Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 4
78 HEIMILISBLAÐIÐ Heflr ]iað glætt trúartraust vort á guðlegri fórsjón? Ilefir pað ])roskað kærleikann í sál- um vorum? Eða liefir góða árið, sem nú er að líða, orðið til [)ess að svæfa sálarlífið hjá okkur, komið okkur tii að láta meira en áð- ur eftir ónauðsynlegum pörfum vorum, komið okkur til að uppfylla skaðlegar fýsnir sjálfra okkar ? Hefir góðærið gert okkur óbænrækn- ari og tregari til að gegna skyldum lífsins? Állar jiessar spurningar skulum við nú á þessum áramótum leggja fyrir okkur, og rannsaka vandlega, hverjum spurningunum við getum játað eða neitað, og gera það hreinskilnislega, pá er von um pað, að við sjáum, hvernig við höfum nú annars varið árinu, sem er nú pegar liðið. Ef við nú við pessa rannsókn finnum, að ]»að er eitthvað, sem dregur úr birtunni í sálum vorum, pá verðum við að leita hjá sjálfum okkur og reyua að finna, hvað ]>að er, sem gerir svo skuggsýnt í sálum okkar. Pað er áreiðanlega eittlivað pá hjá sjálfum okkur, sem ekki getur samrýmst guðdónrseðli mannssálarinnar, einhver breyskleiki okkar, sein liefir orðið að vana, og síðan að viðloð- andi lesti. Pegar einn löstur er búinn að ná festu í lijarta voru, erum við veikari fyrir móti öðrum löstum, sem kunna að vilja kom- ast að í sálum vorum. Pegar við vorum börn, var sálin hrein og óflekkuð barnssál með guðdómlegu eðli, gefm til pess að proska hana í öllu góðu, meðan hún dvelur hér á jörðu, og umfram alt til pess að við saurg- uin liana ekki með syndum og löstum. Við varðveitum barnssálina ef við gjörum ekkert annað en pað, sem föður voruin á himnum er póknanlegt og Jesús Kristur hefir kent okkur. Við skulum ekki fyrirverða okkur fyrir [tað, ])ó við höfum barnssál og eigum fyrir föður algóðan Guð á himnum, pó við biðjum hann og berum upp fyrir honum parf- ir okkar. Við skulum láta pað sem vind um eyru vor pjóta, pó- óproskaðir, sjálfselsku- fullir gárungar geri gys að okkur. Barnssál- inni má líkja við hreinan, óskrifaðan pappír, sem okkur er gefið í sjálfsvald, hvað við rit- um á. Með dygðugu og góðu líferni ritum við með gullnu letri æfiferil sjálfra okkar inn í vitundarlíf sálar vorrar, og ríkir par pá sá sanni sálarfriður, sem fylgir okkur út yfir gröf og dauða. En ef við annarsvegar ritum æfiferil okkar með dökkum stöfum syndsamlegra lasta, og látum tálmunarlaust eftir okkar hégómlegu fýsnum, fer líklega svo fyr eða síðar, að sálin verður óróleg og kvíðin um pað, hvað viö muni taka hinumegin landamæranna. Gamla árið er pegar á enda, og pökkum Guði, sem gaf okkur pað og leiddi okkur far- sællega og blessaði störf vor. Nú eru áramót og nú er tími til að gera upp ársreikninginn. Er jafn bjart í sáluin okkar nú og var fyrir ári síðan eða er jafn dimt? Hvort höfum við verið á leiðinni til Ijóssins eða myrkursins? Pessum spurningum verðum við einnig að svara án hlutdrægni við sjálfa okkur. Við vitum, að við höfum tvö öfl í okkur og má pví búast við, að hvort aílið vilji fá svarið sér í vil. Við ])urfuin að vita sjálfir, hver í sinni eigiu sök, hvernig par er ástatt á {tessum áramót- um. Ef Ijós sálarinnar b'er daufa birtu og par búa lestir, verðum við að reyna að taka fyrir pann einlæga ásetning, að leggja lestina niður og pvo dökku blettina af sáluin vorum á nýja árinu, pvo alt af okkur, sem saurgar sál vora. Fyrir hjálp Guðs, föður okkar, mun olckur takast pað. Pað er ekki nóg að pvo líkamann og Iialda lionum lireinum (og er pað ]>ó lofsvert). Jesús sagði: »Pú blindi Farísei, hreinsaðu fyrst bik- arinn og diskinn að innan, til pess að hann verði og hreinn aö utan«. Eftir kenningu Krists er pað ekki viðeig' andi, að skreyta líkamann með fánýtu tí/.ku- tildri, umfram sómasamlegan klæðnað, ef sál okkar er hjúpuð peim saurindum, sem hé- gómagirnd og sjálfsálit vort hefir atað hana í. — Sál vor er pað, sem okkur er sérstak- lega trúað fyrir af höfundi tilverunnar. Hana eigum við að vernda frá öllu, sem henni get' ur grandað. En ]>að tekst okkur ekki neina við höfum Guð, föður okkar, í ráðum með

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.