Heimilisblaðið - 01.01.1932, Page 3
I>eza Khan, konungur Persíu er hraustur heimadur.
Það er sjaldan, sem vér heyrum sögur
frá Persíu. Og þó er það ríki á framfara-
skeiði eigi síður en sum nágrannaríkin
þar eystra; það er eins og Persía hafi eins
og þau, sofið í hundrað ár. Til saman-
burðar mætti helzt nefna Tyrkland, en þó
er eigi enn hægt um það að dæma, hvort
Persía taki eins miklum stakkaskiftum.
Fyrir Tyrklandi ræður nú Kemal Pasha,
alræðismaður. En fyrir Persíu ræður líka
voldugur maður, Reza Khan, eða Sha
(konungur), eins og hann er kallaður. Fyr-
ir fám árum var hann hrottalegur her-
maður; bar hann þá ekki af lagsbræðr-
um sínum að öðru leyti en frábæru lík-
amlegu atgervi og hreysti. En að and-
legUi atgerfi stóð hann á svo lágu stigi,
sem framast mátti verða. Plann kunni
hvorki að lesa né skrifa. Það má því furðu-
legt þykja, að hann skuli hafa komist til
valda í Persíu og gert alla hina sundur-
leitu þjóðflokka í því landi að einu vold-
ugu ríki.
Persía hefir til skamms tíma verið
þrætuepli ýmsra ríkja, einkum Englands
og Rússlands. Ensk félög hafa um lang-
an aldur fært sér steinolíulindirnar þar í
nyt, en í þær vildu Rússar líka ná. En
Englendingar stóðu betur að vígi og skorti
eigi hyggindi til að fylgja Reza Khan að
Bóndasonurinn, sem
varð konungur Persíu.
Pað purfti hardfylginn mann til ad
ad koma öllu á réttan kjöl í Persíu,
og pessi madur var Reza Khan, harð-
vítugur hermaður.