Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1932, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.09.1932, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 133 Giles sneri höfðinu og leit í aðra átt. Það var ekki af því, að hann sæi þar neitt merkileg-t, en hann kærði sig ekki Uln að láta hinn sjá framan í sig rétt núrja. ^Þetta er afskapleg' vitleysa,« sagði nann. »Mér fanst hitt vera svo ljómandi Sóð hugmynd. Ilérna gátuð þér lifað, eins uií blóm í eggi, í ró og næði, öruggur og °áreittur, og þyrftuð ekki að hafa nein- ar áhyggjur fyrir morgundeginum, og þéi Saetuð þannig varðveitt bæði frelsið og 'fið. Ég skil ekkert í, livers vegna þér hafið skift um skoðun.« >:,Nei, mér fanst líka þetta vera ágæt hþgmynd,« sagði Belmont. »En ungfrú ' entor er nú á annari skoðun. Henni finst, a.ð ég eigi endilega að fara með ykkur þil Englands.« »Eg get ekki skilið, hvað ungfrú Ventor hernur þetta við? Ég skil það alls ekki ‘ —- Elsa!« hrópaði hann. Unga stúlkan var spölkorn í burtu. Hún h°m til þeirra, er hún heyrði Gileá kalla. imlmont stóð upp og gekk í burtu. >:>Segðu mér, Elsa, hvaða heimskupör Pað eru, sem þú hefir fundið upp á!« >:>Heimskupör?« spurði hún og var sýni- ‘eSa hissa. >:>Já, ég sit hér, og er að tala við Bel- rn°nt, og svo heyri ég, að þér geðjist ekki að því, að hann verði hér eftir á eynni. Nér finst það vera. alveg rangt af þér og ‘mlmont finst það líka.« *Hr. Belmont hefir heitið mér því, að haga sér samkvæmt óskum mínurn og V|'lja,« svaraði Elsa rólega. .. ^Já, en hérna á eynni er hann alveg Ul’Pggur. Geturðu ábyrgst honum það, er bann kemur til Englands? Og auk þess hann er dæmdur til að vera hérria alla mfi. Einhverntíma kemur eflaust annað ship, sem —« >:,Við komum hingað saman,« greip Elsa U’am í, »og við förum héðan saman. Ilr. “elmont fer héðan með skipinu þarna,« hún kinkaði kolli í áttina til hafsins. >:>En nú vorum við nýbúnir að koma okk- Ur saman um. þetta,« andmælti Giles. jHvað á þessi asnaskapur að þýða? Já, eS kalla það asnaskap,« hreytti hann út Ur sér; hann gat ekki lagt dul á vonbrigði Sln og óánægju yfir þessari nýju ákvörð- u.n- Hann hafði þegar í huganum glatt yfir því, að innan skamms stæði hann a Þiljum skipsins og sæi eyjuna smá- minka og hverfa, og gæti þá samtímis ímyndað sér, að Belmont sæti einn eftir og feldi sig í kjarrskóginum. »Finst þér eiginlega, að þetta komi þér nokkuð við?« spurði Elsa fyrirlitlega. »Já, það finst mér sannarlega,« svaraði hann. »Það er ekki klukkustund, síðan Bel- mont bjargaði lífi þínu og það hefir hann gert nokkrum sinnum áður bæði þínu lífi og mínu, síðan við komum hingað. Fg get ekki hugsað mér annað, Giles, en að þér sé ljúft, að gera alt, sem í þínu valcli stendur, til þess að hann geti horft fram á við áhyggjulítið.« »Auðvitað,« sagði Giles og hrukkaði upp á ennið. »Það var líka þess vegna, að mér fanst hugm.ynd hans, um að vera hérna, svo framúrskarandi góð.« »Hún er alt annað en góð,« sagði Elsa með ákafa. »Hún er miskunnarlaus og ó- sanngjörn í fylsta máta og hann fær ekki að gera það. Ilann hefir. lofað mér því, að fara með okkur, og hann mun hal'da það loforð.« »Hvers vegna í ósköpunum þurfti hann að lofa þessu?« spurði Giles gramur. »Hvernig stendur á því, að þér er þetta svo mikið áhugamál?« »Við höfum verið félagar — vinir,'hr. Eelmont og ég,« svaraði hún. »Og ekkert annað og meira?« spurði Giles í lágum róm. Harm horfði illilega á bana, og Elsa roðnaði. »Hvaða rétt hefir þú, til að spyr.ja um það?« sþurði hún. »Hvers vegna ertu að spyrja svona?« »Ég .hefi spurt þig að þessu einu sinni áður,« sagði hann, »og þá neitaðir þú. Ég spurði, hvort þið elskuðuð hvort annað, og þú svaraðir neitandi! Það var lygi!« »Ég hélt ekki, að það væri ósannindi,« sagði hún. »Þegar ég sagði það, hélt ég, að ég segði satt.« »En nú veiztu, að það var lygi?« »Giles, vertu ekki að spyrja mig þess- háttar spurningum. Ég er ftó að halda heit mitt við þig,« sagði hún rólega., »Þótt Belmont fari með okkur, getum við opin- berað trúlofun okkar, þegar við komum heim aftur til Englands. En auðvitað með vissum skilmálum •— það veiztu vel.« »Ég man vel samning okkar,« sagði hann. »En það er ekki það, sem við eig- um að tala um. Það er rangt af þér, að telja Belmont til að fara með okkur. Láttu

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.