Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 10!) fvamt ýfðust þó harmasárin hennar, svo henni varð nærri um megn að bera það. Nú leið að skilnaðarstundinni. Skipið, sem þau Amazía ætluðu með til Efesus var nú nærri ferð- búið. Samvistartíminn var stuttur, ein vika. Skiln- aðu}' Naómí við ástvini sína var mjög sár, sem vænta mátti; hún horfði tárfellandi á eftir bátnum, sem flutti þau út í skipið. En henni gafst ekki tóm til að syrgja; faðir hennar sagði, að þau yrðu sam- dægurs að hverfa heim frá Joppe, svo að hún yrði að vera ferðbúin að fám stundum liðnum; hafði hann fengið bréf frá Javan, þar sem hann beiddi hann að koma sem skjótast heim aftur, því að nú þyrfti hann að skera úr mikilsvarðandi málum; Za- úók þótti nú heldur ekkert binda sig þarna lengur, har sem bróðir hans var farinn. Þau Marcellus og Naómí voru á öðru máli, en þorðu samt ekki að biðja frestunar á heimförinni. Rúfus ætlaði að fylgja þessum vinum sínum til Lydda, en síðan áttu þau Zadók og dóttir hans að ferðast ein til Jórsala; en þeir Marcellus hurfu aftur til Cæsarea. Nú fyrst lét hinn harðlyndi, en þó hjartagóði hershöfðingi í ljós reiði sína út af öllum aðförum Javans; vildi hann ekki láta það uppi, meðan Zadók var nærstaddur. Hann sór hinum gyðinglega svik- ara hefnd fyrir það, er hann hafði hlaupizt á brott úr herbúðunum og síðan leikið Kládíu dóttur hans svona grátt. Marcellus reyndi að sefa reiði föður síns, en furðaði sig þó ekki á því, þó að föður sínum væri þungt í skapi. Símon kemur. Þeim Zadók brá mjög, er þau komu heim og sáu hve hin viðkvæma og mjúklynda Salóme var orðin veikluð af öllum þessum hörmum. En Naómí beitti allri sinni ástúð og sálarfjöri til að uppörfa móðui' sína; en nærri lá, að hún gæti ekki áunnið, svo að Naómí varð áhyggjufull. Frú María fór þegar heim til sín, er þau komu og Davíð litli sonur hennar. En Davíð var ófús á að skilja við frænkur sínar, enda var það hann, sem bezt hafði náð að draga úr þunglyndi Salóme, með barnslegum orðum sínum og saklausri gleði. Móðir hans varpaði sér aftur út í iðustraum léttúðarinnar meiri krafta sína, þar sem liann er liættur búskap, en synir hans, mjög efnilegir menn, teknir við. Hann gekk með mér í kring úm bæinn og sýndi méi' sögulegar minjar þar, meðal ann- ars jarðgöngin, sem grafin höfðu verið á fyrri öldum frá bænum og niður að sjó. — A hólnum niður frá bænum er merki Jóns Sigurðssonar, reist þar 1911, mikill steinn þrístrendur, þar úr Hrafnseyrarlandi, fluttur þangaö heim af séra Böðvari; í liann er greypt eirmynd eftir Einar Jónsson myndhöggvara, og er þannig, að mynd af Jóni er greypt í mynd af íslandi, en á bak við hana sjást sverðshjöltu upp fyrir myndina af Islandi, og táku- ar þetta: »Sómi Islands, sverð þess og skjöldur. — Séra Böðvar lánaði mér reiðhest sinn til Þingeyrar. iíg fór einn þessa leið, enda voru götur skýrar og Brúnn vanur að fara þetta. Kom okkur vel saman á leiðinni og skildum sem beztu vinir á túnblett- inurn við hús séra Pórðar Ólafssonar á Þingeyri. Eg mætti hjá séra Þórði sömu vin- gjarnlegu viðtökunum, sern hjá em- bættisbræðrum hans á hinum fjörðun- um. Hann hafði þar boðað samkomu í kirkjunni og útvegað söngfólk. Voru þar mörg börn og nokkuð af full- orðnu fólki. Þingeyrarkirkja er feg- iirst þeirra kirkna, er eg sá á Vest- fjörðum, og voru hinar þó allar mjög snotrar og virtist vel við lialdið. Hún er gerð eftir teikningu Rögnvaldar heitins Ólafssonar. Séra Þórður hefir um fjöldamörg ár haft Kristilegt félag ungra manna þarna á Þingeyri. Það er fagurt verk, þegar prestar fórna sér fyrir það að vaka yflr æskunni í sóknum sínum, fylgja hinum ungu eftir staðfesting- una, bendandi þeiin á hann, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þetta liefir séra Þórður svo fagurlegá gert.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.