Heimilisblaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 8
128
<
HEIMILISBLAÐIÐ
að minsta kosti fyrst um sinn. „Bænir vorar og á-
minningar munu bráðlega leiða hana aftur á veg
sannleikans“, sagði hún, „og þú þekkir ofsa Javans
og veizt hvílíkt heiftarhatur hann hefir á kenningu
Nazareanna; og áður en eg faðma son minn aftuf
mér að hjarta, þá verður þú að lofa mér því, að segja
honum ekki þegar í stað frá því, er særir hjarta hans
svo djúpu sári“.
Zadók lét undan bæn hennar og það því fremur,
sem nú vaknaði hjá honum sjálfum von um, að Na-
ómí mundi láta bróður sinn, sem var svo lærður og
vandlátur, hafa áhrif á sig. Og hann vissi, að ef Ja-
van fengi hina minstu vitneskju um hið sanna, þá
mundi hann engin mök vilja við hana hafa, heldur
telja sig saurgast af því, að koma nálægt henni.
Naómí var léttir og fró að þessari ákvörðun, því
að hún óttaðist reiði bróður síns, og ásetti sér nú.
að segja honum ekki frá afturhvarfi sínu svo lengi
sem hún gæti hjá því komist, vegna sannleikans.
Hana langaði nú til að draga sig út úr og inn í her-
bergið sitt, til að segja Kládíu frá því þar, hvað að
hendi hefði borið. En hún sá, að ef hún á þessari
stundu væri ekki með fólki sínu, þá mundi bróðir
sinn undrast það og færi þá að spyrja, hvernig á því
stæði. Iiún reyndi því að leyna geðshræringum sín-
um og láta sem hún væri glöð og ánægð, áður en
þau kæmu saman aftur á Yras hjallanum góða. —
Fagnaðarkveðjurnar og fjörugu samræðurnar,
sem á eftir fóru, gáfu henni tóm til að ná sér aftur.
Javan hafði frá mörgu að segja, því er á dagana
hafði drifið, og af því að hann mintist svo oft á
Marcellus í frásögu sinni og skilaði samvizkulega
kveðju hans til hvers og eins af fjölskyldunni, þá
sökti Naómí sér svo niður í samræðurnar, að hún
gleymdi um stund sorgum sínum og sálarkvölum.
Kládía hlustaði líka með gleði á það, sem Javan
sagði frá bróður hennar. Það var langt um liðið frá
því, er hún hafði haft fregnir af honum, en í síð-
asta bréfinu hafði hann látið hana vita, að faðir
hennar mundi hið bráðasta flytja hana frá Jerú-
salem á óhultari stað.
Alt frá því er Símon hvarf á brott með lið sitt,
hafði hún því vænst eftir bréfi frá honum með vax-
andi óþreyju. Svo innilega vænt sem henni þótti um
föður sinn og bróður, þá var hún þó orðin svo mörg-
um böndum bundin við Jórsali og vini sína þar, að
henni mundi veita mjög erfitt að yfirgefa þá. Iiún
Pókahontas.
Þjóðsaga frá Vesturheimi.
Frli.
Þegar Powhatan kom heim til ætt-
manna sinna, undruðust þeir injög,
og fluttu þessi gleðitíðindi úr einni
búð í aðra. Varð nú mikill fagnaðar-
fundur mtðal Inda. Hrósuðu þeir ákaf-
lega höfðingjá nýlendumanna og sungu
um hann lofkvæði. Peir gátu alls
ekki skilið, hvað því mundi valda,
að höfuðsmaður tók eigi Powhatan
af lífi, til að hefna sín; slíkt höfðu
þeir aldrei fyr heyrt.
Göfugljmdi höfuðsmannsins fékk svo
ú þá, að þeir héldu ráðstefnu og kyntu
bál til vitnis um, að þeir vildu vera
vinir nýlen'dumanna.
Júkka var viðstaddur og lagði ekki
orð til, heldur æstist þvi meira af
reiði og hatri, því að nú sá hann öll
sín vélráð verða til ónýtis. Og þótt
hann væri áður mikils virtur, þá varö
hann nú uppvís að lygum og svik-
ráðum, og misti alt álit sitt. Strauk
hann því burt frá ættinni í bræði
sinni og fólst í þykkum skógi upp til
fjalla hjá upptökum iljótsins.
Pókahontas gladdist ákaflega af
burtför hans, því að meðan hann var
nálægur, var hún aldrei óhrædd um,
að hann ynni eitthvert níðingsverk.
Nú leið veturinn og voriö, svo að
ekki bar til tíðinda. Öll störf nýlendu-
manna hepnuðust vel. Peir fengu
mikla uppskeru og verzluöu viö Inda.
Mikla verzlun áttu þeir viö Ómeiða-
Inda hjá Niagara-fossi, og fluttu það-
an margskonar yörur í hvert sinn er
þeir fóru þangað. Voru nú hús þeirra
full af ýmsum gæðum, sem gátu orðið
þeim að miklu fé heima á Englandi.
John hafði ekkert frétt austan af
Englandi um langan tíma, og tók nú
ákaílega að fýsa heim, til að sjá konu
sína og börn. En hann varð að gæta