Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 12
110 HEIMILISBLAÐIÐ og nautnalífsins og hristi af sér alla alvöru, sem yf- ir hana hafði komið á heimili Zadóks. Prestur var sjálfur sjaldnast heima um þessar mundir, því að hann var ráðunautur borgarstjórnar- innar. Hann fylgdi Javan fastlega að málum um heimkvaðningu Símonar og var Javan það mikið gleðiefni, að njóta atfylgis föður síns, því að Zadók var í hárri virðingu og manna bezt máli farinn. Nú var kappsamlega unnið að því að búa í haginn fyrir Símon; átti hann að hrinda þáverandi harðstjórum borgarinnar, Zelótunum, af stóli og verða síðan verndari og' frelsari borgarinnar. Nú fréttist til íerða Vespasíans og hersveita hans í nágrenninu og njósnarmenn hans bar alt að múrum borgarinnar; þráði fólkið þá mjög komu Símonar, því að óttinn greip alla. En er riddararnir höfðu skygnst um fáa daga, hurfu þeir burtu aftur, til að- alstöðvanna og létu borgarmenn eina um að drepa úr sér dáðina til varnar. Það var víðsýnt af hjallanum, þar sem hús Za- dóks prests stóð. Riddarasveit ein rómversk reið þar fram hjá í allri sinni prýði; varð þá Naómí forvitin á að vita, hvort hún sæi ekki til ferða Marcellusar. Þeir riðu fram með múrnum, til að kynna sér hæð og' styrkleika múra og varðturna; lúðurþytur heyrð- ist til þeirra í hlíðum Ólífufjallsins. Naómí sýndist einn riddarinn stöðva hest sinn og horfa lengi þang- að sem hún stóð og hugði það vera Marcellus; en kveðjusending gat hún enga fengið. Hún hvarf þá aftur inn til móður sinnar, til að leita huggunar hjá móður sinni; ástin hennar var óbrigðul. Nú voru allar borgir komnar á vald Rómverja að heita mátti, nema Jórsalir. Símon hafðist við í borginni Masoda, eins og fyr. Þegar hersveit Róm- verja hvarf aftur þaðan úr grendinni, þá kom hann á hæla flóttamönnunum, þeim er flýðu undan Róm- verjum til Jórsala, og setti nú upp herbúðir sínar í þriðja sinn fyrir utan borgarmúrana og beið þess að opnað yrði fyrir sér. Javan var með Símoni; var hann þess viss, að borgarbúar mundu taka við Símoni með fögnuði. En er Rómverjar hurfu frá, urðu Zelótar djarfari og komu í veg fyrir, að hliðum væri lokið upp fyrir Símoni. Varð þá Símon æfur og drap alla er hann náði til utan borgar, en Jóhannes Giskala, höfðingi Zelóta, fór með ránum og manndrápum innan borg'- ar; þorði enginn gegn honum að rísa og agalausum Ættu trúaðir ungir prestar, sérstak- lega þeir, sem eru í kauptúnunum, aö taka hann sér til fyririnyndar í þessu efni. Starfssviðið er ærið stórt. Á Pingeyri dvaldi eg hjá Sigurjóni Péturssyni, sem um langt skeið hafði verið starfsmaður við verzlun Proppé- bræðra þar. Um mörg ár hafði hann haft útsöju þar á lleimilisblaðinu og verið einn af trúföstustu vinum blaðs- ins út um land. Þau hjónin tóku mér sem bi'óðir hefði að garði borið. Hann bauð mér að fara með mig á vélbát út í Haukadal og að Núpi, og í þaö ferðalag hefði farið dagur. En nú var tíminn takmarkaður, því eg þurfti að vera kominn á ísajjörð á ákveðnum tíma, svo eg sagði víni mínum Sigur- jóni, að þetta góða tilboð hans yrði eg að geyma mér, þar til næst eg kæmi. Dýrafjörður er fögur sveit, og þar • er graslendi miklu meira en á syðri fjörðunum. Hinn 23. sept. fór eg frá Pingeyri, og flutti Sigurjón mig á vélbáti yfir fjörðinn að Gemlufalli. Par hafði hann pantað tvo liesta, og biðu þeir þar söðlaðir, fylgdi hann mér yflr Gemlu- fallsheiði og alla leið niður fyrir Sel (gömul beitarhús frá Holti í Önundar- flrði); þar voru nú tættur einar. A^eð- ur var bjart og sólin skein í heiði. Þarna áðum við í grasigrónum fjár- hústóttunum, og dró þá Sigurjón upp úr ■ hnakktösku sinni kaffigeymi með brennheitu kaffl og smurt brauð, stein- bítsrikling og reyktan rauðmaga. Þótti mér þetta mjög æfintýralegt ferðalag, að sitja þarna að snæðingi í fögrum fjalladal, nægilega langt frá skarkala borgarlífsins í Reykjavík. Það vakti upp í liuga mínum gamlar endurminn- ingar frá því er eg var smali og sat og át úr nestispoka mínum. Ekki skildi Sigurjón við mig, fyr en eg var kominu niður að bæjum í

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.