Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1932, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.09.1932, Síða 6
13É HEIMILISBLAÐIÐ e »Hjálpið honum hann er ekki sjálf- bjarg'a,« sagði hann. Svo tók hann Giles í fang' sér og' lyfti honum hálfa leið upp á klöppina. Elsa þreif svo í hann og- dró hann upp. Hún gaf sér ekki tíma, til að líta eftir, hvernig ástatt var með Giles, hvort hann var lifandi eða dauður, en flýtti sér að hjálpa Belmont upp á klöppina. Með að- stoð .hennar tókst honum að komast upp í einu vetfangi, og er hann var úr allri hættu, leit hann við. Þar hafði hurð skoll- ið nærri hælum, svo að eigi munaði meiru en fáeinum sekúndum. Heljarmikill hákarl horfði græðgislega á eftir honum, sneri síðan frá, land.i og hélt aftur út í djúpið. »Það var svei mér ekki svo hættulegt,« sagði Belmont, er hann sá, hve skelkuð Elsa var og' las í augum hennar ásökun fyrir það, hve hann hefði verið fífldjarf- uf, að setja líf sitt í hættu á þennan hátt. Elsa hristi höfuðið. Hún var nábleik, og nú bugaðist hún alt í einu af hinni miklu tauga-áreynslu, sem hafði gagntekið hana síðustu mínúturnar, og hún fór að hágráta. Giles lá enn þá í óviti á klapp- arnefinu, rétt við fætur hennar. »Hann sagðist hafa slasast á handleggn- um,« mælti Belmont. »Hann liélt, að hann hefði brotið hann, en það held ég nú ekki, að hann hafi gert. En Elsa, þér megið ekki gráta — af hverju eruð þer að gráta?« »Ég get ekki að því gert,« sagði hún. »Ég veit vel, að það er heimskulegt af mér, en ég get samt ekki látið það vera. Ég var svo hrædd, svo hrædd um þig.« Giles stundi nú þungan og lauk upp augunum. »Jæja,« sag'ði hann, »þér dróguð mig þá upp, Belmont?« »Já,« svaraði Belmont. »Mér tókst að drasla yður á land. Það var nú svo sem engin þrekraun.« »Jæja, þakka yður samt fyrir,« sagði Giles, en það var enginn sérlegur þakklæt- ishreimur í rödd hans. »Það hefði nú lík- lega ekki litið sérlega glæsilega út fyrir mér, ef þér hefðuð ekki rétt mér hönd.« »Hákarlarnir voru ekki þrjá meti'a f>j’ þér,« sag'ði Elsa; henni gramdist vanþakk- læti og frekja Giles fram úr hófi. Giles glápti á hana og það fór hrollu* um hann. »Lofið mér að líta á öxlina á yður,« mseb; Belmont. Hann kraup á kné við hliðina a Giles og þreifaði um handlegg hans og öxl. »Ég held, að ekkert sé brotið, eftn því, sem ég kemst næst,« sagði Belmont- »Mér fanst það nú samt,« sagði Giles- »Ég rann til og rakst á klettasnös fyi'11 neðan. Það var alveg- eins og —« Hann þagnaði alt í einu og starði á, skipsreyk- inn, sem nú var kominn miklu nær en áður. Belmont. og Elsa litu ósjálfrátt í sömu áttina. Reykjarrákin hafði skýrst og stækkað. Skipið stefndi inn til eyjarinnav- XXV. Siöasta nóttin. »Uppástunga yðar sjálfs,, virðist mei framúrskarandi skynsamleg. Það er lang- bezt fyrir báða párta, að þér verðið hei eftir á eynni, þangað til einhverntíma seinna, ef skip kynni að koma,« sagði Eilee í fyrirlestrartón. »Ég held, að þér ættu< ekki að draga það of lengi að fara í hvavt- Það er ekki vert, að skipverjarnir konu auga á yður. Sjóræningjarnir voru svo hugulsamir að sjáffyrir matvælum. Yðui mun því ekkert skorta. Og svo haldið Þel. auðvitað báðum rifflunum. Ef mér vEerl ekki svona ilt í öxlinni, þá skyldi ég gjarna hjálpa yður til að flytja nokkra af k°ss' unum, svo að ekki beri eins mikið á þeimU' »Það er fallega hugsað af yður, þetta,4 mælti Belmont, sem hafði hlustað rólega á þennan langa lestur, fullan af einskærþ1 velvild. »En ég hefi nú afráðið þetta a annan veg'. Ég verð ekki eftir. Ég fer Ííka-^ »Hvað segið þér verðið þér ekki efth'- En ég hélt þó, að það mál væri klappað og klárt.« »Það var það líka. En ungfrú Ventoi' geðjast samt ekki að þessari ráðagero okkar.«

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.