Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1932, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1932, Blaðsíða 4
130 HEIMILISBLAÐIÐ fangi með að fylgja henni, en Mata Hari stökk yfir tvö þrep í einu niður eftir rnaðksmogna þrepstiganucr á gamla fang- elsinu og út að vagninum, sem beið henn- ar. Kringum vagninn stóðu þjónar með brugðnum sverðum og rann hann síðan út að aftökustaðnum í Vincennes. Þegar vagninn nam staðar, steig hún út og lag- aði dálítið til búnaðinn á sér og hárið, og síðan trítlaði hún yfir hjólsporin djúpu i blautum jarðveginum, með sömu prýði og dansmey mundi gera. Hún var þá bun'din við stólpann, og hermennirnir miðuðu á hana, en hún veifaði kveðju til gamla prestsins síns, sem hafði verið henni til aðstoðar á þessurn þungbæra tíma. Mér þótti þó enn átakanlegra, er ann- ar kvennjósnari, Rosa F„ var af lífi tek- in. Hún var úr flokki verkakvenna og hafði víst selt sig fjandmönnunum til njósnarstarfs, til þess að deyja ekki úr hungri. Hún var af lífi tekin 10. jan. 1917. Á henni var afar raunalegur iðrunar- svipur. Poul Bolo, sem frægastur varð undir nafninu Bolo Pasha, bar sig líka hermann- lega á aftökudaginn. Ilann jós fyrst úr sér mörgum sáryrðum;, og kvartaði um eitt og annað; en að því búnu fór hann í kvöldbúnað sinn, og lagði bláleitan silki- klút á hjartastað; þann klút átti að fá í hendur konu, sem hann nafngreindi, og gerði hann ráð fyrir, að hann hefði þá vöknað af hjartablóði sínu. Hann blótaði viöbjóðslega út af því, að hann hefði ekki fundið ermahnappana sína. En á leiðinni til Vincennes lokaði hann sig inni, eins og ostra í skel,, og mælti ekki orð frá munni. En njósnir hans höfðu vakið svo mikla viðbjóð á herlínunni,, að hermenn þeir, sem tóku hann af lífi, skutu hann eigi í hjarta- stað, .heldur í höfuðið, sakir reiði sinnar við hann, svo að eigi féll einn dropi blóðs á silkiklútinn bláa. Maður eftir Guðs hjarta. Th. Mundus. Fyrsta ræða Páls, sem til er, var fbút á fyrsta trúboðsferðalaginu í Antíokkiu- Ræðan er ekki löngy én þó sannarlega at- hyglisverð, bæði að éfni og formi. I þeirrl ræðu kallar hann Davíð »manninn efrn Guðs hjarta«. Það var dýrðlegur vitms- burður. Fyrir langa-löngu- hafði Sainúe' spámaður komist svona að orði; og' nU’ mörgum öldum síðar, lætur Guð Pál Post" ula staðfesta þennan vitnisburð um Davíð- Ilvernig maður er það, sem fær Þenn' an vitnisburð? Það hlýtur að vera óvenj” mikið í hann spunnið; en látum oss nema staðar við þetta fernt: 1. Hann er göfuglyndur. Það sést bezt á viðureign hans við Sák sem var svarinn óvinur hans. Hvað eftir annað átti hann ráð á líí> Sáls; en hann fól Guði hefndina. Engin11 má leggja hiind, á hann, nema Drottinn sjálfur, sagði hann. Hann var elcki hef'nl' gjarn. Abíasar kallaði Sál »óvin« Davíðs. en Davíð kallaði hann »Drottins smurða4 sjá I. Sam. 26. Þegar Sál var fallinn fyrir eigin henú' á Gílbóahæð, söng Davíð — ekki fagnaðai- eða þakkarsöng, heldur sorgarljóð, og Þal fer hann hinum virðulegustu orðum 11111 Sál. Hann kallar hann þjóðarhetju, prýð1 ísraels, ástúðlegan og ljúfan, og syrg11 hann ásamt með þjóðinni (II. Sam. h o.s.frv.). Og miskunn vill hann auðsýna eft- irlifandi ættingjium hans (II. Sam. 9, — Hefnigjarn maður, sem sætir hverJu færi til að óvirða óvin sinn og gleðst aí óförum hans, hann er ekki maður eft'1 Guðs hjarta. En það var Davíð. 2. Havn var auðmijúkur gagnvart Guði sínum. Iiann gekk inn °S settist frammi fyrir augliti Drottins mælti í auðmýkt: Hver er ég, Drottinn. og hvað er hús mitt, að þú skulir hafa leitt mig til þessa? Hann var hógvær og lítillátur gagnvart

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.