegri.
»Vei peim, er kalla hið illa gott og hið
góða ilt, sem gjöra myrkur að ljósi og Ijós
að myrkri, sem gjöra beizkt að sætu og sætt
að beizku«.
Já, biðjum um hressandi »norðanstorm«, til
að feykja burtu pokuslæðunni, pessari »alls-
herjar-blæju heigulskapar og makræðis«, sem
lamar trúarlíf vort, villir urn alla liti og eyðir
hæiileikanum til að greina gott frá illu. Og
pegar trúarlífið er leyst úr læðingi og orðið
heilbrigt, mun einnig birta yfir borgaralegu
málunum.
Á. Jóh.