Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1932, Page 4

Heimilisblaðið - 01.03.1932, Page 4
36 HEIMILISBL AÐIÐ »Eg- held nú, að þú hefðir ekki gert þér svona mikla í-ellu útaf þessum ketlings- garmi, ef dýralæknirinn hefði ekki verið svona snoppufríður og blíðmáll við þig.« Joan spratt á fætur og stappaði niður öðrum fætinum. »Afi! Dirfst þú ekki, að segja þetta aftur.« Gamli Ben hló aftur ertnislega. »Ekki gæti ég umgengist hann. Ég hefi andstygð á öllum slíkum flaðursherrum,« hélt hann áfram. »Það kemur aldrei til þess, svo að þú þarft ekki að bollaleggja neitt um það,« svaraði Joan reiðilega. »Einmitt það,« muldraði Ben. »Þú ætlar þér ef til vill að hlaupa frá mér, á gamals aldri, þó að ég hafi séð fyrir þér alla tíð síðan móðir þín dó og faðir þinn hvarf. Þú sýnir mér enga þakklátsemi, þó að ég hafi skotið yfir þig skjólshúsi, fætt þig og klætt og gefið þér kost á að njóta ment- unar — alt of'fínnar mentunar, er mér nær að halda.« »Reyndu nú að vera ofurlítið skynsam- ur, í öllum bænum.« »Skynsamur! Já, þér ferst um að tala. Hefi ég nokkurn tima kostað þrjátíu krón- um upp á ketling. Að minsta kosti hefi ég aldrei verið svo heimskur, að láta annan eins dýraklastrara leika svo á mig. Eg sé lengra en nef mitt nær.« Að svo mæltu hvarf hann fyrir húshorn- ið, en Joan þrýsti gula ketlingnum upp að heitum vanga sér. I vagninum, sem Joan hafði verið að gefa auga, sat ungur maður, blístrandi, og var að ryfja upp fyrir sér í huganum, stundina sem hann hafði dvalið í húsi Bassets gamla. Hann batt aftur um löppina á kettlingn- um, sem Joan hélt, á meðan. En þá hafði Benjamín gamli, — sem venjulega var kallaður Ben, —- komið inn, utan úr garði. Sá viðbjóðslegi gamli skrjóður. Diek hafði megnustu óbeit a honum. Þegar hann heyrði í honum eI'tn ishláturinn, langaði hann mest til þess- a<1 fleygja einhverju í hausinn á honuni, og þunglamalega fótatakið hans hljóp í tau8‘ arnai- á honum. Það var ekki um að villast, að þel,n hugnaðist jafn-illa hvorum að öðrunn f’ramkoma Bens gagnvart unga man0' inum, hafði verið svo óþolandi, sem fre'(’ ast mátti vera, þegar frá, upphafi. Hann hafði numið staðar hjá þeim 08 starað á þau, fyrir ofan gleraugun, 08 sagt: »Það er meiri tíminn, sem í það fer, afl koma fyrir þessum flísum.« »Já, það ei’ ekki verk, sem hægt er al1 gera í flaustri, herra Bassett,« hafði Dicl( svarað, svo vingjarnlega, sem honum var auðið. »Hvaða verk?« spurði Ben gamli llie<1 sínum óhugnanlegasta hlátri. Dick hafði lagt frá sér umbúðirnar, 08 snúið sér að gamla manninum, með ógU' arlegum reiðisvip. Af öllu má of miklð gera - en Joan hafði hvíslað að honum- - því að gamli maðurinn var oi’ðin11 heyrnarsljór: — »Þér skuluð ekkert um það, sem hann er að segja,« og Dici' hafði lotið höfði og sagt: »Nei, auðvitað,« og haldið áfram starfi sínu. En þrátt fyrir það, þá gat hann ei<iíl að því gert, að það fékk á hann, og’ Það hafði eiginlega komið honum í ákafle#a æsingu. Og nú höfðu hugsanir hans ait í einu farið að snúast um tvö aðalatrið1- Hvað karlinn var algerlega óþolandi, 08 tilfinningar hans sjálfs í garð Joan Hann hafði komist að ýmsu um Joa11, í þessi sex skifti, sem hann hafði komi9 heim til þeirra. Hún var greind og S?eð' prúð stúlka, — það varð ekki hjá því kom' ist, að verða ástfanginn af henni, og han11 gerði sér von um, að henni stæði ekki á sama um hann heldur.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.