Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 8
82 HEIMILISBLAÐIÐ engu, en gaf henni hins vegar í skyn, að hún gæti orðið fyrir vonbrigðum. Nú kom sá dagur, er Þeófílus skyldi vera leiddur fyrir hið sjálfkjörna, nýja ráð; af því að Zadók var prestur, þá var honum leyfð aðganga að réttarsaln- um; en Amazía náði eigi sömu hylli; hann varð því að vera hjá konu sinni hnugginni og leitaðist við að telja kjark í hana, og Salóme, sem var svo ástúð- leg og hluttekningarsöm, var honum dyggilega sam- taka um það. En Naómí tók Kládíu að sér og lagði sig alla fram til að halda henni uppi, þegar henni lá við örvinglun. Loks kom að því, að þau heyrðu málróm Zadóks í anddyrinu; skunduðu þau þá öll til móts við hann, til þess að geta séð út úr svip hans endirinn á allri óvissunni. Kládía hljóp fram og fleygði sér að fót- um hans og leit á hann bænaraugum, eins og það væri á valdi hans að ráða forlögum elskhuga hennar. „Talaðu, Zadók! — Segðu mér! sagði hún. Orðin dóu á vörum hennar — hún gat ekki komið þeirri hryllilegu spurningu fram af vörum sér, hvort unn- ustinn hennar væri til dauða dæmdur. Zadók leit á hana með djúpri meðaumkvun og reyndi að reisa hana á fætur með hinni mestu blíðu. „Láttu ekki hugfallast, Kládía“, sagði hann. „Þeó- fílus er að sönnu ekki sýknaður, en við því höfðum við heldur ekki búizt; þá er hann ódæmdur enn, við fengum frest. Enn getur hann skift skoðun eða við komið því á leið, að dómararnir dæmi hann til út- legðar. Trú þú mér, eg skal gera alt, sem í mínu valdi stendur“. Þessi síðustu orð Zadóks voru algerlega óþörf. Kládía vissi, að Þeófílusi var dauðinn vís, ef hann héldi sannfæringu sinni. Hún misti meðvitundina, þegar hún hugsaði til þess, að hún fengi aldrei að sjá hann framar. Þær Júdít og Naómí hlupu þá henni til hjálpar með brestandi hjarta. Foreldrar Þeófíl- usar voru eigi síður harmþrungin, þó að þau bæru sorgina betur. Þau voni nú um langt skeið orðin æfð í að leita til Guðs, sem er skjól allra., sem bágt eiga og fólu nú soninn sinn hjartfólgna vernd hans, fullviss um, að ekkert gæti hent hann án vilja himnaföðursins. Javan hafði verið viðstaddur réttarhöldin, en ekki tekið sér dómarasæti. Iiann vildi vera utan við þetta mál, vissi líka að dómararnir voru nógu harðbrjósta til að dæma að hans skapi. geflnn út aí' »Flateyjar franifara stofnfélags bréflega félagi«. Þetta varð svo »Hraungrýtið vestfirzka« hjá Páli. Hin heitir »Yatnsflóðið í Reykja- vík 14. febr. 1863«, — gerir hann þar spaug að frarataksleysi bæjar- stjórnar Reykjavíkur. — Pá kemur stórmerkileg grein eftir Boga Th. Melsted: Nokkur ord um. almennan mentaskóla í Skdlholti. Það er ekki hægt í stuttri ritfregn að ininnast sera skyldi á þessa þjóðlegu og viturlegu uppástungu, en Heiinilisblaðið vill taka hér upp orðréttan IV. og V. kafla ritgerðarinnar; mun menn, eftir aö hafa lesið þá, fysa að lesa alla ritgerðina: »Nú hefir í blöðum og tímaritum á Islandi verið rætt um ýmsar breyt- ingar á mentaskólanum, uin stofnun frainhaldsskóla, um að gera gagn- fræðaskólann á Akureyri að menta- skóla o. s. frv. Heyrst hefir líka að í ráði sé að koraa á nokkrum heima- vistum við mentaskólann. Af því að svo miklar breytingar eru í ráði, skal hér komið fram með jiá tillögu til íhugunar, livort ekki mundi vera heppilegt að setja nýjan mentaskóla í Skdlholti. Það ætti að vera menta- skóli fyrir alt landið, og þeir, sern hefðu gengið í gegnum gagnfræða- skólann í Reykjavík og á Akureyri, ættu að geta haldið þar áfram námi, ef þeir vildu ganga mentaveginn. 1 Skálholti, svo langt upp í sveit, mundi góður skólastjóri með sain- völdum kennurum geta komið upp fyrirmyndarskóla. Það er svo fjarri kaupstöðum, að hægt mundi vera að verja pilta gegn ofdrykkju og ann- ari illri og heimskri nautn, þar á meðal tóbaksbrúkun. Þar gætu góðir kennarar haft áhrif á pilta, vakið siðferðis- og ábyrgðartilfinningu þeirra, áhuga og þrek. 1 Reykjavík er það nærri ómögulegt, enda þótt kennar

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.