Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 19
HEIMILISBLAÐIÐ 139 þegar hún er búin að fá upptöku í samfélag okkar að fullu og öllu. Ó, að það mætti ávalt vera ykkav æðsta gleði að koma saman með Krists vinum við náðarborð hans, til þess að styrkja trú ykkar á fyr- irgefningu syndanna og fá næringu til eilífs lífs“. „Þegar hinn elskaði meistari vor fór héðan á þeim degi, þá hugsuðum við lítið um það í hvaða ástandi við mundum sjá hann aftur. Því á þeirri sömu nóttu sveik svikarinn hann. Á friðsæla staðnum, sem Jesús unni, og Júdas hafði svo fylgt honum þangað, vísaði Júdas nú stríðsmönnum, sem sendir voru til að handtaka hann. Og nú var hann ekki um- kringdur af fólki, er dáðist að honum, og koma vildi í veg fyrir ódæðið. Myrkrið huldi bæði hið guðdóm- leg-a fórnarlamb og óvini hans, því að nú var tími myrkranna og illa valdinu var nú leyft að fram- kvæma það, sem var fyrirhugað frá eilífð af ráði Guðs. Hversu oft hefi eg ekki síðan hlustað á hinar dá- samlegu ræður, fullar af kærleika, sem Jesús hélt fyrir postulum sínum, áður en hann gekk út úr kvöldmáltíðarsalnum, áður en hann söng lofsönginn og gekk út í Getsemane. Jóhannes hefir haft þær upp fyrir mér orði til orðs. í þann garð komuð þið í dag. Þar varð hann að þola hina þyngstu sálarkvö! stundum saman, meiri en nokkurt mannlegt hjarta gæti borið. Ó, hve hann var þá einmana! Lærisvein- arnir hans trúlyndu gátu ekki einu sinni vakað með honum á þessum þungbæru stundum, heldur sofn- uðu, yfirkomnir af sorg og áhyggju. Blóðið brennur í æðum mér af gremju, þegar eg’ hugsa til þess, er Júdas gengur þá fram og heilsar Drotni sínum með kossi. Og hann, sem var gefið alt vald á himni og jörðu, og hefði getað kallað her- sveitir engla til varnar sér, tók með rósemi á móti þessari smán, og lét í allri hógværð binda sig eins og lamb, sem leitt er til slátrunar. Fregnin um það, að æðstu prestarnir hefðu látið handtaka hann, barst til Betaníu í dögun morguninn eftir; flýttum við okkur þá til borgarinnar full af sálarangist. Þar fréttum við, að hann hefði fyrst verið leiddur fyrir Hannas (Ananias). Við biðum titrandi fyrir utan hliðið, þangað til við sáum, að hann var leiddur þaðan; við vonuðum, að hann yrði þá látinn laus, en í stað þess var hann leiddur inn í höll Kaífasar. Jóhannes fylgdi meistara sínum inn í höllina. Ó, um: »Hann faðir þinn er dáinn!« Og móðir hans grét, grét yíir honum, sem dáinn var, grét yfir honum, sem eftir lifði, og grét yfir komandi dögum. »Ilvernig ætli það fari!« kveinaði hún og andvarpaði sáran. »Hvernig ætli það fari með hann Viggó, þegar faðir hans er ekki lengur á lífi, til að aðvara liann og áminna, — livern- ig ætli það fari?« En veiztu, hvernig fór? Viggó komst innilega við; hann breyttist aigerlega við hið sviplega fráfall föður síns og hinn sorglega einstæðingsskap móður sinnar. Hann gekk í sjálfan sig, eins og týndi sonurinn, og tók aftur til starfa sinna, — og það sem meira var, sneri aftur til bernsku-sakleysis- ins og bæna móður sinnar. Og að fám árum liðnum varð hann læknir og reyndist duglegur, og allir virtu hann vel. — Þannig fór þaö í það skiftið. Nú liðu aftur mörg ár. Viggó var á góðum vegi, — hann var orðinn héraðslæknir. Heppinn var hann með lækningar sínar, og hvarvetna báru menn traust til hins unga, atorku- sama læknis. Hann var og orðinn heimilislæknir á herrabúgarði einum, er lá þrjár mílur vegar frá borginni. Ilann hafði verið að lækna frúna þar, og þar sá hann Elísabet, hina fríðu og ástúðlegu yngismey, sem hjúkraði móður sinni svo alúðlega. Fyrst vitj- aði hann frúarinnar þriðja hvern dag. En er hann var búinn að koma þang- að nokkrum sinnum, fór hann að koma þangað annan hvern dag, já, daglega, jafnvel þó að sjúklingnuin væri altaf að batna. Ileima undi hann ekki, því að sam- vistin við Elísabetu var honum svo kær. En hvað honurn fanst stutt leið- in út á herragarðinn, og löng hver stundiu, sem hann var þar ekki. Ilann

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.