Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 12
86 HEIMILISBLAÐIÐ usta sinn í freistni, í stað þess að styðja hann í bar- áttunni þungu; nú varð hún að auka hana. Henni fanst hún vera með þessu að gera Guðs verk; faðir lyginnar var orðinn henni að engli ljóssins. Henni vanst seint, henni fanst hún aldrei geta fundið nógu hrífandi orð, til þess að þau gætu snú- ið huga hins elskaða Þeófílusar. Tár hennar hrundu niður á bókfellið og máðu nærri af hvert orð jafn- ótt sem það var ritað. Svo vafði hún um það silki- bandi og innsiglaði það með vaxi. Síðan fékk hún Zadók bréfið með þeirri bæn, að það mætti bera til- ætlaðan árangur. En óðar en hún hafði afhent það, vaknaði samvizka hennar og hún sá hve þetta væri illa gert af sér og sýndi mikið hugleysi. Hún ætlaði að hlaupa á eftir Zadók og heimta bréfið aftur, en það var orðið um seinan. Ó, hve hún átti nú bágt. Nú gat Salóme ekki huggað hana. Hún fann að hún hafði svikið hann, sem hafði endurleyst hana með blóði sínu og freistað unnusta síns til að gera hið sama. Frú María hæddist að þessari iðrun hennar og benti henni á, hvað hún hefði sjálf sagt fyrir skemstu. En samvizka hennar varð eigi svæfð. Hún flýtti sér á fund Naóme, einlægu trúu vinunnar sinnar. Hún var hjá Júdit. Kládía nam titrandi stað- ar við dyrnar, því að hún sá, að þær voru báðar að biðja knéfallandi. Ilún heyrði þá Naómí biðja heitt og innilega fyrir henni sjálfri og unnusta hennar. Hún hlustaði með dýpstu auðmýkt á niðurlagsorð bænarinnar: „Og, ástríki Drottinn vor og frelsari, þótt við 'biðjum í auðmýkt, að þú lítir í náð til okkar og tak- ir þennan beiska bikar frá okkur, ef mögulegt er, þá biðjum vér þig þó fremst af öllu: Hjálpaðu þessum þrautreynda bróður vorum í baráttunni miklu og gef honum náð til að vera trúr alt til dauðans. Við biðjum þig, að hvorki óttinn við dauðann né hugs- unin um jarðneska hluti geti veikt hina helgu stað- festu hans eða haggað trú hans á þig! Þú, Drottinn Jesús, hefir kallað hann sjálfur. Haltu honum fast með hægri hendi þinni og láttu hann ekki hrasa, heldur gera nafn þitt vegsamlegt með lífi sínu og dauða. Gef honum kraft til að kannast við nafnið frammi fyrir fnæsandi óvinum sínum, svo að við getum, ef við eigum að missa hann, haft fulla vissu um, að við hittum hann heima hjá þér, þar sem þú kannast við hann fyrir föður þínum, eins og hann hefir kannast við þig fyrir mönnunum". fræga liöfuðból Skálholt, risi nú upp aftur, éndurfætt og fegurra en nokkru sinni áður. Islenska pjóðin á að lifa enn í pús- undir ára. Til þess að geta það íneö sæmd, þarf hún að vaxa mjög niikið í trú, von og kærleika, í hreinleika og styrkleika. Guð blessi Island«. Þá kemur stutt en eftirtektarverð grein eftir lir. Boga Th. Melsted: »Kirkjugarðarnir á íslandi«. Ekki verður nánar vikið að henni hér, því Heimilisblaðið langar helzt til að birta liana alla, svo lnín komist fyrir sem flestra sjónir. Það er þjóðinni til svo mikillar skammar, hve kirkjugarðar eru yíirleitt vanhirtir, að við svo bú- ið má ekki lengur standa. Á einum áratug gæti þetta gerbreyzt, ef allir yröu nú samtaka (í sveitum og kaup- túnurn) að þvo þennan vott kæru- leysis og ræktarleysis af þjóðinni. Þá eru greinar tvær eftir B. Th. M., önnur um Magnús Bjarnason, bóksala í Vesturheimi, og hin um Jón Sveinsson rithöfund. — Margt fleira merkilegt er í þessu ársriti, og vill Heimilisblaðið eindrégið ráðleggja mönnum að kaúpa það, og bóksalar út um land ættu að vera vel vak- andi með að benda fólki á slíkar ágætis bækur, sem allar bækur Eræða- félagsins eru. Skuggsjá. Stalin líeitir dul- arfull persóna, sem komin er til valda í Rússlandi, hefir tekið við af Lenin, sem flestir munu þekkja að nal'ni. Lenin nefndi hann þessu nafni sakir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.