Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1932, Qupperneq 22

Heimilisblaðið - 01.09.1932, Qupperneq 22
148 HEIMILISBLAÐIÐ Markús Jónsson. Hann er fædduir 1. marz 1844 á Bakka- koti í Meðallandi. Voru foreldrar hans hjónin Sigurveig Sveinsdóttir og- Jón Sveinsson, merkishjón á sinni tíð. Ölst hann upp hjá foreldrum sínum og dvaldi hjá þeim til 25 ára aldurs. Þá gekk hann að eiga Þorgerði Jónsdóttur, mestu ágætis konu. Fluttu þau ári síðar (1870) í hús- mensku að Skurðbæ*) í Meðallandi og- byrj- uðu þar búskap, að kalla eignalaus. Tók hann þegar að byggja sér bæ, og hafði að mestu lokið við það, er hreppstjórinn kom til hans og bauð honum 8. partinn úr Grímsstöðuinum*) til ábúðar. Tók Mark- ús því fegins hendi, þótt lítið væri, og flutti þangað árið eftir. Þar bjó hann í 15 ár. Þegar hann kom þangað, var þar alt svo niðurnítt, sem mest mátti verða, og þar að auki að eyðileggjast af sandfoki. Það var því ekki glæsilegt fyrir fátækan ein- yrkja, að setjast þar að; en með óbilandi elju og dugnaði tókst honum að byggja þar alt upp, svo að sómi var að. Árið 1886 flutti hann svo aftur að fæðingarstað sín- um, Bakkakoti, og hefir dvalið þar síð- an. Eftir að þau hjónin komu þangað, skifti fljótt um til hins betra með efna- haginn, og létu þau nágranna sína óspart njóta þess. Er Markús kom að Bakka- koti, varð hann að byggja þar upp, bæði íveru- og fénaðarhús. Eitt af hans fyrstu verkum þar, og sem hann telur að ekki hafi átt lítinn þátt í því að auka efni sín, var að flytja fjárhúsin, sem voru heima á túni, um hálf tíma ga,ng frá bænum. Þar er miklu betra til haga, en heima við. Þau hjónin áttu tvö börn, Guðrúnu og Bjarna, og ólu auk þess upp 5 börn, að nokkru eða öllu leyti. Bjarna son sinn mistu þau 1909, frá konu og 11 börnum, og um sama leyti varð Guðrún, dóttir þeirra, *) í eyði nú. ekkja. - Það hefði mátt búast við> að þessi þurigi harmur yfirbugaði þau, Þa komin á elliár og næstum þrotin að - h'k- amskröftum. En sálarkraftarnir vo.ru* þvl meiri, svo að þau gátu veitt hinum mörgu syrgjendum huggun og hjálp. ■— Konu sína misti Markús 1924, eftir nærfelt 56 ára ástríkt hjónaband. Lét hann af. Þu- skap um það leyti, en við tóku barnabó1'11 hans, Runólfur og Þorgerður. Hjá þeinl og Guðrúnu dóttur sinni dvelur hann nu æfikvöld sitt, furðu ern og hress. Það sem nú er hans mesta mein, er Þa(^ að hann er að mestui blindur. Eru það Þvl hans beztu ánægjustundir, er kunningjal' hans koma til hans og sitja h.iá honum- Segir hann þeim þá sögur og ýmsan fróð- leik af sinni löngu æfi, því að hann el’ fróður og minnugur. Margt mætti segja alment um æfi ganria mannsins og verður á fátt eitt af því minst hér. Skal þá fyrst telja það sem honum þykir mest um vert, en það er trúin á Guð föður og hans einkason Jesúm Ivrist. 1 henni fann hann huggun og styrk i mfccðu og andstreymi lífsins. Þar fann hann »Einkavin í hverri þraut.« Og í þeirri tru er nú bjart um hann hið innra þó dimma sé hið ytra. Húslestrum hélt hann líka upP1 meðan hann sá, daglega á; vetrum og alla helgidaga. Og er nú heimili hans eitt í fáum sem heldur uppi þeim gamla og góða sið. Hann var greindur vel, þótt ekki nyt1 hann skólagöngu, — nema hjá móður nátt- úru. Varð hann brátt að verja öllum stund- um til vinnu í foreldrahúsum, og síðar hjá sjálfum sér, og sannaðist á honum- »hvað ungur nemur, gamall temur.« Td bóklesturs gaf hann sér því engan tíma- nema húslestra, meðan hann var vinnu- fær, en notaði líka tímann því betur til lesturs, eftir að líkamskraftarnir voru þrotnir, meðan sjónin leyfði. Og að þvl býr hann nú, á einveru- og dimmu-stund- um. Hirðu og reglumaður var hann,

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.