Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1932, Side 12

Heimilisblaðið - 01.01.1932, Side 12
10 HEIMILISBLAÐIÐ »Hann hefir bráðdáið — hann hefir verið dauðui’, áður en hann náði jörðinni,« mælti Belmont. »Mér þykir vænt um, að það gekk svo fljótt,« mælti hún. »Ég hefði ekki getað horið, að sjá hann byltast í kvölum og' fjörbrotum.« Giles rak upp hásan hlátur. »Þú ert, svei mér. of tilfinninganæm, g'óða mín,« greip hann fram í. »Hefðir þú ekki skotio hann, þá hefði hann skotið þig', og ég býst alls ekki við, að hann hefði gert sér neina rellu út af því.« »Nei, það veit ég vel,« mælti hún, »en ....« Hún flýtti sér að fela skammbyss- una fyrir hvössu og forvitnu augnaráði Giless. »Það var líka annar náungi,« sagði Bel- mont alvarlega, »og hann komst undan. Það var ekki heppilegt. Ég skil ekkert í, hversvegna þessir tveir hafa verið skildir hér eftir. En samt hlýtur það að tákna það eitt, að sjóræningjarnir koma hing- að aftur! Þeir koma aftur og sækja fé- laga sína. Þessir tveir menn hafa verið skildir eftir í einhverjum vissum tilgangi. Og hver veit — ef til vill eru þeir fleiri. Við verðum að reyna að grenslast eftir þessu og fá vissu um það. Til allrar ham- ingju höfum við nú almennilegt vopn.« Giles var nú búinn að hrista af sér af- brýðissemina og hræðsluna. »Það lig'gja heilmargir kassar í hrúgu niðri á strönd- inni,« mælti hann. »Ég rak augun í þá, og var á leiðinni þangað, er ég heyrði skot- ið. Það eru als ekki fáir kassar, og þeir eru skrambi stórir. Ef hér eru fleiri þorp- arar í eynni, þá eru þeir sennilega þar niðri, til þess að hafa gætur á þessu. Við verðum heldur að gá að hvernig þar er umhorfs.« »Já, og svo verðum við að halda hóp- inn,« mælti Belmont. »Nú er það með öllu ófært að dreifa sér.« Giles gekk á undan og vísaði veg gegn- um kjarrviðinn. Þau fylg'du lækjarfarveg- inum og komust rétt á eftir niður á ströndina. »Kassarnir lig'g'ja þarna til vinstri. Ég sá þá liggja í hlaða undir barði. Gáið að!« hrópaði hann alt í einu, og í sömu andránni fleygði hann sér niður marflötum á jörðina. Kúla straukst rétt framhjá kinninni á Belmont, og allra snöggvast sáu þau svo> um haus bregða fyrir í þéttum runnun um. Belmont skaut eftir hausnum inn í j-unn ana, en sennilega árangurslaust. því Þa,j heyrðu framvegis skrjáf í laufi og br,eS, í kvistum, er svertinginn hélt áfram f*° sínum. Giles stóð upp aftur. »Ég sá hann — það var negri!« stun hann upp úr sér. Hann var nábleikui', * um munninn voru afar einkennilegir ingsdrættir. »Ég sá hann miða á okk og ég hélt að hann hefði hitt«. Belmont leit á Elsu. Andlit ungu stú^ unnar var rólegt, og var eigi .nlinS hræðsluvott að sjá á henni. ösjálí1 & hafði hún tekið upp skammbyssuna ú n og- stóð nú og kreisti fast utan um skei ^ »Þú ættir heldur að láta mig fá Þessaa sagði Giles. »Það er betra að ég hafi hnn‘ en þú ....« »Ungfrú Ventor á að hafa þessa skain^ byssu«, mælti Belmont mjög ákveðið. mál er útrætt fyrir fult og allt«. . ,j Giles beit saman tönnunum og' kreis upp bros. »Hamingjan góðasta!« sagði hann »einS aö og þér óskið. En mér virðist nú sanV- ^ það sé heldur undarleg't fyrirkomulag, ég skuli vera sá einasti sem er vopnla Hefði ég bara haft skammbyssuna þá áðan, hefði ég getað skotið svörtu votu eins og að drekka«. Belmont svaraði þessu engu en brosti. Hann mintist þess, hve fljótur ^ es hefði verið að fleygja sér niður, 11 ir eins og svertinginn rak snoppuna 11 á milli kvistanna, og það var meira ólíklegt, að hann hefði verið næg11 K snarráður til að bregða fyrir sig sl vopni undir þeim kringumstæðum. I skugganum undir barði einu lág11.. einir kassar í stafla. Það voru stórir kassar, og var hver þeirra merktur »Lj£ cago«. Það var mjög einkennilegt ac þessháttar framleiðslu menningarlanda hér á þessum stað. Það var eins og ^ sending frá öðrum heimi, er þau ne þekkt fyrir ævalöngu, og sem þau, eI vill, aldrei framar myndu, augum líta-. gj. var ofurlítil minning frá þeim heimn þau höfðu látið að baki sér.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.