Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 20
140 H EIMILI S B L A Ð'l Ð hvað mig langaði þá til að fylgja honum; en það var mér ekki leyft. Skömmu síðar hvarf Jóhannes burt að sækja Pét- ur; en honum hefði verið betra. að honum hefði ekki verið leyfð innganga. Þið vitið, livernig Satan freistaði hans og hversu hann hrasaði. Hrösun hans getur verið oss öllum til viðvörunar, en við viljum ekki dæma hann , fyrir það. Náðarríki frélsarinu hans hefir fyrirgefið honum og síðan var hann hon- um trúr til dauðans, og hefir trúlega gætt hjarðar hans“. Var Jóhannes viðstaddur, þegar Pétur afneitaði Drotni sínum?“ spurði Kládía. „Hafi svo verið, þá hefir hann hlotið að taka það mjög sárt, að vinur hans skyldi láta sér svo óttaleg orð um munn fara“. „Jóhannes fór með meistara sínum inn í réttarsal- inn og heyrði ekki, hve huglaus Pétur reyndist. En hann, sem þekti hjartans hugsanir hans, heyrði að honum var afneitað þrisvar, og það hlýtur að hafa lagst á sál hans eins og þung byrði. Hjarta hans var fult af meðaumkvun og hann sneri sér við og leit á Pétur, með því augnaráði, sem snart Pétur þrátt fyrir alla mannmergðina og fylti sál hans beiskustu iðrun; gekk hann þá út og grét beisklega“. „Sástu Jesúm aftur María?“ spurði Kládía. „Eg veit, að hann var dæmdur til dauða af rómverska landshöfðingjanum, en hvar gerðist það?“ „Æ, barnið mitt, þeir fóru með hann frá einum dómstólnum til annars, frá einum dómaranum til annars. Þeir hæddu hann og húðstrýktu, klæddu hann konunglegri kápu í háðungarskyni og þyrni- krýndu. Pílatus leiddi hann þannig á sig kominn fyrir fólkið, og lýsti því skýlaust yfir, að hann fyndi enga sök hjá honum. Þá héldum við, að hann mundi verða lát-inn laus, og niðurlæging hans væri á enda. En yfirlýsing Pílatusar var svarað með óhljóðum: „Krossfestu, krossfestu hann!“ Prestarnir gengu á meðal fólksins og æstu það upp, svo að það heimtaði að hann væri líflátinn. Og svo æstir voru þeir, að landshöfðinginn bauð að gefa þeinr einn dauðadæmdan fanga lausan á pásk- unum eftir gamalli venju. Bað hann þá kjósa til lífs hvorn sem þeir vildu heldur, morðingja illræmdan eða höfðingja lífsins. Þá heimtuðu þeir að morð- 'inginn væri látinn laus, en Jesús krossfestur. Eg og systir nhn fylgdum múgnum eins og þrumulostnar, únni Elísabetu hugástum; honum fanst hverri þeirri stund eytt til ónýtis, er hann var ekki á herragarðinum. Hon- um sárleiddist að vitja hans Lárusar fjósamanns. En samt var gleðin hans sorgbland- in. Elísabet var að sönnu vingjarnleg við hann; en það var auðséð, að hún unni honum ekki eins og hann lienni. Og í livert skifti, sem hann vildi minnast á ást sína við hana, þá sneiddi hún lijá honum. Já, það var jafnvel eins og hún forðaðist að tala ein við hann. Petta kvaldi Viggó; hann fann, að hann þurfti að gera enda á þessu, og skrifa það, sem liann gat ekki fengið að tala. í bréfinu gerði hann Elísa- betu það innilega ljóst, sem honum lá á hjarta. — En þá var líka þessi ljúfi draumur loks á enda. Elísabet skrifaði honum fáeinar línur og sló allar vonir hans til jarðar. »Hvernig ætli það fari?« kveinaði hann af dýpstu örvinglan. Hann barði sér á brjóst, gekk um gólf í sífellu og förnaði höndum. »Hvernig ætli það fari? Eg dey í sorg minni. Allar mínar hugsanir myrkvast af þessu mótlæti lífsins! — »Hvernig ætli það fari?« Hann gat ekki lmgsað sér það. Hann stóð þarna í fullkominni óvissu um, hvernig fara mundi. llann fékk ekkert svar við siuni örvæntingarfullu spurningu. Og veiztu svo, hvernig fór? Hann vandist smám saman við að umbera það, sem ekki varð hjá komist, og varð rólegri í skapi. Ilonum leiddist nú ekki lengur að vitja Lárusar fjósa- manns. Hann sá það, sem hann þurfti að sjá, að sé elskað á réttan liátt, jiá útilykur ekki elskan til hins eina elskuna til annars, heldur eykur liana og gerir hana hreinni, lausari við sjálfselskuna. Fáum árum síðar gekk liann aö

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.